Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 41
þérfáið yöarferð hjáokkur hringió í síma 25544 Heitur sandur- svalur sær NjótiÖ sjávarfsands og sóiar. Njótið heitra nátta í góðri samfylgd. Njótið áhygguleysis og öryggis ábyrgrar hópferðaþjónustu. FERÐASKRIFSTOFA FtAFNARSTRÆTI 5 O?' af hvítlauk og súru víni. Yfir dyrunum var spjald, sem á var letrað „Svangur kom ég. Sadd- ur fór ég“. Inni í sprungu á múrvegg gamals húss, voru pöddur ekki ósvipaðar kakka- lökkum. Þær voru hreyfingar- lausar og teygðu lappirnar út í allar áttir. Ef til vill hafa þær verið af þeirri tegundinni, sem nota daginn til hvíldar en nótt- ina til starfa. Lækur seitlaði yfir slímuga steina, og var húnninn dottinn af öðrum handriðastólpa brúarinnar. Handan við lækinn voru húsin smærri og strjálli, unz byggðin fjaraði út og við tóku gróðri- vaxin hæðardrög. „Þarna er kirkja hins heilaga Georges," sagði drengurinn og benti á litla kirkju með mái- uðum rúðum. í látleysi sínu féll kirkjan svo vel að umhverfi sínu, að hún líktist fremur landslagi en húsi. Litli leið- sögumaðurinn gekk þegjandi á undan inn i kirkjuna; spennti greipar og laut höfði hátíðlegur á svip. Nokkrar tréskurðar- myndir héngu á veggjunum og altaristaflan var einnig skorin úr tré. Allt voru þetta myndir helgra manna og viðburða. Öðru megin við altaristöfluna og nokkru ofar var málverk, sem sýndi hinn heilaga Georg drepa drekann. Myndin var dökk og nokkuð óskír i hálf- rökkri kirkjunnar, en þó mátti sjá, að yf jr henni hvíldi tign og kraftur, og í listrænum töfrum sínum minnti hún bæði á ofsa- storm og stafalogn. Drengurinn starði á dýrðlinginn og svipur hans varð blíður og íhugull. „Þykir þér vænt um st. Ge- org?“ „Já.“ „Hversvegna þykir þér vænna um hann en aðra dýrð- linga?“ „Vegna þess að hann drap drekann." „Dáist þú að hreysti hans?“ „O — já.“ „Langar þig til að verða hraustur hermaðiu:?“ „Nei.“ „En hvers vegna þá endi’.ega st. Georg?“ „Ég vildi að ég gæti yfirunn- ið alla óvætti." „Hvaða óvætti?“ Stundarkorn stóð drengurinn niðurlútur og sneri þumalfingj- unum hvorum um annan. Hann hrukkaði brúnirnar og það stríkkaði á andlitsdráttunum eins og hann glímdi við tor- ráðna gátu. Svo leit hann djarf- lega upp og sagði: 27. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.