Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 3
39. tölublaö - 24. september 1970 - 32. árgangur I ÞESSARI VIKU Parapsychology nefnist á ensku ein grein sálfræðivísinda, sem lítt er þekkt hérlendis, þótt hún fjalli einmitt um efni, sem kváðu íslendingum hugleikin flestum fremur. Það er að segja svokölluð dulræn fyrirbrigði. I þessari Viku verður viðtal við Erlend Haraldsson, sálfræðing, um vísindi þessi. Froskmennska er ein af vinsælustu íþróttum nútimafólks, og á dögunum brugðu blaðamaður og Ijósmyndari frá Vikunni sér austur að Þingvöllum og köfuðu í Flosagjá. I þessari Viku koma myndir ásamt frásögn af þvi afreki. « Hippunum er oft og mikið hallmælt og ekki alltaf af miklum skilningi eða sanngirni, en víst er hitt að með fáu fólki er fylgst af meiri forvitni þetta árið. Evrópskir hippar héldu fyrir skömmu festíval við Rotterdam í Hollandi og birtast myndir og frásögn af því i þessu blaði. Um þessar mundir er að koma út á ensku ævisaga Faruks, síðasta einvalds Egypta. Þar er sagt frá lifi hans allt frá barnæsku og er frásögnin sannarlega forvitni- leg. Síðast er greint frá þeirri hugmynd Faruks að stjórna sjálfur herjunum í stríðinu við ísrael 1948. Þar með fékk hann Nasser það vopn i hendur, sem hann þurfti til að velta síðasta faraóinum úr há- sætinu. Vikan birtir úrdrátt úr þessari nýju bók og kemur fyrsti hlutinn i næsta blaði. I næstu viku hefst ný og spennandi framhaldssaga, sem nefnist Oskilabarnið og er eftir Lena Louis. Þar segir frá nokkrum . leigjendum í gamla húsinu á Östermalm. Hver um sig bjó yfir leyndar- máli, sem enginn vissi um, þar til dag nokkurn að óskilabarn fannst í stigaganginum. Frásagnir af landafundum og ferðum sæfara til forna hafa löngum þótt eftirsóknar- vert lesefni. í næstu viku birtist meðal annars efni af því tagi. Loftur Guð- mundsson rithöfundur hefur tekið saman söguna um Ferdinand Magellan og ævintýraferðir hans. í NÆSTU VIKU FORSÍÐAN Forsíðan er frá lepðangri Vikunnar, þegar kafað var ofan í Flosagjá og nánar er sagt frá inni í blaðinu. (Ljósm. Egill Sigurðsson). í FULLRI ALVÖRU VÍTAHRINGURINN Vitahringurinn — þáttur i umsjón Olafs Ragn- ars Grimssonar um hið eilífa kapphlaup kaup- gjalds og verðlags — er liklega athyglisverðasta innlenda efnið, sem sjónvarpið hefur boðið upp á, siðan það kom úr sumarleyfi sinu. Þátturinn fór strax fjörlega af stað og gaf góðar vonir, þegar fólk á förnum vegi sagði frá viðbrögðum sinum við dýrtiðinni. Mátti þar kenna ýmsa mekt- armenn, svo sem Agnar Bogason, Harald A. Sig- ursson og fleiri. Síðan hófst umræða i sjónvarps- sal, og voru þátttakendur sex karlar og tvær konur, sitt úr hverri áttinni. Ekki verður sagt, að samræðurnar hafi verið hógværar og málefnalegar, heldur var þvi likast sem maður væri staddur í kaffitima á einhverjum vinnustað og fengi að hlusta á rifrildi fólks úr öllum flokkum. Þátturinn var með öðrum orðum þverskurður af viðhorfi fólks til þessa mesta og erfiðasta vandamáls þjóðfélagsins nú á dögum. Allir voru óánægðir, kaupmaðurinn ekki síður en fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar. Þátturinn um vítahringinn var sannarlega tíma- bær. Hann var fluttur örfáum dögum eftir að stórfelld hækkun á landbúnaðarvörum gekk i gildi. Nú í ár þarf verkamaður að vinna fleiri stundir til að sjá heimili sinu fyrir mjólk og kjöti en hann þurfti fyrir fimm árum. Haustið 1964 kostaði mjólkurlítrinn 6.40 kr. og var þá tíma- kaup samkvæmt 2. taxta Dagsbrúnar 34.34 kr. Nú í haust kostar mjólkurlítrinn 18.00 kr., en timakaup Dagsbrúnarverkamanns er 79.60 kr. Annað stjórnarblaðið gerði ofangreinda hækk- un að umræðuefni um daginn og kenndi stefn- unni i landbúnaðarmálum um. Lokaorð blaðsins voru á þessa leið: „Hvar á þetta allt svo að enda? Er hægt að una þessu öllu lengur?" Niðurstaðan, sem almenningur dró af sjónvarpsþættinum var mjög i anda þessara spurninga, nema hvað þar var ekki aðeins átt við hækkun landbúnaðarvara, heldur verðbólguna í heild. í þann mund sem þessar linur eru hripaðar niður berast þær fregnir, að húsmæður á Eskifirði hafi haldið með sér fund til að mótmæla hækkun landbúnaðarafurða. Þær skoruðu jafnframt á hús- mæður um land allt að gera slikt hið sama. Við- brögð húsmæðranna á Eskifirði eru Ijós vottur þess, að almenningur uni þessu ekki öllu lengur. G.Gr. VirVHPi Útgefandl: HUmlr hf. Ritstjórl: Gylfi Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitstelkning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigriOur Ól- afsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgrelOsla og dreifing: Skiphoiti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Ver6 i lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverO er 475 kr. fyrir 13 tölublöö ársfjóröungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöö misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 39. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.