Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 15
nn hennar frú Hendon Klulckan var að verða tíu og dætur okkar sátu ennþá í baðherberg- inu. Sue sat á baðkarsbrúninni og Isolde á stólnum og báðar störðu út í blninn, eða að því að mér fannst, á svampinn. Þær trúðu mér fyrir því að veturinn hefði verið hundleiðinlegur. Þær sögðu að það væri ekki svo skrítið, þar sem ég hefði verið á stöðugum þeytingi, eins og boomerang. til Dorset, til að hjúkra ömmu, og faðir þeirra hafi aldrei komið heim fyrr en seint á kvöldin, út af þessari ve.rð- bólgu. Jafnvel heimsókn þeirra til Georgs frænda í Cornwall hefði hreinlega drukknað í rigningu ... Ég settist við hliðina á Sue á baðkarsbrúnina og sagðist vera þeim sammála, eitthvað yrði að gera í þessu efni. — Þú hélzt telpunum lengi uppi á snakki i gærkvöldi, sagði Dan í ásökunarróm við mig, við morgunverðarborðið á mánudagsmorgun- inn. — Hvað gátuð þið talað um svona lengi? — Við héldum ráðstefnu. Telpurnar langa til að halda samkvæmi á laugardaginn. Ég veit að það er nokkuð stuttur fyrirvari, en þær héldu því fram að kunningjar þeirra væru ekki svo uppteknir um þetta leyti, svo það ætti að vera hægt að safna þeim saman. Það birti yfir Dan. — Það er ágætis huginynd. Þú treystir þér til þess, er það ekki? Ég meina að það ætti ekki að vera svo erfitt að búa til ís og þessháttar ... Ég horfði á hann með vorkunnarsvip. — Það á nú ekki að vera þessháttar samkvæmi, elskans. Það á að vera eitthvað, sem fær gest- ina til að standa á öndinni. Það á að dansa og drekka gos með vodka. — Hvað! Hann rauk upp. — En þær eru skólastelpur. — Það ætti nú ekki að saka þótt nokkur spónblöð af vodka séu sett út í nokkra lítra. Þær hafa þá á tilfinningunni að þær séu heims- manneskjur, andvarpið ég. — Þær eru auðvitað skólastúlkur, en þær eru að vaxa úr grasi. Dan kinkaði kolli. — Líklega. Við verðum að horfast í augu við það, að minnsta kosti verð ég að reýna að venja mig við þá hugsun. Hann tæmdi kaffibollann og stóð upp. — Jæja, við verðum þá að hafa allt tilbúið handa þeim, og gufa svo upp. — Við gufum ekki upp, við förum ekki lengra en fram í eldhús. Þær eru nú ekki orðnar svo gamlar. Dan sneri sér við í dyrunum. — Það verða víst ábyggilega ekki vandræði með gestina, þær eiga svo marga vini. Hann fór upp í bíl- inn, renndi svo niður rúðunni og kallaði til mín, alvarlegur í bragði. — Ég held þú ættir að segja nokkur orð við Isoldu. Þú veizt hvað ég á við, stinga því að henni að passa að Sue verði ekki útundan. Sue er greind og sniðug, en ef bera á saman útlit þeirra ... Ég veifaði til hans og flýtti mér inn, til að láta hann ekki sjá að ég væri líka hugsandi. Ég hefi oft furðað mig á því hvernig ég gat, ja, auðvitað með að- stoð Dans, eignast barn eins og eldri dóttur mína. Hún var engum lík. Hvaðan kom þetta mikla, ljósa hár, dökkblá augun og dökk augnahárin. Það varð að finna eitthvert sérstakt nafn, handa svona fallegu barni. Hún gat ekki borið nafn eins og Dolores eða Helena, sem svo yrði afbakað með einhverju hversdagslegu gælunafni. Hún var skírð Isolda. Það var fallegt nafn og ekki svo auðvelt að stytta það. Isolda breyttist ekki með árunum, hárið varð jafn ljóst, augun jafn dökk, svlítið möndlulaga og jafnvel þótt hún væri svolítið feit- lagin, þá var hún fagurlimuð, háfætt og andlitsdrættirnir fallega mótaðir. Sue fæddist tveim árum síðar. Hún var með minn brúna háralit, dökk kringlótt augu og kartöflunefið hans Dans. Ég hafði engar áhyggjur af nafngift hennar og hún var skírð Susan. Sue var háfætt eins og Isolda, en alltof horuð. Þær voru mjög ólíkar og ólíkt öðrum systrum kom þeim ljómandi vel saman. — Dan er kjáni, sagði ég við sjálfa mig, og það var eins og hann hefði fengið hugskeyti, því að rétt í því hringdi hann til mín frá skrifstofunni. — Viltu að ég kaupi boðskort í matartímanum? — Fyrir alla muni ekki, elskan, þær myndu kafna af hneykslun. Þær ætla að hringja, eins og við gerum. Dan kom heim um kvöldið með nýjustu plötu Líkkistumálaranna, sem voru uppáhaldshljómsveit unga fólksins um þessar mundir. Mér fannst þetta vera eins og jarðskjálfti á sjávarbotni með ofboðslegum electroniskum öskrum. — Þau geta hlustað á þetta, meðan þau sötra vodkablönduna, sagði Dan hlæjandi. — En hvar eru telpurnar? — í símanum. Sue velur númerinu, en Isolda krotar við nöfnin. Þær komu fjörutíu mínútum siðar, sigri hrósandi. — Það var að- eins einn, sem getur ekki komið. En við sögðum auðvitað öllum að þetta yrði partý ársins. Þær gleyptu í sig matinn og hurfu svo. Klukkan níu var ég kölluð upp í herbergi þeirra. Matreiðslubækurnar minar lágu á víð og dreif. — Eins og við vorum búnar að segja. viljum við að þetta verði allt öðru vísi en önnur boð, sagði Sue í ákveðnum róm. — Við höfum hugsað okkur .... Ég er viss um að jafnvel franskur meistarakokkur hefði krossað sig yfir þeirri furðulegu samsetningu, sem þær voru búnar að koma sér saman um. Þetta voru óteljandi tegundir af smábitum, með alls- konar áleggi, svo vandasamar samsetningar að ég hefði verið fleiri klukkutíma að útbúa hverja tegund, enda hefði ég aldrei getað látið þetta allt tolla utan um tréprjónana. — Þið verðið að muna það, sagði ég, — að strákar, sem eru að vaxa, vilja fá eitthvað haldgott að borða, eins og til dæmis litlar pylsur eða samlokur. Ég get stungið tréprjónum í pylsurnar, svo það líti betur út. Mér var hátíðlega tilkynnt að þau væru öll hætt að vaxa, en þær skyldu vel að ég gæti ekki gert neitt svona sérstakt, en það yrði þá svo að vera. Ég lofaði að gera mitt bezta. Þær fóru í rúmið, tiltölu- lega ánægðar, kysstu mig jafnvel innilega. Ég fór niður í dagstofuna, þar sem Dan sat og var að horfa á sjónvarpsþátt, þar sem glæsilega klædd húsmóðir var að undirbúa kvöldverð handa fjölda manns, á mettíma og án þess að nokkuð sæist á henni, hvorki þreytusvipur eða blettur á kjólnum. Dan andvarpaði og spurði mig hvort ég þyrfti ekki að endurnýja eldhúsið eða matreiðslukunnáttu mína. Á þriðjudagsmorgun fór ég í innkaupaferð. Ég fór til Nectar og Ambrose, en þangað fór ég aldrei, nema við sérstök tækifæri. Þetta varð til þess að ég varð að fara á Framhald á bls. 40. 39. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.