Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 13
RÆTT VIÐ ERLEND HARALDSSON, SÁLFRÆÐING, UM VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR A DULRÆNUM FYRIRBÆRUM ið fyrir tilraunum á dulrænum fyrirbærum. Hann hefur lengi starfað við Duke-háskóla í Dur- ham í Norður-Karólínu, Banda- ríkjunum. •—- Hvernig komst þú í kynni við prófessor þennan? •— Satt að segja hafði ég upp- haflega samband við hann vegna Drauma-Jóa, sem var á sínum tíma frægur maður hérlendis. Hann var uppi um aldamótin síðustu að mig minnir og var af- ar sérstæður maður. Hann hafði þann hæfileika að geta fundið hina og þessa týnda muni í svefni; þegar menn höfðu týnt einhverju, þegar þá vantaði kihdur eða annað, þá fóru þeir til Drauma-Jóa og báðu hann hafa upp á þessu fyrir sig. Sjálf- um mun honum hafa fundizt, meðan hann „svaf“, að hann skryppi út og leitaði, og oftast fann hann það sem hann leitaði að. Reynsla Drauma-Jóa er gott dæmi um vitneskju, sem fengin er ón milligöngu skynfæranna. Rhine veitir forstöðu stórri stofnun, sem hefur með höndum tilraunir á slíkum fyrirbærum. Prófessorinn bauð mér að koma til sín og vera hjá sér í nokkra mánuði, en þegar til kom varð dvalartíminn heilt ár. — Eru Bandaríkjamenn mjög framarlega í þessari vísinda- grein? — Hún er meira stunduð þar vestra en nokkurs staðar annars staðar. í þessu sambandi má minnast á aðra stofnun í Dur- ham, sem fjallar einnig um dul- ræn fyrirbæri. Stofnun þessi heitir The Psychical Research Foundation. Sá sem fyrir henni stendur heitir William Roll og var hér á landi fyrir einum fimm -sex árum. Aðalviðfangsefni þeirrar stofnunar er það sem á ensku er kallað Survival Res- earch, eða athuganir á þvi hvort um framhaldslíf geti verið að ræða. Stofnunin hefur í sam- ræmi við það einkum unnið að rannsóknum á miðilsstarfsemi og reimleikum. Mun stofnunin sú fremsta á sínu sviði að ef til vill frátalinni stofnun Benders við háskólann í Freiburg. — Hvað er rétt að kalla para- sychology á íslenzku? — Raunar eigum við ekkert gott orð yfir þá fræðigrein, hún hefur verið kölluð dulsálar- fræði, sem er naumast nógu vel heppnað heiti. — Hver eru helztu viðfangs- efni þessarar greinar sálfræði, í fáum orðum ságt? - Ekki eru menn fyllilega sammála um öll atriði í því sam- bandi. Það sem allir viðurkenna að heyri til parasálfræði er at- hugun á tvennu: í fyrsta lagi þvi sem kallað er extra-sensory per- ception, eða skynjun, sem fer fram utan eða án hinna þekktu skynfæra mannsins. Hér má nefna fjarhrif, hugsanaflutning, hlutskyggni og forvizku. Hitt er hið svokallaða psychokinesis, og þar er um að ræða athugan- ir á hreyfingum hluta, sem virð- ast eiga sér stað án þess að vit- anlegt sé að nokkrir efnislegir kraftar séu valdir að. Undir þetta myndu reimleikar til dæm- is falla. — En á hvaða atriðum leikur þá vafi? — Það eru aðrir, heldur rót- tækari menn, sem líta á para- sálfræðina sem talsvert meira en rannsóknir á þessum tveim tegundum fyrirbæra. Til dæmis kemur fyrir að fólk. sérstaklega ung börn, telur sig muna eitt- hvað frá fyrri jarðvistum. Para- sálfræðingar hafa nokkuð sinnt slíkum fyrirbærum, en þær rannsóknir eru mjög á byrjun- arstigi og enn ekki vitað hvort hér er um raunverulegar minn- ingar að ræða. Þá má nefna fyrirbæri