Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 31

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 31
Hamingjan er: Að fá gott í munninn. Stundum þarf að bæta böl. Stundum langar mömmu og pabba bara til að gera hana hamingjusama og sjá hana Ijóma. — En fjörkálfurinn þarf dýrmæt vítamín og næringu, sem ásamt góða bragðinu eru alltaf til staðar í Emmess ís. EG VEITAÐEG HEF.. Framhald af bls. 17. hún var í vist. Litla stúlkan var örvilnuð, grét og togaði í hana, og bað hana að vera kyrra hjá sér: — Ég sé þig aldrei aftur, minnist Denis að hafa sagt, þegar hann var Esta. Systurnar áttu mjög erfitt með að skilja. Stóra systir fór inn, eftir að hún hafði kvatt, og faðmaði systur sína að sér einu sinni ennþá. Þetta varð hinzta kveðja hjá systrunum. Um minningar sínar frá þess- um tíma, þegar hann var Esta, segir Denis að litla stúlkan hafi farið upp úr rúminu og setið skjálfandi við gluggann, þegar lestin rann fram hjá, og grátið beisklega. Þrem dögum síðar var Anna Gunborg að flysja sykurrófu þegar hún heyrði dánarklukk- urnar hringja. Nokkru síðar fékk hún boð um að systir hennar væri látin, en hún fékk ekki leyfi til að vera við jarð- arförina. Húsmóðir hennar var svo hrædd um að hún gæti borið smit. Á meðan á jarðarförinni stóð fannst Önnu Gunborgu eins og tvær smáar hendur strykju sér blíðlega um kinnarnar. Hún sagði við sjálfa sig: — Þegar ég gifti mig, fæ ég Estu aftur til mín. LITLASYSTIR VAR NÁLÆG Þegar hún varð ófrísk, fannst henni frá upphafi meðgöngu- tímans eins og litla systir hennar væri henni nálæg og þegar hún leit í augu nýfædda sonarins, fannst henni sem hún sæi augu systur sinnar. Börn- in voru bæði eins eygð og voru með sama litarhátt. — Ég fékk að vísu að sjá þig aftur, stóra systir, mamma, segir Denis. — Ég varð barn- ið þitt árið 1927 Hann á líka minningar frá tímabilinu eftir lát Estu, mjög óljósar minningar. Eins og í gegnum þoku eða einhvers konar blæju sá hann, sem Esta, að stórasystir grét og hann skildi að hún var að syrgja litlu systur sína. Hann vissi líka um leið að hann var orðinn önnur per- sóna. Hann hafði verið Esta, nú var hann og er hann Den- is. Það veit hann enn þann dag í dag. HONUM ÞYKIR VÆNT UM ÞAÐ SEM HANN VAR Denis Lindbohm þykir vænt um litlu manneskjuna, sem hann einu sinni var. Minning- ar hans frá þessum tíma eru auðvitað mjög takmarkaðar, aðeins brot og sundurlausar svipmyndir. Það er heldur enginn sem man svo ýkja- margt frá fyrstu fjórum árum ævi sinnar. Reynsla Estu í lífinu var ekki meiri en það sem kemst fyrir í hugskoti fjögurra ára barns. Tilvera hennar var öll tengd heimilinu og því góða fólki sem var í návist hennar og sem tilbað hana. Svo var lífsþráður hennar slitinn, minn- ingarnar verða ekki fleiri fyrr en Denis fer að skynja þær. Fyrir honum er bæði nú og þá jafn eðlilegt. Alls ekkert undarlegt við þetta. Honum finnst þetta allt jafn eðlilegt og það að hann man eftir steinhæðinni við húsið, sem hann bjó í þegar hann var Esta, en sem var horfin þeg- ar Denis fæddist. Sú minning var svo greinileg að hann gat alltaf fundið hve sárt hafði verið að snerta grófan stein. HANN EFAST ALDREI Það er ómögulegt að sanna þessi minningaslitur hans frá lífi Estu. Það er eflaust hægt að túlka þetta á marga vegu. Til dæmis gæti þetta verið áhrif frá öðrum, óskhyggja, sjálfsefjun. Þessar minningar sanna ekki að um endurholdgun sé að ræða, ekki frekar en að það er ekki hægt að sanna að svo sé ekki. Við vitum gegnum para- sálfræði, að til eru margir hlutir og atvik, sem ekki er hægt að skýra á venjulegan hátt. Á vesturlöndum eru menn yfirleitt ekki trúaðir á endurholdgunina en í Austur- löndum eru menn jafnvissir um að endurholdgun sé raun- veruleg, sömuleiðis sálnaflakk. Denis veit sjálfur að hann man þetta og að hann man það rétt. Esta er látin, en sál henn- ar lifir áfram í honum . . . ☆ 27. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.