Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 27
Sextán ára stúlka iðar eins og slanga eftir tónum flautunnar, sem aldraður skeggbragi blæs í. Flestir hippar eru ungir að árum og hafa lítinn áhuga á eldra fólki, en þegar öldur- mennin hitta á rétta tóninn hjá þeim, þá stendur ekki á að þau séu tekin í hópinn. Gamlinginn með flautuna og félagi hans byrjuðu að leika í rauðabítið einn morguninn, eða klukkan fjögur, og þeir voru ekki hættir klukkan tíu. Tugir þúsunda hlustuðu dá- leiddir á flaututónana, og hvöttu listamennina til áfram- halds hvenær sem þeir tóku hvíld. Áheyrendurnir voru svo heillaðir að þeir gáfu naumast gaum frjálslega klæddum stúlkum, sem þarna voru á hverju strái, til dæmis sú ljós- hærða á myndinni til hægri, sem klæðist rauðu blómi einu fata og hefur það á sama stað og Eva laufið forðum. Þar höfðust um sjötíu þúsund hippar við í þrjá daga og tvær nætur og skemmtu sér af hjartans lyst við hasj, tónlist og margt annað ... Fimtn gyllini (um liundraö tuttugu og fimm krónur) fyrir eitt gramm af hasji! Fíknilyfjasalar voru auð- vitað mættir á staðnum og falbuðu varning sinn á diskum. Einn skammtur af LSD var ólíkt ódýrari, kostaði aðeins eitt gyllini. Hippar, hippar, hippar, livert sem auga leit. Aðgangur- inn að hátíðinni lcostaði um þúsund krónur. Hvaðan korna fátækum hippum svo miklir pcningar? spyr kannski einhver. Skýringin er sú að mestur hluti há- tíðargesta voru svokallaðir „helgidagahippar“, það er að segja fólk sem hversdagslega gegnir ósköp venju- legum og borgaralegum hlutverkum í starfi cða skóla, og bregður sér aðcins í gcrvi „blómabarnanna“ þeg- ar það á fri. 39. tbi. VIKiAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.