Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 17
Denis Lindbiom er fjörutíu og fjögra ára og hann trúir á sálnaflakk. T fyrri tilveru sinni var hann lítil stúlka, hálfsystir móður hans, sem dó í barnæsku... Hann er viss um áð sál hans hefir flutzt frá öðrum líkama. Og þegar hann sá Ijósmynd af hinni látnu frænku sinni, sagði hann: - Þetta er ég sjálfur... var samt éins og honum værí léttara vegna þeásarar fullvissu. Minningar Estu vöknuðu fljótt hjá hort- um. Sumt af því gat hann ekki greint ljóslega, en þegar hann var tveggja til þriggja ára fór hann fyrir alvöru að segja frá þyí sem hann mundi og flest af því kom í ljós þangað til hann var fimm ára. Það fyrsta sem hann mundi úr fyrri tilveru sinni, var að hann, í líki Estu, gekk eftir votum vegi sem járn- brautarteinar lágu yfir. Hann hélt á mjólkurfötu, — því að Esta hafði verið send upp að næsta bóndabæ til að sækja mjólk. Jámhald fötunnar skar í fingurna. Hann fann að hún hafði verið þreytt og þyrst og setzt við og við á lok fötunnar til að hvíla sig. Svo sveigði hún fötulok- ið upp og drakk af spenvolgri mjólkinni, sem var líka með blikkbragði. Sektar- tilfinningin gerði vart við sig, Esta mátti ekki gera þetta. HVAR ER BRÚDAN MfN? Annað skipti sá hann hvernig regnið lamdi gluggarúðumar. f líki Estu lék hann sér með brúðu, sem hún hafði mik- ið dálæti á, brúðu, sem móðir hennar hafði saumað úr taubútum. Sem Denis spúrði hann eftir þessari brúðu og bað um að fá „brúðuna sem ég átti og sem þú saumaðir úr tuskum." Einn kjóll hafði verið geymdur til minningar um litlu stúlkuna. Þegar hann sá kjólinn sagði hann strax: — Ég á þennan kjól. Móðurforeldrarnir tóku þetta eins og hvert annað tiltæki eða óljóst hugmynda- flug bams. Þeim fannst þetta óþægilegt, þau höfðu tilbeðið litlu stúlkuna sína. En móðir hans virtist sammála honum um endurholdgunina. Stundum fékk hann að fara með ömmu sinni í kirkjugarðinn, þegar hún var að snyrta legstað litlu stúlkunnar. Hann virti fyrir sér stafina, sem ristir voru í steininn. ESTA — þótt hann ekki vissi hvað þessi merki þýddu, þá vissi hann hvað það var. Esta hafði verið farin að skrifa nafnið sitt, áður en hún dó. — Þarna ligg ég, var Denis vanur að segja. Hann spurði ömmu sína hvort hún myndi ekki hvað hún hefði gefið hon- um að borða, þegar hann lifði „áður“. Einn daginn spurði hann hana hvort hún myndi'ekki eftir því þegar hún var að hreinsa grísarhaus. Amma hans þagnaði, því að Esta hafði einu sinni staðið við hlið hennar, þegar 'hún var að -hreinsa grísarhöfuð og hafði orðið svo hrædd við hausinn. Eins og Esta háfði hánn beðið um að fá inniskó. Það hafði Esta líka beðið um, áður en hún lagðist í spönsku veikinni. Þegar hún lá 1 sótthitanum og faxmst hún vera að kafna, bað hún um að skóm- ii* væru settir upp á kommóðu hjá rúm- inu hennar, svo hún gæti séð þá. * Denis sagði: — Það sem mig langaði tU, var að verða frísk og fara í skóna, en dauðinn sótti mig . . . Þannig talaði hann fram og aftur um atburði, sem Esta hafði upplifað og hann, sem Denis, gat ekki vitað um. HINZTA KVEÐJAN öll fjölskyldan hafði fengið spönsku veikina og náð aftur fullri heilsu. Esta hafði ekki tekið hana í byrjun, en svo varð Kalli, eldri bróðir hennar veikur og hún skreið einu sinni upp í til hans, þegar honum var farið að skána. En þá tók hún veikina. Esta var hræðilega mikið veik. Anna Gunborg, sem var eldri en hálfsystir hennar, varð að fara, þegar hún var bú- in að ná sér eftir veikina, þangað sem Framhald á hls. 31 27.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.