Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 37
norski hvíldarstóllinn. — Framleiddur á íslandi með einkaleyfi. — Þægilegur hvildar- og sjónvarpsstóll. — Mjög hentugur til tækifæris- gjafa. — Spyrjið um VIPP stól í næstu húsgagnaverzlun. — Umboðsmenn mn allt land. VIPP STÖLL Á HVERT HEIMILI. FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐRREKKU 63 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690 Þrái fólk sem hugsar.. Framhald af bls. 16. Hún syngur eins og hún viti hvað hún er að tala um, eins og að hún meini það. Fólkið gefur henn á móti virðingu og þakklæti sem ekki er hægt að kalla nema ást. Janis fæddist í borginni Port Art- hur í Texas, þar sem búa um 67.000 manns. Faðir hennar er verkfræðing- ur hjá Texaco, og hún minnist hans sem „þessi sterka og rólega Texas- týpa," yfirleitt yfirlætislaus og fá- skiptur, en þó þannig að honum var veitt athygli þegar hann reiddist. Það kom ekki oft fyrir. Móðir henn- ar vinnur við spjaldskrárritun í verzl- unarskóla staðarins, og virðist sam- band þeirra mæðgna mjög venju legt. Til dæmis má nefna það að daginn eftir hljómleikana í Ann Ar- bor kom Janis fram í þætti Ed Sulli- van, og áður hringdi hún í móðui sína. „Mamma, mamma, hvað held- urðu að ég fái fyrir bara þetta eina lag . . .?" hrópaði hún. Þegar móðir hennar hafði heyrt upphæðina (væntanlega svimandi háa), svaraði hún: „Þú átt þetta fyllilega skilið, elskan." Janis á yngri systur sem er „venjuleg skólastelpa", og yngri bróðir sem líkist elztu systur sinni mjög. Það var i Port Arthur að Janis fór að missa „eitthvað" og hætti að verða viss um hvað hún vildi. Hún hætti að fara í kirkju á sunnudögum, horfa til himins og syngja sópran í kórnum. Hún gerðist beatnik og síðar hippi, sá eini í borginni „Það var vont við mig, fólkið í Port Arthur," segir hún nú. „Þetta voru tómir þverhausar, maður. Þau hentu í mig grjóti og kölluðu mig úrhrak. En það eina sem ég vildi í raun og veru var persónulegt frelsi og kynni við annað fólk sem hugsaði á svip- aðan hátt og ég." í kjölfarið reyndi hún nokkrum sinnum að breyta til borgaralegra lífshátta, en það gekk illa. Hún fór í háskóla — raunar þrjá. Svo fór hún til New York og bjó þar í nokkra mánuði, og síðar til San Francisco. Hún ferðaðist á milli á puttanum, lifði á atvinnuleysisstyrk öðru hvoru en vann þess á milli. Hún var geng- ilbeina í Texas, og var góð, eftir því sem hún segir sjálf, þar til henni fór að leiðast (hún verður fljótt leið). Það var í Texas sem hún heyrði plötu með Huddie Ledbetter (Leadbelly) og hreifst svo af söngnum að hún fór strax að æfa sig og reyndi að syngja eins og Leadbelly. Fljótlega fékk hún tækifæri. „Ég hef alltaf sungið, en áður var það þarna uppí skýjun- um," segir hún og gefur frá sér hljóð sem hver sópransöngkona hefði mátt vera hreykin af. „En svo var það eitt kvöldið, að ég sat með nokkrum kunningium, og þá fór ég að stæla Leadbelly. Allir voru undrandi. Þau vissu ekki að ég gæti sunqið eða að ég hefði söngrödd yfirleitt, og það vissi ég ekki heldur." I fyrsta skipti sem hún kom fram opinberlega (í Texas) fékk hún tvo bjóra í kaup. Og hún hélt áfram að syngja í nokkur ár — yfirleitt svo til kauplaust. Hún söng svokallaða „Country & Western"-músík á bjór- krá í úthverfi Austin. Eigandi þeirr- ar krár var náungi að nafni Threadgill, og hafði sá keypt gamla bensínstöð og breytt henni í bjórkrá. í San Francisco söng hún eitt og eitt kvöld á stað sem vantaði söngkonu öðru hvoru; sú sem var fastráðin var vændiskona í leiðinni og tafðist stundum við tóm- stundastarfið. En árið 1965 var hún búin að fá nóg af því að flakka um, og fór heim til Port Arthur til að gerast „venjulega borgaralega and- styggileg". I heilt ár klæddist hún venjulegum og óaðfinnanlegum föt- um, sótti Lamar State tækniháskól- ann og bjó sig undir það, með góð- um árangri, að verða kennari, en það var æðsti draumur foreldra hennar. En henni var ekki ætlað að verða kennari. Þegar Chet Helms, músíkant sem hún hafði kynnst á bensínstöðinni/bjórkránni í Austin, sagði henni að Big Brother and the Holding Co. væru í leit að söngkonu, flaug hún rakleiðis til San Francisco. Hún hefur aldrei litið til baka. Janis Joplin byrjaði að syngja með hljómsveitinni um leið og „allt" byrjaði í Haight-Ashbury: blóma- börnin og hipparnir raunverulegu, blíðlyndu hash- marijuana- og LSD- neytendurnir, psychedelíska tónlist- in og slagorðið AST! Janis Joplin ásamt Big Brother & The Holding Company voru með á nótunum og áður en langt um leið var hljómsveit- in orðin fastráðin til að leika í gamla Avalonsalnum, þar sem fyrstu hippa- dansleikirnir voru haldnir. Þeir sem heyrði í hljómsveitinni í þá daga, þegar þau voru að reyna nýja hluti og algjörlega fersk, segja það hafa verið lífsreynslu út af fyrir sig. A kvöldi fengu þau 200 dollara, sem skiptist síðan í 5 jafna hluti. Ari síðar, á Monterey Jazz hátíðinni, þar sem Janis söng Ball & Chain á mjög svo eftirminnilegan hátt, stálu þau senunni. Stuttu síðar gerðist Albert Grossman umboðsmaður þeirra, en hann hefur meðal annars verið Bob Dylan mjög innan handar á ferli hans. Grossman kemur fram í Dylan- myndinni, Don't Look Back; grá- hærði og feiti maðurinn, sem kemur þannig fram við skrifstofumann á ensku hóteli, að blóðið í manni stirðnar. I dag er hann ekki ýkja feitur, en gráa hárið er orðið marg- falt síðara — bundið í tagl í hnakk- anum. Ef hann væri ekki klæddur á nútímavísu, liti hann út nákvæm- lega eins og George Washington. í augum blaðamanna er hann jafn dularfullur og Greta Garbo, en í augum annarra er hann föðurímynd eins og Washington. „Hann stjórnar mér ekki," segir Janis. „Hann veit einfaldlega hvað ég vil gera og hvert ég vil fara, og 39. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.