Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 33
hann að ýta lokinu upp. Hann reyndi krafta sína til þess ítrasta, en ekkert skeði. Lásinn hélt. Þá heyrði hann raddir fyrir utan, sá þá að hann gat ekki komizt óséður út á þennan hátt. — Hvað er þetta? Mér fannst ég heyra eitthvað.... Hann heyrði að mennirnir námu staðar og hann hélt niðri í sér andanum, þangað til skref þeirra fjarlægðust. Þá fór hann að leita betur eftir verkfærum og fann að lok- um verkfæratöskuna fyrir ofan varahjólið. Þar var líka vasaljós og hálftíma síðar var hann búinn að losa allar skrúfur kringum lásinn. En lokið haggaðist ekki. Þá greip hann skiptilykilinn og tók að berja á lásinn, barði af öllum kröftum og skipti sér ekkert af því hvort nokkur heyrði til hans. Aðeins ein hugsun komst að í höfði hans, að komast út. Núna. Strax. Annað skipti ekki máli. Lokið hrökk upp. Cavallo velti sér út. Því næst stóð hann kyrr og hlustaði. Jú, þetta var sírena í lögreglubil, sem nálgað- ist. Hann smaug inn í næsta skúmaskot og beið. Það stóð heima, þetta var lögreglubíll, sem var stöðvaður og þrír lögregluþjónar stukku út. Þeir umkringdu bílinn og opnuðu farangursgeymsluna. Nú vissi Carlo Cavallo það sem hann þurfti að vita. Það var Luigi, sem hafði fallið af þakinu og Teresa hafði kjaftað frá öllu . . Þá var hann orðinn einn, en ennþá voru þeir ekki búnir að ná honum. Hann leit á klukkuna. Fjögur. Hann læddist hljóðlega inn í hliðargötu og hvarf. — Þetta bendir til að Enrico Rocca hafi drenginn, sagði Branca við aðstoðarforingja sinn. — Ég er að hugsa um hvort stúlkan hefur ekki á réttu að standa, að Rocca sé á austUrleið. Hann hefur án efa reynt að leiða Cavallo og kompána hans á villispor, og hefur eflaust hugsað sér að næla í bílinn frá þeim og aka svo til að sækja milljón- irnar. En nú hefur hann engan bíl, og það verður okkar hald og traust. — Nema þá að hann hafi stolið bíl, sagði Titone. — Það getur hugsazt, en í því tilfelli lít- ur skuggalega út fyrir okkur. En ef við reiknum með að hann sé fótgangandi með drenginn, þá kemst hann ekki hratt áleiðis. Látum okkur sjá . . . klukkan eitt var hann við Piazza della Signoria. Nú er klukkan fjögur. Látum okkur segja að hann hafi kom- izt tíu kílómetra. Ef hann hefur þá þurft að fara svo langt út fyrir borgina, til að ná í peningana. Branco beit á vörina. — Titone, við send- um eins marga menn og við getum austur á bóginn. En gefðu þeim fyrirmæli um að fara varlega. Ef eitthvað kemur fyrir þennan dreng, þá verður mér að mæta. Láttu allar lögreglustöðvar vita um þetta. — Ég er að hugsa um hvort Pia Moretti veit nokkuð meira, sagði Titone. — Við verð- um að yfirheyra hana betur. En Pia Moretti vissi ekkert meira. Jú, hún hafði talað við Rocca en hafði ekki hug- mynd um hvert hann fór. Nei, hann hafði ekki sagt þeim hvar hann hafði falið pen- ingana. Ef hún vissi það, myndi hún sannar- lega segja þeim frá því. Það lá í augum uppi að hún vildi hjálpa lögreglunni, en hún vissi ekkert meira. Branca varð að láta hana fara. Um leið og hún var farin, kom tilkynning um að Carlo Cavallo hafði sloppið úr greipum lög- reglunnar. Branca bölvaði hraustlega. — Náið aftur í stelpuna! — Vitið þér hvert Cavallo hefur farið? spurði hann. — Líklega' til hússins við Fiesole, svaraði Teresa strax. Hví skyldi hún halda hlífi- skildi yfir Cavallo, sem hún fyrirleit og hat- aði? Þetta var allt hans sök. — Hann ætlaði að fara þangað. —• Getið þér