Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 39
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN ME£) LJÓSI. yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (gri11). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha abyrgð VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 hann hjálpar mér við það. Og þegar ég þarf á huggun að halda er hann reiðubúinn. Það finnst mér mikil- vægt. Eg er heldur á móti því að við- urkenna að ég þurfi á hjálp að halda, en ég þarf það samt. Stund- um tala ég ekki við hann í heila viku — en næstu tvær vikur tala ég við hann tvisvar á dag." Starfsemi Grossman's er á marg- an hátt eins og fjölskylda. Fólk kem- ur og fer rétt eins og á gömlu ættar- setri; það er alltaf hægt að leita heim í stuttan tíma í einu, þega/ eitt- hvert millibilsástand er ríkjandi. „Allir þekkja Albert," segir John Cooke. Hann kynntist Grossman sjálfur á því tímabili sem Bob Dylan hélt sig við „Club 47" í Cambridge, og Cooke var stúdent við Harvard- háskóla. Nokkrum árum síðar var John í atvinnuleit og þá fór hann til Alberts. „Alveg sjálfsagt," sagði Grossman. „Með hvaða hljómsveit viltu ferðast?" Hann rétti John lista og það varð úr að hann skyldi ferð- ast með Janis Joplin, því John hafði lengi haft áhuga á að kynnast henni — eftir að hafa séð hana og heyrt á Monterey hátíðinni. Nú fannst hon- um hann vera reiðubúinn til að kynnast henni og lifa hennar lífi. Þegar Janis hætti að syngja með Big Brother and the Holding Com- pany, haustið 1968, var það gert meira af nauðsyn en vilja, því allir gerðu sér grein fyrir því að hún var orðin stjarna og varð að vera frjáls. Hún safnaði í kringum sig nokkrum viðurkenndum hljóðfæraleikurum, sem nú eru í „Janis-Joplin's band". Fólk slæst um miða á hljómleikana hennar, hvar sem er og hvenær sem er, og yfirleitt hefur lítinn sem eng- an tíma fyrir sjálfa sig. Hún hefur ekki hugmynd um hversu miklar tekjur hún hefur, en það skiptir áreiðanlega milljónum. Grossman afhendir henni 300 dollara á viku, en hitt er í fyrirtæki sem heitir The Janis Joplin Corporation. Oðru hvoru biður hún um að fá að sjá banka- innisæðu sína, en þegar hún sér töl- urnar eru þær of margar til að hún geti skilið þær. „Ég græði allavega meira núna heldur en þegar ég var að selja bjór í Texas," segir hún. Janis drekkur mikið. Joan Baez hefur látið svo um mælt að hún sé komin á hættulegt stig, en Janis þrætir fyrir það og segist drekka til að njóta lífsins. „í Port Arthur var aldrei timi til þess," segir hún. Svo dregur hún upp blað og blýant og párar inn í hjartað á blaðinu: „JANIS ELSKAR PORT ARTHUR ÁLÍKA MIK- IÐ OG PORT ARTHUR ELSKAR HANA (TEE-HEE)". „Þeir voru vondir við mig þar," segir hún svo. „Þeir gerðu mér allt svo ömurlegt. Og ég sem fór fram á það eitt að fólkið þar elskaði mig." Hvers vegna var allt svona ömur- legt? Hún hugsar sig um og segir svo: „Þegar ég var fjórtán ára var eg algjörlega brjóstalaus." Hreyfingar Janis á sviðinu eru oft lostafullar og hún viðurkennir að verða stundum kynferðislega æst á meðan hún syngur. „Einu sinni varð ég alveg óð," segir hún. „Um leið og ég stökk niður af sviðinu greip strákurinn, sem ég var með þá, í mig og við hlupum út í bílinn hans, Volgswagen-rúgbrauð, og gerðum það hvað eftir annað. Það var alveg stórkostlegt!" En hvað varð um elskhugann? „O, hann stakk af. Þegar maður elskar einhvern elska þeir alltaf ein- hvern annan." Hún klárar úr einu glasinu í þrem- ur sopum. Svo fer hún úr skónum og sýnir á sér hælinn, þar sem hefur verið tattóveruð rós. Það var vinur hennar, Englendingur, sem vakti hana einn morguninn með þeim orð- um að hún hefði lifað nægilega lengi án þess að hafa látið tattóvera sig. Englendingurinn stakk hana af með einhverri annarri, en húðflúrið var eftir. „Næst þegar ég kem til San Francisco ætla ég að láta tattó- vera marglita rós á brjóstið á mér. En mikið djöfull er það sárt þegar er verið að setja þetta á mann!" Janis lætur ferðasegulbandstæki sitt ganga meðan hljómleikarnir fara fram, og svo hlustar hún á sjálfa sig á eftir. Að loknum hljómleikunum í Ann Arbor fara allir á næturklúbb, því Janis þekkir munnhörpuleikar- ann þar, Jeff Karp. Á meðan Jeff leikur er grafarþögn I salnum og Janis fær tár í auaun af hrifningu. „Hann er stórkostlegur!" segir hún. Blökkumannahljómsveit stígur upp á pallin nog er þeir hafa leikið nokkur lög, birtist eigandi staðarins og biður Janis að syngja eitt lítið lag. Hún kinkar kolli og fer upp á sviðið, en þá kemur i Ijós að hljóm- sveitin þekkir lögin hennar. Hún kinkar kolli til fólksins í salnum og sezt aftur. Klukkan hálf fimm um morguninn, þegar hún stendur upp til að fara, birtist hvíti eigandinn aftur og segir: „Það var okkur mikil ánægja að hafa þig hér i kvöld, Janis, komdu aftur við tækifæri." „Haltu kjafti!" svarar hún. „Mér fannst þetta heimskulegt af þér. Þú vissir fullvel að þessir strákar kunna ekki lögin mín, en það eina sem þú vildir var að ég kæmi þarna upp svo þú gætir spilað sjálfan þig stóran kall. Smáborgarar eins og þú geta farið til helvítis!" Reiðin rennur fljótt af henni ( bílnum, og hún fer að brosa. Hún er hamingjusöm og kát yfir því að geta hlustað á hljómleikana af segul- bandstækinu. „Hey, hlustaðu á þetta, maður!" segir hún við Jeff, sem er samferða. „Ég fór flatt á þessum tóni þarna. Hlustaðu!" Jeff hlustar en hann hefur meiri áhuga á að segja frá hvernig hann komst til Detroit daginn áður með aðeins örfá sent í vasanum. „Ein- hvern daginn verð ég uppgötvaður", segir hann, hálfvegis í gríni og hálf- vegis í alvöru. „Ég er tilbúinn núna!" Hann er tvftugur. Janis spólar til baka á tækinu og 39. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.