Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 16
Ég veit aö ég hef lifaðhéráður Þog»r Denit kom inn ( stissstofuna hji móðurforeldrum tlnum, gat hann okki haft augun af mynd i veggnum. — Þetta ar Esta, hún er díin, sagði amma hans. En Denit vissi a8 þannig var þaS •kki . . . Denis Lindbohm í Malmö er Ijósmynda- fræðingur, fjörutíu og fjögurra ára og þriggja barna faðir. Hann er fullviss um það að hann hafi lifað jarðlífi áður, að hann hafi þá verið lítil stúlka, Esta að nafni, sem var hálfsystir móður hans, önnu Gunnborgar. Esta lézt í spönsku veikinni árið 1918, þá aðeins fjögurra ára gömul. Denis finnur sig algerlega samrunninn litlu stúlkunni, fyrir honum er lífið sem Denis, aðeins framhald af lífi Estu. Hann er alveg viss um að sál hans var áður í líkama Estu og að það sé alveg útilokað að það sé ímyndun eða vegna þess að hann hafi heyrt svo mikið sagt frá litlu stúlkunni látnu. Hann man nefnilega mörg atvik úr lífi Estu, sem hann hefði alls ekki átt að hafa hugmynd um. Minningar hans bera það með sér að tilfinningar hans og frænku hans eru fast samanfléttaðar. ESTA VARÐ DENIS Endurholdgun, reinkarnation (orðið reinkarnation er tekið úr latínu, re-in- carno, sem þýðir aftur í holdinu) eða sálnaflakk, er það sem Denis heldur fram að hafi skeð milli hans og litlu frænku hans. Þetta er ekki einhver óljós tilfinn- ing um að hann hafi „líklega verið Esta“. Hann heldur því fram að hann sé Esta algerlega á sama hátt og að hann er Den- is. Heili hennar nam það sem líkaminn upplifði og minningarnar hafa fylgt honum. Hann man greinilega hvernig hann um haustið 1928 fékk fullvissú um það að hann hefði lifað á jörðinni á fyrra til- verustigi. Hann var aðeins hálfs annars árs og móðir hans var undrandi yfir því að hann hafði verið altalandi frá því hann var ársgamall. Hann fór með móður sinni frá Tranás í heimsókn til móðurforeldranna í Löve- stad, en þar hafði hann verið tvisvar áð- ur, þegar hann var fjögurra vikna og líka fimm mánaða. Það leit út fyrir að hann þekkti þau bæði mjög vel. Hann benti á ömmu sína og sagði að hún væri móðir hans. HANN FANN SJÁLFAN SIG Afi hans og amma höfðu bannað hon- um að fara inn í stássstofuna. Samt komst hann þangað inn. Það eina sem vakti at- hygli hans þar var ljósmynd á veggnum; það var ljósmynd, römmuð inn i svartan ramma. Hann sá litla hvítklædda veru, sem lá á bakinu í einhverju, sem hann sagði að væri svartur kassi. Kassinn var reyndar eins og konfektkassi, fóðraður með knipplingum og blómum. Litla andlitið sneri fram, augun voru lokuð. — Þetta er ég, sagði litli drengurinn, hann hafði fundið sjálfan sig. Þegar amma hans kom inn, reyndi hann að. fá hana til að staðfesta þetta. Hann spurði hver það væri sem lægi þarna í kassanum. — Það er Esta, litla stúlkan hennar ömmu, svaraði hún. — En Esta er dáin, hún er hjá guði. Litli drengurinn greip þetta strax, amma hans hafði á röngu að standa! Hann var ekki hjá neinum sem hét Guð. Hann var hérna. Þetta var hann og hann var líka Denis. ÉG HEF LIFAÐ HÉR ÁÐUR Denis Lindbohm man þetta atvik, al- veg eins og það hefði skeð í dag. Það var greinilegt. að hann fann ekkert undar- legt við það að hann væri líka Esta. Allt sem hún hafði upplifað stóð jafn ljóst fyrir honum, eins og hann hefði lifað það sjálfur. Það var ýmislegt, sem honum var ekki ljóst, meðan hann var litill, en það 16 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.