af því tagi, er menn þykjast geta brugðið sér úr lík- amanum og jafnvel ferðazt lang- ar leiðir frá honum. Drauma- Jói er eitt dæmið um þess hátt- ar. Hér má líka segja að enn sé við það glímt að vita hvort slík fyrirbæri eigi sér raunverulega stað. Einnig eru gerðar athugan- ir á þjóðtrú, trú á hulduverur og slíkt. En allt er þetta á mörk- um þess að teljast til parasál- fræðinnar, og því er miklu minna sinnt en hugsanaflutn- ingi, fjarhrifum og þvílíku. Annars er parasálfræðin strangvísindaleg fræðigrein, byggist nær algerlega á tilrauna- starfi. Meiri kröfuharka ríkir innan þessarar fræðigreinar en flestra annarra, þannig að við tilraunir í henni er krafizt miklu sterkari tölfræðilegra sannana en algengt er. — Hvernig varð þessi sál- fræðigrein til? — Hún spratt upp úr sálar- rannsóknafélögunum, er stofnuð voru seint á öldinni sem leið. Þeirra helzt var brezka sálar- rannsóknafélagið, sem meðal annars var stofnað í þeim til- gangi að athuga hvað raunveru- legt væri í starfsemi miðla, sem töldu sig hafa samband við fram- liðnar verur, og jafnframt hugs- anaflutning og fjarhrif, reim- leika, hreyfingu á hlutum og annað álika. Á síðustu áratug- um hefur mjög dregið úr athug- unum og rannsóknum í sam- bandi við miðla. Sumpart er það vegna þess, að nú fyrirfinnast ekki eins góðir miðlar og uppi voru fyrr á öldinni. Svo hefur viðfangsefnið í æ vaxandi mæli orðið þessi yfirskilvitlega skvni- un. Það kom í ljós þegar á blómadögum brezka sálarrann- sóknafélagsins að hugsanaflutn- ingur eða fjarhrif gætu átt sér stað án miðilsstarfsemi, sem sagt hiá mönnum, sem ekki töldu sig miðla eða hafa vitneskju sína frá framliðnum verum. Þá þeg- ar kom upp sú spurning, hvort miðlar öfluðu sér ekki óvitandi þekkingar á sama hátt, sem sagt að hér væri ekki um samband við framliðið fólk að ræða, held- ur væri miðillinn í ríkum mæli búinn hæfileikum til fjarskynj- unar. Þessi spurning hefur ekki verið leyst þannig að allir vilji við una. Hins vegar efast eng- inn, sem kynnt hefur sér þær tilraunir, er gerðar hafa verið undanfarna áratugi með hugs- anaflutning og fjarhrif, um raun- veruleika fyrirbæra af því tagi. Flestar hafa þær tilraunir verið gerðar með fólki sem ekki er miðlar. Starfaðir þú eitthvað að reimleikarannsóknum meðan þú varst hjá prófessor Rhine? - Rhine hefur sjólfur ekki sinnt reimleikarannsóknum mik- ið, hefur ekki talið þær svara kostnaði. Reynslan er sem sé sú, að þótt það hafi sannazt eða sterkar líkur bent til þess að um reimleika hafi raunverulega ver- ið að ræða, þá hefur illa gengið að finna nokkrar frekari skýr- ingar á þeim. Þó sendi hann mig og annan mann einu sinni til að rannsaka reimleika í hafnar- bænum Norfolk. Slæðingur þessi var í stóru verzlunarhúsi fyrir- tækis, sem seldi rafmagnsvörur. Þarna var hátt til lofts eins og í pakkhúsi, enda var mestur hluti hi'issins vörugeymsla, en auk þess í því skrifstofur og verzlun. Fyrir einum tveimur-þremur árum fór að bera á því, að bú- ið var að gera ýmsan skurk í húsi þessu á morgnana, þegar fólkið mætti til vinnu. Skjölum og bréfum hafði verið rótað til, stólum snúið við og fleira fært úr lagi. Á svipuðum tíma tók að bera á því að tveir menn, sem þarna unnu og voru helztu ráða- menn fyrirtækisins, fóru að verða