Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 11
MARILYN MBNROE inEiiumi IMINIEII? Ný tízka gengur nú eins og eldur í sinu yfir Ameríku og Evrópu. Það er hið nýja „Monroe-look“; nú eiga allar að líkjast konunni sem Time kallaði »gyðju síns tíma“, Marilyn Monroe. Ef til vill verður þessi tízka ekki Ianglíf, en minningin um Marilyn Monroe verður það og þetta varð til þess að við grófum upp ævisögu hennar og birtum í þessu blaði, og tveimur næstu, kafla úr henni. Þessir kaflar greina frá bernsku Marilyn, fyrsta hjónabandi hennar, þegar hún var aðeins 15 ára gömul, og baráttuna fyrir að verða leikkona. Og þegar Gladys var flutt á héraðssj úkrahúsiS I Los Ange- les, hafði hún geysilegar áhyggjur af framtíðinni. Mort- enson hafði látizt í bílslysi rétt áður en hún skyldi verða létt- ari, en klukkan hálf tiu að morgni hins 1. júni árið 1926, fæddi Gladys Monroe Baker dóttur sem þegar hlaut nafnið Norma Jeane Mortenson. Á fæðingarvottorðið var skráð, að Mortenson væri fæddur í Kali- forníu en ekki Noregi; hann var ságður 29 ára. Norma Jeane Mortenson var fædd inn I heim fátæktar. Enda þótt móðir hennar hefði at- vinnu, átti hún ekki eitt ein- asta sent umfram það sem fór i daglegar nauðsynjar. Ef það hefði ekki verið fyrir vinnufé- laga hennar sem efndu til sam- skota fyrir kostnaðinum i sam- bandi við barnsburðinn, hefði Gladys ekki getað komizt af upp á eigin spýtur. Gladys var vel liðin af vinnu- félögum sinum. Hún var ljós- hærð og fönguleg, frekar lág- vaxin með frítt andlit og gull- falleg, græn augu. Þegar hún hætti að vinna vegna þess sem hún bar undir belti, vissu sam- verkamenn hennar, að hún átti litla eða enga peninga, og þess vegna efndu þeir til samskot- anna. Eftir að Norma Jeane fædd- ist, gekk illa hjá Gladys. Hún reyndi að bjarga sér allt hvað hún gat og byrjaði að vinna á nýjan leik. En hver mánuður virtist sem heil eilífð. Það var erfitt að ala upp litla stúlku, föðurlausa stiilku, og þar kom að þunglyndi Gladys tók að á- gerast. Það endaði með því, að hún var lögð inn á geðveikra- hælið, þar sem hún dvaldi það sem eftir var ævinnar. Hver átti nú að sjá um Normu Jeane? Sem betur fer var Grace McKee til staðar og hún tók Normu að sér til að byrja með. „Hún bauðst jafnvel til að ættleiða mig,“ rifjaði Marilyn upp síðar. En það var án árangurs, þrátt fyrir þá vissu að Grace gæti alið stúlk- una upp sómasamlega og ein- lægnina sem var á bak við áform Grace. Það var aðeins eitt atriði: Grace McKee.var ógift. Og það var ástæðan fyrir því, að litla, munaðarlausa stúlkan var tekin í umsjá ríkisins, rétt eins og hún væri dauður hlut- ur, og komið fyrir hjá JEóstur- foreldrum I úthverfi Los Ange- les. Fjölskyldan var mjög trúuð og fór með Marilyn til kirkju þrisvar á hverjum sunnudegi, á hverju miðvikudagskvöldi og á hverju kvöldi bænadagana. Hjá þessari fjölskyldu var hún þar til hún var 6 ára göm- ul, og hún gleymdi aldrei þeirri ástríðu sinni að langa I bíó. Oft spurði hún fósturfor- eldra sína: „Má ég fara í bíó með hinum krökkunum?“ Og svarið var alltaf það sama: „Hvað ef heimurinn fær- ist, rétt á meðan þú sætir í bíó? Veiztu hvað myndi verða um þig? Þú myndir brenna, rétt eins og hitt vonda fólkið.“ Síðar rifjaði Marilyn upp aðra sögu: „Einu sinni hafði ég verið að leika mér í búðarleik við stúlku sem átti heima hin- um megin við götuna. Við tók- um gulrætur úr búrinu hjá mömmu hennar til að nota fyr- ir peninga — og við vorum báðar vitlausar í hráar gulræt- ur. Það sama kvöld var farið með mig á bænasamkomu. Prédik- arinn talaði lengi um böl fjár- hættuspils og þá varð mér skyndilega ljóst, að ég var fjár- hættuspilari. Ég hafði spilað með gulrætur! Ég varð að gera eitthvað i málinu og það mjög snarlega ef ég ætlaði ekki að brenna í víti, og þegar hann kallaði á syndarana til að koma Framhald á bls. 37. 27.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.