Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 5
söngvara, bæði karla og konur, þá væri vel þegið að fá heim- ilisföng þeirra. Ég er nefnilega að safna heimilisföngum. Þá held ég að ég hætti að nöldra núna en vonast eftir svari sem fyrst. Ég vil fá þetta sent heim til mín. Erla Hrund Friðfinnsdóttir, Aðalstræti 20 b, Akureyri. Ef þú ert að safna heimilisföng- um, þá getum við bent þér á mjög hentuga handbók fyrir heimilisfangasafnara, þar sem allt er skráð eftir stafrófsröð. — Þessi bók er endurnýjuð á nokk- urra ára fresti, þannig að alltaf er hún naer fullkomin. Hún heitir SÍMASKRÁ. Og sennilega verður það að koma fram enn einu sinni, að ef fólk vill fá svörin send heim — sem við gerum í einstaka til- felli — þá verður að fylgja með í bréfi þess frímerkt umslag með nafni og heimilisfangi sendanda. Oðruvísi þýðir ekk- ert að ætlast til að við sendum svörin. Nú, Helgi á heima í Holtagerði 80 í Kópavogi, Ágúst býr i Heiðargerði 37 í Reykjavík, Kristín á heima í Bólstaðarhlíð 54 og Hörður Torfason er bú- settur í Danmörku um þessar mundir, þar sem hann syngur fyrir danska í Tívolí. Lekandi Blessaður, Póstur! Mig langar til að leita til þ(n eins og margir aðrir. Mitt vanda- mál er að mig langar til að spyrja um lekanda: í 1. Af hverju stafar lekandi? 2. Hvernig er hægt að vita hvort maður er með lekanda án þess að leita iæknis? 3. Hvað er gert ef svo er (ég meina ef maður er með lek- anda)? Svo þakka ég þér kærlega fyr- irfram fyrir góð svör. Ein sem efast. Lekandi er kynsjúkdómur sem getur orðið alvarlegur ef ekki er strax tekið í taumana, en enginn kemst hjá því að fara til læknis, þar sem lekandi leyn- ir sér aldrei. Sagt hefur verið að þegar lekandasjúklingar kasta af sér vatni sé það svipað og að reyna að „pissa rakvéla- blöðum" og samkvæmt upplýs- ingum þeirra sem þekkja þenn- an vágest af eigin raun er sú lýsing ekki fjarri lagi. Lekandi berst einungis á milli víð samfarir og má í mörgum tilfellum rekja hann til ónógs hreinlætis en læknisfræðilega treystum við okkur varla til að útskýra hann. Það gerir læknir- inn þinn í dag þegar þú hefur talað við hann — sértu hrædd um að hafa lekanda. Lækning tekur um það bil 3 vikur og er algjörlega sársaukalaus; einung- is penicillin-meðferð, höldum við. „Að drepast úr ást Kæri Póstur! Ég ætla að láta verða af því að skrifa þér. Mitt vandamál er það að ég er hrifin af strák sem er 17 ára (ég er 15). Hann er mjög óframfærinn og það er ég líka, en hann vinnur ekki hér í bæn- um og því sé ég hann sjaldan. Kæri Póstur, ég er að drepast úr ást. Hvað á ég að gera til að krækja í hann? Hann hefur mjög mikinn sjens í stelpur. Ég vona að þú leysir þetta vandamál fyr- ir mig. Ein örvæntingarfull. Sættu færis, næst þegar hann kemur í bæinn, og reyndu að ná sambandi við hann. Bjóddu hon- um í partý eða reyndu að fá vini hans til að plata hann á ball eða eitthvað. Svo geturðu lika hringt i hann og spjallað við hann, en við viljum taka fram að við ætlum ekki að leysa nein vandamál FYRIR fólk, held- ur viljum við hjálpa fólki til að leysa sin vandamál. 27. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.