Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 44
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LlTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 sjá um að gálginn sé í lagi.“ „Til hvers er að hafa böðul, þegar enginn er hengdur? Það hlýtur að vera róleg staða.“ „Faðir hans var böðull, og ég held afi hans líka.“ „Já, einmitt, staðan gengur í erfðir eins og konungdómur. Hefur hann líka konungleg laun?“ „Nei. Hann er fátækur mað- ur, hann járnar hesta og smíð- ar ýmislegt fyrir bændurna. Það vill enginn vinna með hon- um af því að hann er böðull, — þó að hann hafi aldrei hengt mann.“ „Svo að hann hefur þá ekki hengt þann er síðastur hékk?“ „Nei, faðir hans gerði það.“ „Var það mikill glæpamaður þessi, sem síðastur var festur upp?“ „Já, það var stigamaður og i nnbr otsþ j óf ur.“ „O-já, ekki hefir hann verið góður.“ „Amma þekkti hann, og hún segir, að hann hafi ekki verið vondur maður. Hann hafi aldrei rænt lítilmagna, eða stolið frá öðrum en þeim, sem ekkert munaði um það, sem hann stal. Hann gaf oft fátækum, og amma segir að það hafi margt fólk grátið í borginni daginn, sem hann var hengdur, þó það mætti ekki láta á því bera. Það er sagt að það hafi einhver ó- gæfa hent flesta þá, sem áttu þátt í handtöku hans, og morg- uninn eftir að hann var hengd- ur fannst böðullinn dauður í flæðarmálinu. Þó stundaði hann ekki sjó, og enginn vissi til hvers hann hafði farið niður í fjöru. Fram að þessu var gálga- hæðin grasi vaxin, eins og hæð- irnar í kring, en síðan hefur hún verið gróðurlaus nema þessi runni norðanímóti. Það er sagt að hann sé dysjaður þar.“ „Ekki væri samt gott að ræn- ingjar léku lausum hala hér um borgina." „Sama væri mér þó hún væri full af ræningjum." „En ef þeir rændu nú gítarn- um þínum?“ „Hvað ættu ræningjar að gera við gítarinn minn? Þeir gætu rænt sér öðrum miklu betri. En svo gerði það ekkert til þó þeir rændu honum. Ég er að verða of stór til að fólk vilji hlusta á mig, ég fæ sjaldan mik- ið fyrir að spila nú orðið, og bráðum fer ég líka í mútur og þá get ég ekki sungið.“ „Hvað ætlar þú þá að gera?“ „Ég veit það ekki. Ég get ekki keypt mér net eða hlut í bát. f saltvinnslunni er meira en fullt. Margir fullorðnir menn hafa ekkert að gera.“ „Eitthvað verðurðu þó að taka til bragðs,“ sagði gesturinn þrákelknislega. „Já, eitthvað verð ég að taka til bragðs, og ég geri það áreið- anlega. Amma skal hvorki deyja úr kulda né hungri. Ég verð bráðum stór og sterkur.“ Ðrengurinn horfði út í fjarsk- ann meðan hann talaði, rétti úr bakinu og þandi út brjóstið. En bað var hvorki hugrekki né biartsýni í svip hans. í augun- um brann myrkur eldur ráð- þrota vilja, sem ekki trúði sín- um eigin fullyrðingum. Þeir sneru niður af hæðinni og settust forsælumegin við runnann. Gesturinn tók upp nokkur epli, sem hann hafði verið svo forsjáll að. taka með sér og deildi þeim með leiðsögumanni sínum, þau komu í góðar þarfir í hitanum. Svo héldu þeir til bæjarins. Ferðamaðurinn greiddi leið- sögumanni sínum ómakslaun eins og hann hafði frekast efni á, það var ekki mikil upphæð. En drengurinn horfði á gestinn eins og hann hefði orðið vitni að einhverju kraftaverki heil- ags Georgs. Eftir eina klukku- stund er þessi staður að baki. Á sumum stöðum flýgur tím- inn áfram, á öðrum virðist hann standa kyrr. Á torginu fyrir neðan veitingahúsið situr mað- ur á fornfálegum steinbekk með gutlandi gosbrunn í lítilli vatns- þró að baki sér. Hann reykir klunnalega pípu og teygir úr löngum leggjunum. Hér hefir hann komið áður, og ef gömul blind kona og lítill drengur með gítar stæðu hér við garðs- hornið mundi honum finnast bað hafa verið í gær. Samt seg- ir almanakið að síðan séu liðin átta ár. Húsin, göturnar, fólkið. 44 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.