Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 3
27. tölublað - 8. júlí 1971 33. árgangur Ævisaga Marilyn Monroe „Monroe-look“ er nýjasta nýtt í heimi tízkunnar. í tilefni af því birtir VIKAN ævisögu hinnar dáðu leikkonu, Marilyn Monroe. Minningin um hana gleym- ist ekki, þótt mörg ár séu liðin, síðan hún lézt. Ævi- sagan er í þremur hlutum og sá fyrsti birtist á blaðsíðu 10. Ruth Blau var sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn með aðstoð elskhuga, sem var kunnur myndhöggvari. Mál hennar var eitt um- talaðasta sakamál eftir- stríðsáranna. Ruth sat í fangelsi í meira en tvo áratugi, en hefur nú verið náðuð til að deyja, þar sem hún er með ólæknandi krabbamein. Frásögnin um hana er á blaðsíðu 18. Hann trúir á sálnaflakk Denis Lindbohm heitir sænskur ljósmyndafræð- ingur. Hann trúir á sálna- flakk og telur sig geta sannað fyrir sitt leyti, að Jiað sé «1. Hann veit hver hann var í fyrra lífinu. Greinin um Lindbohm er á blaðsíðu 16. KÆRI LESANDI! Það er mikið um að vera á Sauðárkróki um þessar mundir. Um síðustu helgi voru þar um- fangsmikil hátíðahöld í tilefni af hundrað áira byggðasögu kaup- staðarins og standa þau raunar alla þessa viku. Um næstu helgi verður svo haldið þar landsmót Ungmennafclags Islands. Á þessu sumri eru sem sagt lið- in hundrað ár, síðan Árni klén- smiður Árnason settist fyrstur manna að á Sauðárkróki en hann fluliist frá Grafarósi til Sauðár- króks. Sauðkrækingar liafa sýnt fortíð sinni verðugan sóma. Þeir hafa fengið Kristmund Bjarna- son. fræðimann frá Sjávarborg. til að skrifa ítarlega sögu staðar- ins og er fyrsta bindi hennar komið út og tvö önnur væntanleg áður en langt um líður. Fyrsta bindið af „Sögu Sauðárkróks“ er í senn fróðleg og skemmtileg lesning og ómetanlegt heimildar- rit fyrir komandi kynslóðir. Les- endur Vikunnar fá nokkurn for- smekk af þessu verki, þar sem efni það, er við birtum vegna af- mælisins, er að mestum hluta brot úr sögu Kristmundar. Sögur einstakra staða eða byggðarlaga á landinu eru alltaf að koma út öðru hverju, þótt lítið fari fyrir þeim í bókakauptiðinni fyrir hver jól. Hér er þó um mik- ilsverða starfsemi að ræða, sem áreiðanlega verður metin síðar. EFNISYFIRLIT GREINAR M*. Þau fundu vopn gegn krabbameininu — fjórði og síðasti hluti greinaflokksins „í þjónustu lífsins" 6 Marilyn Monroe — hver var hún í raun og veru? Fyrsta grein af þremur 10 Hann trúir á sálnaflakk 16 Náðuð til að deyja 18 Litil brot frá liðinni tíð, efni í tilefni af 100 ára afmæli Sauðárkróks 24 SÖGUR Golgata? íslenzk smásaga eftir Sigurð M. Brynjólfsson, myndskreyting: Sigurþór Jak- obsson 12 I brúðkaupsferð með dauðanum, framhalds- saga 8 Ugla sat á kvisti, framhaldssaga 20 ÝMISLEGT Kalt og gott. Eldhús Vikunnar i umsjá Drafn- ar H. Farestveit, húsmæðrakennara 28 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 14 Simplicity-snið 23 Stjörnuspá 34 Krossgáta 34 Myndasögur 35, 38, 42 1 næstu viku 50 FORSÍÐAN_______________________ í tilefni af aldarafmæli Sauðárkróks birtum við málverk af staðnum eftir Sigurð Sigurðsson, list- málara. Málverkið er í eigu Listasafns Alþýðu- sambands Islands, sem góðfúslega veitti leyfi til að birta myndina. VIKAN lítgefandl: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigriOur Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti S3. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyriríram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 27. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.