Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 40
— Takið eftir, ég endurtek ekki spuminguna! hún fyrst fengið áhuga á kvik- myndum einu eða tveimur ár- um áður. Það hafði verið á einu heimilinu. „Einhverra hluta vegna, sem ég skildi aldrei, vildi fjölskyld- an alltaf losna við mig úr hús- inu á laugardögum. Mér var al- veg sama því þau gáfu mér alltaf peninga til að fara í bíó og ég dvaldi allan daginn — og stundum eitthvað frameftir kvöldi — í bíó. Hlæjandi, grát- andi og allavega... ég skemmti mér betur þarna en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir þessa dularfullu laugardaga-fjöl- skyldu, þá er ég þeim þakklát fyrir að hafa gefið mér peninga til að fara f bíó. Eftir að Norma Jeane var komin inn á munaðarleysingja- hælið, átti hún auðvelt með að setja sig inn í hlutverkin sem hún sá í bíó og oft lét hún sig dreyma um að hún væri sjálf ein af stórstjörnunum, umvaf- in gulli og gimsteinum. Það hjálpaði til við að gleyma leið- indum vinnunnar. Því hún vann á hælinu. Fyr- ir peninga ... fimm sent á mán- uði. „Það voru mínir fyrstu peningar ... fyrir að hjálpa til í búrinu, leggja á borð, þvo diska og eitt og annað. En ég sá aldrei þessa peninga, því þeir voru teknir og settir í jóla- sióðinn. Það var venjan að all- ir settu spariféð sitt í sameig- inlegan sjóð, sem síðan var not- aður svo við gætum keypt jóla- rriafir handa hvert öðru í skran- búðinni á horninu. Það voru nytsamar giafir, stílabækur, blvantar og fleira slíkt. En síðustu mánuðina sem ég var á hælinu fékk ég kaup- hækkun — um helming! Þá var ég ( flutt-, hækkuð í tign, og bvoði diska f eldhsúinu fyrir 10 sent á mánuði. Og þár yfir diskunum lét ég mig dreyma um að einhverntíma yrði ég fræg kvikmyndastiarna, ætti mikla peninga og lé'ti þjón þvo 'i’skana fyrir mig." Eftir að hún fór frá ensku fjölskyldunni hafði hún verið hjá einum tveimur eða þremur fjölskyldum áður en hún fór á hælið. Ein þeirra var fjölskylda sem leigði nokkur herbergi til einhleypinga. Einn þeirra var eldri maður, sem var endur- skoðandi og hann hafði verið einstaklega vingjarnlegur við hávöxnu og fallegu stúlkuna, sem þá var átta ára gömul. Dag einn opnaði hann dyrn- ar á herberginu sínu þegar hún var að leika sér þar fyrir fram- an og sagði henni að koma inn. Normu Jeane hafði verið kennt að hlýða öllum skipunum og því fór hún strax inn til manns- ins. Hann lokaði og læsti, sett- ist svo í sófa í herberginu og sagði henni að koma og setjast í kjöltu sér. Nú ætluðu þau að leika dálítinn leik. Það þarf ekki að lýsa þeim „leik“ neitt frekar, en þessu atviki gleymdi barnið aldrei og það hafði ákaflega sterk áhrif á hana. Þegar hann loks lét hana lausa, hljóp barnijS í ör- væntingu til fósturmóður sinn- ar og sagði frá. En konan sýndl hvqrki minnstu samúð né áhyggjur; þess í stað sló hún Normu Jeane utan undir og sagði henni að halda sér saman — vera ekki með svona blaður. Með þungan ekka fór Norma Jeane til „herbergis“ síns, sem var reyndar ekki annað en gluggalaust fatahengi, og grét sig í svefn. Daginn eftir þrýsti maðurinn peningum í lófa hennar — eins og til að borga fyrir þá ánægiu sem hann hafði notið daginn áður. Hún henti peningunum í hann, skelfingu lostin. Fljótlega eftir að Norma 'ie- ane fór frá munaðarleysingja- hælinu, hélt hún enn á ný til nýs „heimilis", en í þetta skipt- ið var það fjölskylda sem veitti henni þá hlýju og það öryggi sem hún þarfnaðist. Það var árið 1935 að Norma Jeane Bak- er flutti inn á heimili frú Grace Goddard — fyrrverandi fröken Grace McKee, beztu vinkonu Gladys Baker. McKee hafði gifzt „Doc“ Goddard, sem var einskonar framkvæmdastjóri, hætt vinnu sinni hjá Columbia og snúið sér að því að halda heimili. Það fyrsta sem hún gerði eftir brúðkaupið var að hafa upp á Normu Jeane og fá á því Jög- lega staðfestingu, að hún ein hefði umráðarétt yfir barninu. Framhald í nœsta blatfi. GOLGATA_____________________ um klædd, leidd af litlum snáða, sem hélt á gítar. Snáðinn leit til ferðamanns- ins um leið og hann stillti gít- arinn, og hóf svo leik sinn. Fyrst lék hann þjóðvísur og söng undir með skærri, blæ- fallegri barnsrödd. Hann kunni furðu vel með gítarinn að fara. Óhreinir fingur hans gripu hljóðfærið öruggum tökum og söngur og leikur runnu saman í ljóðrænni mýkt. Að lokum lék hann amerískt dægurlag, hræðilega afbakað. Litli listamaðurinn fékk gömlu konunni gítarinn, þurrk- aði sér yfir ennið með handar- bakinu, og skotraði augunum til bekkjarins. Ferðamaðurinn gekk yfir að garðhorninu og lagði pening í hönd drengsins. „Viltu spila fyrir mig nokkr- ar þjóðvísur svipaðar þeim, sem þú spilaðir áðan, drengur minn?