fyrir sérkennilegri ásókn. Þeir urðu fyrir vatnsgusum, sem komu yfir þá eins og þrumur úr heiðskíru lofti, enginn sá auð- vitað hvaðan, og það einkenni- lega var að aldrei urðu aðrir fvr- ir þessum gusum en þessir tveir menn. Þetta gerðist oft í votta viðurvist. Annar þeirra fékk oft ærlegt bað á þennan hátt. því að engu var líkara en steypt væri yfir hann úr fullri fötu hverju sinni. Þetta kom fyrir hann um langt skeið einu sinni í mánuði að minnsta kosti, og varð hann hveriu sinni að fara heim og skipta um föt, því að ekki var á bonum þurr þráður eftir gusuna. Hinn karlinn fékk á sig skvett- ur mun oftar, en alltaf minna magn hverju sinni. Líka kom oft fyrir að hurðum var skellt hvað eftir ennað í húsinu. þegar eng- inn virtist nálægur. Fékkst einhver botn í þetta? — Nei. ekki var það. En bað einkennilega við þessa reimleika var, að þarna var um aldraða menn að ræða. Mennirnir, sem fyrir gusunum urðu, voru báðir komnir yfir sjötugt. En eitt af því fáa, sem hafzt hefur upp úr rannsóknum á reimleikum, er sú staðreynd að þeir eru yfirleitt tengdir unglingum, og oftast unglingum á gelgjuskeiði. Þar er að jafnaði um að ræða ungl- inga, sem eiga við mikla sálræna erfiðleika að etja, búa við bælda reiði eða langanir, sem ekki fá útrás. -—■ Voru engar tilgátur uppi meðal starfsfólksins um slæðing- inn? — Annar gömlu mannanna hélt nú bara hreint og beint að þetta væri draugagangur, en hinn var ekki enn farinn að trúa því að þetta væru draugar, ekki einu sinni reimleikar, þótt hann að vísu sæi enga eðlilega skýr- ingu á fyrirbærinu. Það var sá sem fékk stærri gusurnar. Þakið hafði margsinnis verið þraut- kannað, ef þetta skyldi stafa af svona miklum leka, en til einsk- is, enda komu gusurnar jafnt þegar heiður himinn var og glaða sólskin. — Hvað er að frétta af reim- leikarannsóknum utan Banda- ríkjanna? — Gagngerðustu reimleika- rannsóknir undanfarinna ára hafa verið gerðar í Þýzkalandi. Við getum til dæmis minnzt á fyrirbæri, sem gerðist í Rosen- heim nálægt Múnchen og mikið var ritað um í þýzkum blöðum. Það var afar vel rannsakað og vel með því fylgzt. Bæði voru þar að verki parasálfræðingar, það er að segja starfsmenn pró- fessors Benders, sem er yfirmað- ur parasálfræðis.tofnunarinnar í háskólanum í Freiburg, og raf- magnsverkfræðingar. Það var sökum þess, að eitt af helztu einkennum þessa slæðings var að síma- og rafmagnsreikningar hækkuðu geysilega. Húsnæðið, sem hér var um að ræða, var annars skrifstofa lögfræðings. Þá voru settir sjálfritandi mælar í húsið, til að mæla strauminn og spennuna. Kom í ljós að spenn- an hækkaði stundum gífurlega. Hún er eðlilega kringum tvö hundruð og tuttugu volt, en nú kom stundum fyrir að hún fór upp í allt að fjögur hundruð voltum. Þetta ætti ekki að geta átt sér stað. Á þessu gátu rafverkfræðingarnir enga skýr- ingu gefið. En undir lokin held ég að helzt hafi verið álitið að í rauninni hafi spennan ekki hækkað svona mikið, heldur hafi þessir sjálfvirku ritar hreyfzt fyrir einhvern mekanískan kraft, óþekktan. Svo kom fyrir að stór skjalaskápur, sem tvo eða fleiri menn þurfti til að færa, hreyfð- ist fyrir einhverjum ósýnilegum krafti langt fram á gólf. Þá Framhald á bls. 48 39. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.