Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 22
— Mér finnst þetta heldur framandi og jafnvel eigingjarnt. — Það er þá heilbrigð eigin- girni, sagði Pétur og hló við. — Það getur enginn haldið sig að öðrum án þess að vera sleginn, Systa mín. Þetta er ekki eigin- girni, heldur sjálfsmat. Menn verða að standa á eigin fótum. — Þú hefur rétt fyrir þér að vissu marki, en ég hef það líka. — Þú ert elskuleg, sæt og in- dæl, Anna mín. Það eru til fleiri fiskar í sjónum en Kristján. — Eins og ég viti það ekki, sagði Anna beizkjulega. — Og þeir halda allir, að ég vilji veiða þá. Ég hef reynsluna, ég er frá- skilin kona og til í tuskið. Ætli þú kannist ekki við það! — Jú, sagði Pétur og kald- hæðnisdrættir fóru um andlit hans. — Þetta er ógeðslegt, en staðreynd engu að sínur. Ég ef- ast um, að nokkurt læknislyf sé til, Anna mín, annað en það að láta aldrei neinn eignast bmrta sitt. Vera alltaf í fjar- læ^ð, því þá getur enginn sært mann. Þau þögðu. — Þannig gæti ég aldrei lif- að, hvíslaði Anna. — Ég tóri núna og veit, að ég get ekki haldið því áfram til lengdar. Pétur svaraði engu. Hann bandaði frá sér, hálf niðurbrot- :"n og sagði ekkert fleira. Anna þagði líka. Hún vildi ekki þiggia þetta, sem Pétur kallaði tryggan frið! Þá vildi hún heldur lifa lífinu og þiást af sorg og örvæntingu, nióta gleði og hláturs. Hún gat ekki afbor- ið þessa kuldalegu fiarhyggiu: allt var betra en litlaus grám- inn. Hún kvaddi til að fara heim til sín. Pétur fylgdi henni fram oe híálnaði henni í kápna. Anna ieit á hann. — Áttu við. að þér þvki held- ur ekki vænt um mig? spurði hón. UGLA SAT r A KVISTI Pétur tók undir hökuna á henni og leit framan í hana. — Jú, Anna, sagði hann. — Mér þykir vænt um þig. Þú ert nefnilega litla systir mín og ég sá þig fyrir mér eins og þú varst, þegar þú lást í vöggu. Anna tyllti sér á tá og kyssti hann á kinnina. Hann hafði hrætt hana ögn með kæruleysi sínu og uppgerðarkulda. En hann var samt bróðir hennar. Hún átti hann þó, hvað sem á gengi og jafnvel þó að enginn annar vildi hana. Hún hafði óttast það innst inn, að hann myndi jafnvel fjarlægjast hana. Svo kom vorið, alltof snöggt, alltof fljótt. Skolpið fossaði um mugöturæsin, skemmtigarðarn- ir voru hreinsaðir og sólin skein á borgina. Hún glampaði og glitraði á daggardropana á kvistum og greinum. — Vorið kemur alltof snemma, sögðu þeir, sem vit höfðu á. — Þetta verður ékkert vor. Það er aldrei vorveður í febrúar. En vorið kom og vorið var. Gras grænkaði, brumið sprakk út og fyrstu lævirkjarnir suneu . .. Að vera ein um vor . . . Að ganga ein um göturnar og skemmtigarðana; að sjá aðra leiðast og þrýsta sér hver að öðrum, já ... Að finna vorilm- inn og vita, að nú væri hægt að fara að synda, að lifa aftur ... EIN. — Eitthvað verð ég að gera, sagði Anna við sjálfa sig ör- væntingarfull. — Ég get ekki einangrað mig svona. Ég ætti kannski að fá mér síma og falleg föt. ' En enginn hringdi til henn- ar. Ja, ekki neinn, sem gat breytt öllum heiminum. Og nýju fötin voru bara ljót. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem hún vissi, hvað hún átti að gera. — Níu núll einn sex núll, hringdi hún og sagði svo: — Gæti ég fengið símanúmer Yngva Ekanders í Steinbrú? Já, Ekander. Ellefu, ellefu fimmtíu og fjórir? Þakka. —- Anna! sagði Yngvi þrem mínútum seinna og hann var svo innilega glaður, henni hlýn- aði um hjartarætur. — Ég hef hringt oft, en það svaraði eng- inn. Ég hafði jú ekki hugmynd um það, hvar þú værir að vinna. Hvernig gengur? — Illa, sagði Anna hrein- skilnislega. — Það hefur ekki p'engið sem bezt hérna. Kristján og ég ... já ... Yngvi þagði og beið. — Ja, við erum skilin. Við skildum strax. Það gerðist strax eftir að ég kom að heilsa upp á bi. g og það hefur verið svolítið leiðinlegt síðan ... —■ Ég skil. Heyrðu, ég fæ levfi í viku og kem til þín. Menn segia að ekkert sé feg- nrra en vorið á Skáni. Við get- nm farið út saman og skemmt nVkur. Mikið er ég feginn, að þú skyldir hringja. Anna fann, að tárin komu kan í augu hennar. Hann var hrifinn. Hún heyrði það á hon- nm. Það var þá einhver. sem var feginn, að hún skyldi hringja, En hvað var eiginlega á seyði? Hún var nú ekki svo ljót, að hún þyrfti að bukta sig og beygja til að karlmenn tækju eftir henni. Og þó... þessir þreytandi, einmanalegu mánuð- ir höfðu markað hana og hún fann enn sársauka þeirrar konu, sem er varpað á glæ og enginn elskar framar. Hún tók fastar um símtólið og sagði: — Það gleður mig, að þú ætlar að koma. Hringirðu til mín áður? — Bíddu nú við... Rödd hans fjarlægðist og hún heyrði, að hann tautaði eitthvað fyrir munni sér og fletti blöðum. Svo sagði hann: — Ég held, að ég hætti við hitt og þetta, sem engu máli skiptir. Ekki á morg- un, heldur hinn, klukkan tvö. Heldurðu, að þú gætir fengið frí þá? Ekki á morgun, heldur hinn. Greiðsla! Föt! Matur heima! Þrífa — ja, þó eitthvað? Svona til að sýnast. Hún gat nú hent blöðum og tímaritum og keypt blóm. Nú lá henni mikið á. Það var eitthvað á seyði. Yndisleg tilfinning. Nú gat hún gengið inn til ritstjórans og fengið nokkurra daga leyfi, sem hún átti inni frá fyrra ári. Augu hennar ljómuðu og hún gekk hratt. Lotta virti hana fyrir sér og glotti fyrirlitlega, en Anna tók ekki eftir því. Hún hefði líka fussað, þótt hún hefði séð það. — Elskan sagði Yngvi. þegar hann kom. Hann lagði frá sér risastóran blómvönd og tók um axlirnar á henni svo fast og hlvlega. að hún hefði helzt vili- "ð, að þau gætu staðið þar í trfer stundir. — Þú hefur Prennst. En þú ert fallegri en nokkru sinni áður. Ég get aldrei útskvrt það fyrir þér, hvað ég 'far feginn, þegar þú hringdir, Anna. Framháld í nœsta blaði. --------------------------------------------------KLIPPIÐ HÉR - Rönftunarseðill Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, f þvf númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með f ávísun/póstávfsun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). Nr. 17 (9375) Stærðin á að vera nr. Nr. 18 (9397) Stærðin á að vera nr. . Vikan - Simpllcíty --------------------------------------------------KLIPPIÐ HÉR - Nafn Heimili 22 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.