Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 46
ar, nema eitt, hver var sá seki? — Joel Weir, sagði ég við Li- am og Tessu, þegar þau voru að fara. — Ég sagði lögreglunni að Joel hefði heimsótt hana. — Það er búið að yfirheyra Joel, sagði Liam. Ég spurði ekki hvernig hann hefði frétt það. — Hann sagðist ekki hafa séð Sa- valle þetta kvöld, var alltof önn- um kafinn við að binda bátana sína. Þá datt mér í hug að enginn vissi hvar Stuart Kimberley hefði haldið sig þetta kvöld. En það gat ekki verið Stuart, hugsaði ég með hryllingi. Stuart var einhver hluti af fyrra lífi mínu, hann gat ekki framið slíkt ódæði, jafnvel þótt Savalle hefði valdið honum vonbrigðum. Ég hlýt að hafa blundað undir miðnættið, því að ég hrökk upp við að einhver gekk framhjá her- berginu mínu. Ég settist upp og fékk einhverja ónotatilfinningu. Það þýðir ekki að finna til ein- hvers, sagði ég við sjálfa mig, þú verður að sjá hvað þetta er. En ég heyrði það, — fótatak yfir höfði mér, í herbergi Savalle. Ég flýtti mér fram úr rúminu og gægðist út um dyrnar, og í skininu frá náttlampanum sá ég að dyrnar voru opnar og að lyk- illinn stóð í skránni. En það sást ekkert ljós, svo að hver sem þetta var, hlaut að hafa vasaljós. Og þetta var ekki Savalle ... það gat verið að hún væri komin til að hæðast að okkur, fyrir það að við héldum að hún næði ekki til okkar lengur .. . Ég varð að telja í mig kjark við hvert skref í áttina að. stig- anum. Mér var ískalt á höndun- um, þegar ég stökk að dyrunum, sneri lyklinum í lásnum og flýtti mér til að ná í Nicholas ... Ég veit ekki hvern ég bjóst við að finna þarna uppi... Liam eða Stuart, Alan eða Joel. Tveir þeirra höfðu heimsótt Savalle. En ég var algerlega óviðbúin, þegar Nicholas kallaði, eftir að hann var búinn að opna herberg- ið: — Frú Dariby! Hann fékk ekkert svar. — Viljið þér koma niður, eða viljið þér heldur að ég læsi yður inni og hringi til lögreglunnar. Hann kom niður stigann og stóð svo hjá mér og frú Mede, sem líka var komin á kreik. Á næsta augnabliki kom frú Danby' niður, reiðileg á svipinn, en sýni- lega skelkuð. — Ég á þessa lykla, hún gaf mér þá! sagði hún, mjög hrað- mælt. — Hve marga lykla? spurði Nicholas. — Þrjá. Einn að dyrunum í veggnum, annan að garðstofunni og svo þennan. — Hversvegna? spurði Nichol- as og þegar frú Danby svaraði ekki, sagði hann: — Til að þér gætuð haldið áfram við að færa henni brenni- vín, eftir að þér voruð farin héð- an! En yður er fullvel ljóst að þér hafið engan rétt til að ganga um þetta hús, síst af öllu um þetta leyti sólarhrings! Fáið mér lyklana! Með fyrirlitningarsvip og hreyfingum, sem minntu nokkuð á Savalle, fór hún ofan í vasa sinn og fleygði lyklunum á gólf- ið. Nicholas tók þá ekki upp. — Gjörið svo vel að hringja í lögregluna! sagði hún eggjandi. — Haldið þér að það geti bjargað yð.ur? Það breytir ekki þeirri staðreynd að hún er dáin, og það er nú nokkuð á huldu um dánar- orsökina! — Það er annað sem við verð- um að athuga nú, sagði Nicholas kuldalega. — Hvaða erindi áttuð þér þarna uppi? — Þér voruð að leita að ein- hverju, sagði frú Mede með fyr- irlitningu. — Að hverju voruð þér að leita? — Ýmsu smádóti, sem ég hafði skilið eftir. Ég þurfti að ná í það. Þetta var ekki sennilegt. Ekk- ert okkar trúði henni. Frú Dan- by hafði verið hrifin af Savalle, hafði verið henni einstaklega trú. Ég sá að Nicholas hafði mestan hug á að láta hana sleppa, en frú Mede sagði, svo ákveðin að ég varð undrandi: — Ég hringi til lögreglunnar, Nicholas. — Nei. Hann rétti úr sér. — Ég skal hringja. Hann gekk fram hjá okkur og niður stigann. Ekki veit ég hverjar spurning- ar lögreglan lagði fyrir frú Dan- by. Frú Mede lagði sig, en við Nic- holas höfðum enga löngun til að fara í rúmið eftir þennan nætur- þátt. Hann sagði: — Það væri gaman að vita hvort mér yrði veitt eftirför, ef ég færi nú út að ganga. — Segið ekki slíkt, Nicholas, sagði ég lágt. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði kallað hann þvi nafni og ég varð kafrjóð. Hann tók eftir því, bæði að ég hafði kallað hann Nicholas og að ég roðnaði. — Serena, sagði hann blíðlega, — ég vildi óska að þér hefðuð ekki dregizt inn í þetta mál. — Ég er nú samt fegin að ég skyldi vera hérna, sagði ég. Hann brosti, í fyrsta sinn síðan Savalle dó. Hann beygði sig yfir mig og kyssti mig. Þetta skeði svo skyndilega að ég áttaði mig ekki fyrr en hann rétti úr sér aft- ur. Þá fann ég þrýsting vara hans og hjartað hamaðist í brjósti mér. Mig langaði til að faðma hann að mér, en ég vissi að það var ekki tímabært... — Ég hata ekki Savalle, sagði hann rólega. — Hún eyðilagði sjálf líf sitt og nú er hún horfin. Ég kaupi annað hús, þetta hús minnir of mikið á hana. Við verð- um að finna annan stað seinna ... Hann lauk ekki við setninguna. Hafði hann hugsað „fyrir okk- ur“? Sögulok í næsta blaði. Renault 12. Enginn kaupir Renault eingöngu til þess að sýnast ....þó fallegur sé Fyrir íslenzkar Stærri hjól aSstæður Sterkara rafkerfi sérstaklega Hliðarpanna á undirvagni Öryggi 60 hestafla vél Skemmtilegir framhjóladrif aksturshæfileikar 4 girar alsamhæfðir Þægindi gólfskipting sjálfstæð fjöðrun (gormur) á hverju hjóli, tveggja hraða rúðuþurrkur fótstigin rúðusprauta ný gerð af baksýnisspegli jafnt fyrir nótt sem dag. Öskubakkar í afturhurðum o.fl. Þessi atriði hér að ofan eru 12, þau hefði verið hægt aS hafa 24, jafnvel enn fleiri. Þess gerist ekki þörf, eftir áratuga reynslu af Renault. Leitið frekari upplýsinga. KRISTINN GUÐNASON KLAPPARSTÍG 25-27, SlMI 22075 46 VIKAN 39- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.