Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 26

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 26
SAUÐÁRKRÓKUR100 ÁRA verða gróðrarstía drykkjuskapar og lauslætis, ef þar risi þorp. Ekki mun sú spá hafa rætzt. Á þessu tímabili í sögu staðarins mun drykkjuskapur ekki hafa verið mikill. Að vísu bar oft mikið á vínnautn í kauptíð, og átti utanbæjar- fólk mestan hlut að. Nokkuð bar á lauslæti, en Skagfirð- ingar áttu um langt skeið þjóðarmet í þeirri grein, að því er talið er. Brögð voru að því, að syndgað væri upp á út- lenzku. Það þóttu firn. Hagyrðingarnir kepptust við að yrkja um stúlkúrnar i Sauðárhreppi, sem varð tíðförult í kaupstaðinn: Danska hróka að hitta senn, holdsgirnd jók það stríða, nærskjólsbrókar eyjur enn ofan á Krókinn ríða. Svo orti Baldvin skáldi. Sigvaldi Jónsson kvað af sama tilefni: Ætlar að fara o‘n á Krók eyjan mundar jaka. Fengi hún að faðma hrók færi hún glöð til baka. Mikið hlaupa meyjarnar, mikils þær ég virði; undir þær sjást eyjarnar út‘á Skagafirði. Báðir þessir menn voru kunnir að kvenhylli og höfðu gerzt brotlegir oftar en einu sinni — en með íslenzkum Sóð yfir bæinn og Kirkjutorg. Myndina tók Einar Baldvin Sveins son. konum þó. Fyrri vísurnar höfða til stúlku einnar, sem syndgaði upp á dönsku með assistant og beyki á Sauðár- króki, Larsen og Kristensen. Gekk illa að feðra, meðal ann- ars vegna þess, að annar hvarf skjótt úr landi, eins og Skúli á Meyjarlandi kvað í ljóðabréfi: Eitt ég fram skal enn til gamans færa: Fljóðin hér sem fékk í lén flúinn er nú Kristensen. Hér segir ekki frá „léttbærum amordansi" eins og Skúli orðaði það, en í fásinninu virðist þetta „ástand“ hafa verði kærkomið yrkis- og umræðuefni. Áður er að því vikið, að drykkjuskaparorð hafi ekki farið af neinum Sauðárkróksbúa á þessu tímabili. Búða- ráp og staupagjafir við krambúðardiskinn var sjálfgerður sili í ■ kauptíð. Kunnasti fulltrúi þessarar brennivínshefðar var Baldvin skáldi. Hann var að vísu ekki heimilisfastur í bænum, en tíður gestur, ýmist við sjóróðra fyrir hús- bændur sína eða á fylliríi fyrir sjálfan sig. Þegar hann rölti á milli verzlananna, hafði hann röndóttan þverbaks- poka undir hendinni. í öðrum enda hans var tveggja potta tunna, en í hinum vænn munntóbaksbiti. Baldvini var gott til staupagjafar og þurfti aldrei að lúta lekabyttunni, sem kallað var. En búðarsveinum var hins vegar nokkurt ang- ursefni, að hann hafði oft um sig hirð háværra, ölteitra aðdáenda, sem vildu fá að sitja við' sama borð og skáldið, sýndu þeir búðarþjónum derring, svo segjandi: Hvað er þetta? Býður hann ekki staup? Það var á þeim árum, er Hallur Ásgrímsson og Jón Stein- dór Norðmann frá Barði störfuðu við Jakobshöndlun, að Baldvin svifaði inn með tunnuna í þverpokanum. Var búð- argólfið forarsvað, og lagði brennivínsdamp upp af; ölteiti og háreysti við diskinn. Þá kvað Baldvin: Faktorsþjónar fylla glös, færist tjónið svínum. Hér er dóna drukkin kös dimm fyrir sjónum mínum. Baldvin fékk vel í staupinu að kvæðalaunum. Það var gott að vera skáld í þá daga. Baldvin setti mikinn svip á bæinn. Þrátt fyrir áberandi vínhneigð var hann í miklum metum. Ef til vill má rekja til hans, hve mikið var ort á Sauðárkróki síðar og hve mikillar hylli vísnagerð naut þar. Þess er áður getið, að Árni klénsmiður hafi komið upp veitingastofu í húsi sínu. Ekki er með vissu vitað, hvenær hann hóf greiðasölu, en byrjaður er hann að hýsa gesti og veita beina árið 1877. En þau hjón gerðu enn betur: Þau skutu skjólshúsi yfir sjúklinga, ein kompan í bæ þeirra var sjúkrastofa. íbúð, drykkjustofa, sjúkrahús undir sama þaki. Merkilegt þríbýli! Hjónin munu hafa ráðizt í þetta fyrir tilmæli Boga læknis Péturssonar, sem um skeið var á Sjávarborg, og síðar Árna læknis Jónssonar, sem átti heima á Sauðá, fyrst eftir að hann kom til héraðsins. Séð frá Kirkjutorgi inn eftir Skagfirðingabraut. Bifröst er á hsgri hönd. Myndina tók Stefán Petersen. Sigríður húsfreyja annaðist sjúklingana og hlynnti að þeim eftir fyrirsögn læknis og er því raunar fyrsta hjúkrunar- kona á Sauðárkróki. Þegar dætur hennar stálpuðust, hjálp- uðu þær henni við hjúkrunarstarfið . . . Gestaherbergin voru kompur uppi á loftinu yfir drykkju- og sjúkrastofu. Stóð Sigríður einnig fyrir veitingasölunni. Hún var hinn mesti skörungur, mikil til geðs og gerðar, og enginn skapbætir bónda sínum, enda nefndu gárungar hana Sigríði stórráðu. Brennivínsberserkir töldu sig stund- um ofurliði borna af húsfreyju. Aðrir kvörtuðu um, að hún væri dýrseld. Þeir munu þó hafa verið flestir, sem kunnu að meta rétt viðleitni hjónanna. Vel lætur Sigurður frá Balaskarði að vistinni þar, sér ástæðu til að geta hennar í ævisögu sinni áratugum síðar. Fæði og gisting var ein króna, og var oftast goldið í gjaldvöru; ull, skinnavöru eða sláturafurðum, einnig í prjónlesi. Því sagði Baldvin skáldi, er Claessen spurði hann í gamni, hvernig Sigríður í Verts- húsinu tæki honum, er hann kæmi þangað ofurölvi: Fjötur slítur harma hún hýrri með ásjónu, þegar lítur reflarún rönd á bjartri krónu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.