Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 43
„Heimurinn er fullur af ó- vættum.“ „Hvaða óvætti? Hvað meinar þú eiginlega, drengur?“ „Þú hefir séð okkur ömmu og fleiri eins og okkur. Það hljóta að vera óvættir, sem ráða því, að sum börn verða að lifa svona og verða betlarar og ræflar.“ Ferðamaðurinn horfði þung- búnum undrunaraugum á drenginn. Hvað var það, sem kom þessum unga villimanni til að hugsa á þennan hátt. „Kantu að lesa?“ „Nei.“ „Kann amma þín að lesa?“ „Nei.“ ,;En leikbræður þínir?“ „Drengir, sem kunna að lesa leika sér ekki við mig.“ „Hver hefur þá sagt þér frá óvættinum?“ Hann þagði stundarkorn og horfði á st. Georg, svo sagði hann: „Ég veit það ekki. Kannski amma, en þó held ég ekki. Hún segir mér aldrei neitt svona. Ég held helzt, að ég hafi alltaf vit- að þetta, eða þá að mér datt bað í hug núna. En það er samt áreiðanlega satt, þér er óhætt að trúa því.“ ..Skrökvar þú aldrei?“ ..Ég skrökva aldrei nema þeg- ar ég má til.“ ..Þarftu þess stundum?“ ...Tá.“ ..Hvenær helzt?“ . Ég þarf þess oft. Helzt þó á veturna þegar kalt er og amma lasin og langt er síðan við höfum borðað.“ „Stelurðu aldrei?“ Hann leit snöggt upp, og í augnaráðinu var tortryggni og reiði. ..TTss! TTss! Ekki reiðast. Ég segi ekki frá — útlendingur — bara forvitinn." Aftur horfði hann niðurfyrir sig og sagði lágri röddu: „Allir drengir eins og ég stela. Við stelum allir. Annars værum við ekki til.“ ..Er gaman að stela?“ ..Nei.“ „Aldrei neitt spennandi?“ ..Nei, en það er hættulegt. T líttu á örið á enninu á mér. ■Tárnsmiður rak rörbút í mig, ég reyndi að stela frá honum. Ég var ekki nógu var- ,,_ár — amma . . .“ TTann þagnaði skyndilega, og •’nfTlitið myrkvaðist í vanmátt- ”"ri tilfinningabendu gráts og grimdar. Ferðamanninum varð hverft ”’ð. eins og hann sæi nú fyrst Vi^orsu heimskuleg og þarflaus t°":í yfirheyrsla var. „Svona drengur minn,“ sagði hann sneipulega. „Við skulum sleppa þessu og koma út í sól- skinið. Þú átt sjálfsagt eftir að sýna mér margt ennþá.“ Þeir gengu út úr kirkju hins heilaga Georgs. Hádegissólin skar í augun og hálfblindaði þá eftir kirkjurökkrið. Þeir fáu, sem á ferli vorji þræddu forsæluna eftir föng- um, en þessi fámenni könnun- arleiðangur lét hitann ekki á sig fá. Síðasti kofinn í útjaðri bæjarins var næstum falinn milli trjánna. Þetta er lítill leir- kofi, sem stendur í illa hirtri garðholu og limgerði umhverf- is. Við rætur óræktarlegs pálma lá fótalaus maður og lék sér að tveimur hvolpum. Göngumennirnir stefndu á hæð fyrir utan bæinn þar, sem gamalt kastalavirki reis gneipt og þunglamalegt með turnum og skotaugum. Einhver ögrandi drýgindasvipur hvíldi yfir því, líkt og það manaði alla heri veraldar að koma og reyna styrkleik sinn. Jafnvel úr fjarska mátti þó sjá að hinir afarþykku múrar þess mundu betur fallnir til þess hlutverks, sem þeir nú gegndu, að styðja vafningsvið og aðrar flækju- iurtir en að standast árásir nú- tíma herja. Það minnti á hetju, sem komin er í kör. Vinstra megin við virkishæð- ina, og nokkru nær bænum var önnur minni hæð, með annað mannvirki. Það var einfalt og stílhreint, sett saman úr fimm hlutum: Þremur tilhöggnum eikarstaurum, gildum kopar- krók, og svo sem þriggja metra löngum kaðli — gálgi. Gesturinn beygði upp á gálgahæðina og drengurinn á eftir. Hann var þróttlítill og dróst aftur úr á brattanum. TTæðin var grýtt og sólbrunnin. Neðantil, á móti norðvestri óx lítill runni kræklóttra kastan- íutrjáa, annars var hún gróður- laus. Þarna reis þetta æva- forna tákn mannlegs réttlætis — langur staur, grafinn niður í jörðina; annar miklu styttri lá- réttur út frá efri enda hans, og sá þriðji á ská í kverkinni svo að sá lárétti félli ekki niður undan þunga hangans. Staur- arnir voru bikaðir, og kaðallinn barkarlitaður eins og net fiski- mannanna við víkina. Hér var allt auðsiáanlega í bezta lagi. „Þið haldið þessum tækjum furðu vel við, eða hefur ein- hver verið hengdur nýlega? „Nei, það eru víst mörg ár síðan sá síðasti var hengdur. En böðullinn er skyldugur til að Winther bríhiíl Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Súlbrún án súlbruna ^ John Lindsay bf. SÍMI 26400 27.TBL.VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.