Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 28
eldhús vikunnar KALT OCÍ CÍOTT Ef sólin skín er gott að bera fram kaldan mat. Hér fara nokkrir réttir sem gott er að bera fram á heitum dögum. FRANSKT KRÆKLINGASALAT 1 ds. kræklingar 2—3 harðsoðin egg 1 græn paprika 250 gr sveppir 10 olívur 1 msk. saxað dill 1 msk. söxuð steinselja Sósa: 6 msk. olívuolía 1 V2 msk. edik 1 msk. franskt sinnep salt, pipar Kræklingarnir skornir í bita. — Eggin skorin í báta. Paprikan skorin í hringi og sveppirnir í sneiðar. Ollu blandað saman með gróft- söxuðum olívunum og stein- seljunni, og olívunum og sós- unni hellt yfir, þegar henni hefur verið hrært vel saman. Salatið látið bíða nokkra tíma á köldum stað, og hrærið í því af og til. Berið fram með rist- uðu brauði og smjöri. MELÖNUSALAT V2 kg melóna 200 gr skinka 1 salathöfuð 3 tómatar Sósa: 3 msk. olía 1 msk. edik V4 tsk. salt V4 tsk. pipar 1/4 tsk. chilisósa Flysjið melónuna og skerið hana í bita. Skinkan skorin í strimla og tómatarnir í sneiðar. Salat- blöðin skorin fínt í strimla, eft- ir að þau hafa verið þvegin mjög vel. Allt sett ! salatskál. Sósan hrist vel saman og hellt yfir rétt áður en borið er fram. NAPOLISALAT 3 appelsínur 1 stórt salathöfuð 100 gr blá vínber 100 gr græn vínber 10—12 möndlur 3—4 dl hænsnakjöt í teningum Sósa: V2 dl appelsínusafi 1 dl tómatkraftur V2 dl sherry 2 msk. olívuolía salt, pipar, chilisósa Skerið appelsínurnar í sneiðar, og leggið sem kant á kringlóttu fati. Þar fyrir innan er salatið sett sem krans hringinn í kring, og ! miðjunni er hænsnakjötið sett. — Skreytið með bláum og grænum vinberjum. Hristið sós- una saman og berið hana með. Möndlunum stráð yfir appelsín- urnar. TÚNFISKSALAT 1 ds. túnfiskur í olíu 1 salathöfuð 1 rauð paprika 1 bt. radísur V2 agúrka 3 tómatar nokkrar litlar blómkálshríslur dill Allt skorið í bita og látið bíða á köldum stað. Sósan úr eftirfar- andi er hrist saman: 6 msk. olía 2 msk. edik salt, pipar 1 tsk. sinnep V2 hvítlauksbátur Sósunni er slðan hellt yfir rétt áður en borið er fram. Gott er að vera búin að laga sósuna og geyma á köldum stað og hella henni svo ekki yfir fyrr en rétt áður en borið er fram. UNGHÆNA MEÐ PAPRIKU 1 steikt unghæna skorin í bita og sett ! eldfast fat. Ein rauð og ein græn paprika og stór laukur skorin ! sneiðar og látið steikjast mjúkt á pönnu í smjöri og olíu með miklu af steinselju sem klippt er gróft og einum hvítlauksbát. 3 fláðir tómatar (flysjið þá í sjóðandi vatni) skornir í báta settir saman við og rjómi settur saman við þann- ig að þetta verði að þykkri sósu. Ofurlítið vatn má einnig nota til þess að rétturinn verði ekki of fitandi! Kryddið með salti, papriku, hvítum pipar og engifer, þvi má ekki sleppa. — Sósunni hellt yfir kjötið og rétt- urinn látinn standa í heitum ofninum þar til hann er vel heitur. Meðan á steikingunni stendur er gott að setja ríku- lega af rifnum osti yfir og bera síðan réttinn fram þegar rétt- urinn hefur fengið á sia falleg- an gulbrúnan lit. Berið fram með hrísgrjónum. 28 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.