Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 41
Malta Malta súkkulaðikexið er sjálfkjöriö í hópi kátra félaga. Ánægjan fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er. Það leynir sér aldrei,— Malta bragðast miklu betur. kassa, með svörtum og gyltum röndum. Þær fóru með þá upp í gestaherbergið og læstu dyrun- um. Það er ekki að ástæðulausu sem þær kalla mig njósnara, en ég gat hvergi fundið lykilinn. — Hvað á ég að fara í? spurði ég, — það má ekki... — Farðu í bláa kjólinn, sagði Sue. — Það má þvo hann. Þú verður mest í eldhúsinu. Fimmtudags eftirmiðdag ákvað ég að prófa mig áfram með þetta alveg sérstaka frá Nectar og Am- brose. Um kaffi var ég örvilnun nær. Ég yrði líklega að halda mér við pylsur og samlokur, eftir allt saman, og dætur mínar myndu aldrei fyrirgefa það. Um kvöldið hringdi Angie Gill. —Heyrðu, það er með partýið. Strákarnir mínir eru að farast af tilhlökkun. Viltu að ég hjálpi þér? — Nei, þakka þér fyrir. Það er allt í lagi hjá mér, sagði ég. Svo töluðum við fram og aftur, þang- að til Angie kvaddi. Tíu mínútum síðar hringdi hún aftur. — Þú mátt ómögulega halda að ég sé að sletta mér fram í, en mér finnst þú ættir að tala við Isoldu, finnst þér það ekki? — Um hvað? spurði ég nokkuð kuldalega. Angie hló vandræðalega. — Ja, þú veizt. svo engum verði mis- munað. Ég á við, Isolda er hrein fegurðardís og ég veit þú vilt að Sue skemmti sér líka. Angie varð eitthvað dreymandi í röddinni. — Þú mátt ekki gleyma hvernig okkur leið í gamla daga, þegar við sátum eins og límdar við vegginn. niændum og vonuðum. Ég fullvissaði Angie um það að ég hefði aldrei verið límd við nokkurn vegg. En einhver óljós kvíði settist að mér, þegar ég sleppti heyrnartólinu. Á föstudagsmorgun hringdi síminn. Það var mamma. — Halló, Jane, hvernig gengur þér með undirbúninginn? — Hvernig vissir þú að þetta stæði til? — Telpurnar hringdu, til að biðja mig um að afþakka boðið, ef þú hringdir til að bjóða mér í partýið. — Ó, mamma! Mamma hló. — Þetta er allt í lagi, Sue var ekkert annað en háttvísin. Ég fullvissaði þær um að mér dytti aldrei í hug að skemma fyrir þeim. En heyrðu, ég sendi þér fimm pund, hélt það gæti komið sér vel. — Þakka þér fyrir elskan. Ég mundi eftir því að það var lokað snemma á föstudögum hjá Nectar og Ambrose, en ég myndi ná fyr- ir lokun ef ég færi strax. Ég sagði mömmu það, sagði henni líka að ég hefði eyðilagt það sem ég var búin að kaupa þar, en nú gæti ég bætt það upp. — Það er ánægjulegt, sagði mamma. — Mér hefir skilizt að þetta boð eigi að vera algerlega í serflokki. Hún hostaði. — Heyrðu elskan, ég vil nú ekki vera að rekast í hlutunum, en heldurðu ekki að það væri ráð að tala nokkur orð við Isoldu. Hún er svo glæsileg, og þú veizt að ekkert er eins sorglegt fyrir unglinga eins og að verða fyrir vonbrigðum. Sue var svo elskuleg og ekki er það henni að kenna að hún hefir kartöflunef. Ég lofaði að minnast vísdóms- orða hennar. Ég lagði frá mér heyrnartólið og var hálfpartinn utan við mig, en setti samt ein- hvern rétt í ofninn og flýtti mér í bæinn. Þetta kvöld kom Dan heim með einhverja undarlega plöntu, stóra og glannalega. Mér fannst sem hún myndi kyrkja mig, ef ég kæmi nálægt henni. Hann sagði að þetta blóm setti austurlenzkan svip á græna vegginn og dætur hans voru sammála. Ofnrétturinn var nokkuð þurr, eftir langa veru í ofninum, en við borðuðum hann samt. Systurnar tilkynntu okkur hátíðlega að þær ætluðu í hárgreiðslu hjá Reyn- aldo á laugardaginn. Reynaldo var hárgreiðslumeistari, sem tók fokfé fyrir vinnu sína. — Við borgum það sjálfar, sagði Sue. — Við tókum út úr sparsjóðsbókunum okkar. Ég leit af glókolli Isoldar á skollitað hár Sue. Þær voru báð- ar með þykkt og gljáandi hár, sem náði þeim niður á mitt bak. — Yvonne klippti ykkur í síð- ustu viku. — Yvonne! Isolda var hneyksl- uð. — Hún hefir ekkert hug- myndaflug, — Reynaldo, — bíðið þið bara, ég veit þið verðið undr- andi! Meðan ég var að þvo upp, heyrði ég mikinn fyrirgang í dag- stofunni. Þegar ég fór áð gá hvaða læti þetta væru, sá ég að Dan var að hjálpa þeim við að flytja til húsgögnin. — Þetta er allt svo illa staðsett fyrir partý, sagði Sue og leit með vorkunn- semi á okkur foreldrana. — Hjálpaðu mér, Jane, sagði Dan. — Þetta er svo níðþungt. Þegar við Dan fórum að hátta um kvöldið, þurftum við að klifra yfir allskonar húsgögn, sem höfðu verið flutt inn í svefnher- bergið okkar. Þau pössuðu ekki í partýið. Dan bauð mér góða nótt með kossi og sagði að ég væri ósköp þreytuleg. Ég valt eigin- 39. tbl. VÍKiAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.