lýst staðnum nákvæmlega? Það gat hún. Carlo Cavallo var á leið þangað. Hann vissi að Teresa hafði svikið hann, en honum datt aldrei í hug að hún segði frá þessum leynilega felustað hans. Hann var frávita af reiði, svo hann hugsaði ekki skýrt. Hugur hans rúmaði aðeins eitt, hefnd. — Morð. En sj álfbj argarviðleitninni hélt hann, hún sveik hann ekki. Þess vegna nálgaðist hann húsið varlega. Ekki með veginum, heldur gegnum runnana bak við húsið. Murrið í sendistöð lögreglubílsins varaði hann við. Þeir voru þá komnir þangað á undan honum. Hann varð ekkert skelkað- ur. Þvert á móti. Hann brosti með sjálfum sér, þegar hann sá að ennþá einu sinni hafði hann blekkt lögregluna, það sýndi snilli hans. . . . Þótt þetta síðasta bragð hans hafi mis- heppnazt, þá var hann þó frjáls og það var aðalatriðið. Hann átti vini uppi í fjöllunum, hinum megin við Vicchio. Þar gat hann ver- ið í felum, þar til honum tækist að komast yfir landamærin. Branca var fullviss um að Cavallo var að ganga í greipar þeirra, en hann skeytti því ekki miklu eins og á stóð. Nú var það Ro- bertino, saklaust barnið, sem mestu máli skipti, og fanginn Enrico Rocca, sem enginn þekkti í raun og veru. —- Ég skil ekki hvernig þér farið að treysta honum, sagði hann við föður drengs- ins. — Svo forhertur glæpamaður sem hann er. Hann gerir ekki Tino mein, því trúi ég aldrei, sagði Silva. — Það er aðalatriðið að ná í Cavallo. Ef hann nær í Tino aftur, þá er hann dauðans matur. — Það getur verið að menn okkar í Fie- sole séu nú þegar búnir að handsama hann. En svo var hringt frá Fiesole. Cavallo hafði ekki sýnt sig, átti að bíða eftir honum? — Auðvitað, urraði Branca og skellti á. — Ég vildi óska að ég væri svona viss í trúnni, eins og þér, sagði hann við Silva. — Ég treysti honum ekki um hársbreidd. Gleymið því ekki að hann er einhver slótt- ugasta bankaræningi, sem heyrzt hefur um. — Hann hefur aðeins framið einn glæp, sagði Silva rólegur. — Já, einn, sem hann hefur verið tekinn fyrir! En hvað sem öðru líður, þá er hann nú að sækja ránsfenginn, sagði Branca gremjulega. — Með hjálp drengsins. Ef þetta væri ekki svona hrollvekjandi, þá væri það hlægilegt. — Með hjálp Tinos — hvað eigið þér við með því? Branca svaraði ekki. Ef Silva skildi ekki að Rocca myndi nota drenginn sem skjöld, ef skothríð yrði hafin, þá ætlaði hann ekki að verða til þess að hrella föðurinn. Síminn hringdi aftur. — Stöð fjórtán hér, sagði röddin. — Næturvörður hjá byggingafyrirtæki Pugli- sis tilkynnti að reiðhjólinu hans hefði verið stolið og líka skóflu. Þjófurinn hafði haft með sér lítinn dreng, sem sagði að faðir hans væri fangelsisstjóri. — Ágætt! hrópaði Branca. —- Við komum. Hann skellti á en tók svo símtólið upp aftur. — Titone! Stöð fjórtán hefur komizt á spor Roccos. Fjórtán er með borgarhlutann sem snýr að Fiesole. Hann hefur stolið reiðhjóli. Það segir að hann getur verið kominn drjúg- an spöl út úr borginni. Kallið til allt það fólk sem tiltækt er. . . . Vopnaðir? Það segir sig sjálft að þið verðið vopnaðir! Rocca er vopnaður. — Hafið þér hugleitt hvað getur komið fyrir barnið? Silva þaut upp úr sæti sínu. — Líf sonar míns er í hættu! Þið megið ekki hafa vopn, heyrið þér það. Ég harð- banna það! — Harðbannið? endurtók Branca. — Ég á ekki á öðru völ! Hann herpti saman varirn- ar, þegar hann sá hræðslusvipinn á Silva og sagði rólega: Framhald á bls. 47 39. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.