“ Drengurinn horfði stórum brúnum augum á ferðamann- inn, og í bliki þeirra blandaðist fögnuður, spurn og tortryggni. Sennilega hefur þetta verið í fyrsta skipti, sem hann hefur verið beðinn að endurtaka „hljómleika" sína, og það eftir að hann hefði fengið greitt fyr- ir þá. Hvað vildi þessi ókunni mað- ur? Var hann aðeins að skopast að honum um leið og hann gekk hér um, eða var hamingjan sjálf ef til vill hér á ferð, með fyrir- heit um annan pening á þessum sama degi? „Hvffrnig líður þér, móðir góð?“ Ferðamaðurinn beindi spurningunni til gömlu kon- unnar. Svarið kom með til- breytingarlausri sönglandi rödd. Hversdagslegt svar í þeim dúr, sem svona fólk gefur oftast við svipuðum spurningum. Hún væri blindur einstæð- ingu — Ætti engan að nema þennan dótturson, sem með henni væri. — Lífið væri erfitt — Fáir létu nokkuð af hendi rakna, síðan ekki var hægt að veita neinn greiða í staðinn. — Hún væri löngu dauð, ef hún nyti ekki drengsins við. — Hon- um áskotnaðist stundum lítil- ræði þeim til bjargar, svo væri hinni heilögu mey fyrir að þakka. — Hann væri líka góður drengur. — Sannkallaður sólar- eeisli í myrkri ömmu sinnar. En foreldrar drenesins, hvað um þá? Foreldrar! f minni ætt hef- ur enginn átt föður svo langt, sem amma mín mundi. Dóttir mín stundaði sömu atvinnu og ég, drengurinn á því heldur engan föður. Hún var aldrei hraustbyggð, auminginn, og hélt því ekki lengi út, og dó ung. Hún var góð stúlka — megi dómurinn verða henni náðugur. Meðan gamla konan lét dæl- una ganga virti ferðamaðurinn drenginn fyrir sér. Sennilega hefur hann verið 12—13 ára þó lítill væri. Hann var grannvax- inn með stórt höfuð, hárið gljá- andi svart, þykkt og mjög hrokkið. Andlitið var fremur snoturt, þrátt fyrir augljós merki skortsins, sem gaf heild- arsvip þess þreytulegan veik- lyndisblæ. Neðan við hársrót- ina, beint upp af nefinu, var stórt illa gróið hringmyndað ör. Drengurinn hafði nú lokið vísum sínum og gesturinn rétti honum seðil. „Þökk fyrir, drengur minn, og ef til vill ertu fáanlegur til að vera leiðsögumaður minn í dag. Þú skalt ekki bera minna úr býtum fyrir það en þú að öllum líkindum mundir hafa fyrir að spila á götunni þann tíma, sem þú fylgir mér.“ Drengurinn varð svo undra- andi, að hann næstum gleymdi hinni venjulegu þakklætis- romsu, sem þetta fólk er vant að viðhafa, þegar heppnin er því óvenjulega hliðholl, og ekki stóð á fylgdinni. „Hittu mig þá við bekkinn, þegar þú hefur komið ömmu þinni á öruggan stað.“ Stuttu síðar fylgdust þeir að um bæinn. Hér var ekki margt að sjá, sem veniulega dregur að sér at- hygli ferðamanna, svo sem fagrar götur, ginnandi veitinga- staðir, glæsileg verzlunarhús, reisulegar opinberar byggingar eða markverð söfn. Þessi áber- andi mannvirki, sem gefa svo mörgum bæjum og borgum ytri Plæsileika, og eru stolt ibúanna, ekki einungis þeirra ríku, sem eiga þau, heldur og einnig þeirra snauðu, sem byggðu þau, en horfa nú á þau úr fiarlægð mitt í nálægðinni. Jafnvel kirkiurnar, þetta íburðarmikla skraut flestra kaþólskra borga, voru litlar og látlausar. Hér var fiest gamalt, en fátt nvtt. Yfir bessum bæ hvíldi þó enginn liómi gamallar velmegunnar. Það var líkast því, sem hann befði smátt og smátt í gegn um aldirnar þokazt að því marki, sem hann auðsiáanlega var fyr- ir löngu búinn að ná. og þar með hafi vaxtamöguleikar hans verið þrotnir. Lítil matstofa sneri opnum dvrum út að göt- nnni og lagði út um þær lykt 40 VIKAN 27.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.