Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 6
Saman fundu þau vopn gegn krabbameininu Marie og Pierre Curie urðu velgerðarmenn mannkynsins, þegar þau fundu frumefnið radium. Þau unnu saman að rannsóknum sínum og ástarsaga þeirra er einhver fegursta' ástarsaga sögunnar. Pierre, sagði hún, og rödd hennar var angistarfull. — Ef annað okkar hyrfi héðan . . . ég á við ef annaðhvort okkar færi, hvernig á þá hitt að vinna að þessu áfram, án hins. Hvað segir þú, Pierre? Hann virti hana blíðlega fyrir sér, þar sem hún sat hin- um megin í hrörlegri vinnu- stofu þeirra, sem var rök og heilsuspillandi hola í hjarta Parísarborgar. Ástin ljómaði úr augum hans, það var ekki langt síðan hann hafði sagt við hina fíngerðu, Ijóshærðu konu sína: — Lífið hefur verið ljúft með þér, Marie. Hann var gripinn hátíðlegri ábyrgðartilfinningu. Hann vissi að hugsunin um dauðann kvaldi hana, vissi að hún hafði áhyggjur af þessu óljósa hlut- verki, sem þau höfðu lagt sig fram við, enda var það farið að valda honum áhyggjum líka. Hann vissi að hún vakti yfir honum, þegar honum leið illa í svefninum. — Hafðu ekki áhyggjur, Marie, hvað sem fyrir kemur, jafnvel þótt manni finnist lík- aminn hafi verið rændur sál- inni, þá er það skylda manns að Ijúka ætlunarverki sínu. f GLEÐI OG SORG Pierre Curie og hin pólsk- fædda eiginkona hans, Marie Sklodowska-Curie, voru tengd jafn sterkum böndum bæði sem vísindamenn og sem hjón. Þau voru alltaf jafn innilega ástfangin hvort af öðru. Vísindastörfin voru orðin þeim ástríða, þeim fannst þau vera eins konar landkönnuð- ir. Ákafinn og trúin á vísind- in hélt þeim uppi og hjálpaði þeim til að mæta erfiðleikun- um, efanum og mótstöðunni frá umheiminum. En þau voru mjög þreytt. Hugsuðu ekki um að þau lögðu allt of mikið á sig, á líkama og sál, í þrotlausu starfi sínu, sem var líka illa launað; þess utan unnu þau við einkarann- sóknir sínar. Það komu oft dagar, sem þau gáfu sér ekki tíma til að borða, létu nægja að naga epli og fá sér tesopa. Stundum gekk Marie í svefni af þreytu, — þá vaknaði hann. Fyrir nokkrum mánuðum höfðu þau misst barnið, sem þau höfðu svo lengi þráð. Það var lítil stúlka, sem fæddist fyrir tímann og hafði ekki lífs- möguleika. Það var sérstak- lega Marie, sem tók þetta nærri sér. Hún, sem var alin upp í stórum systkinahóp, vildi svo gjarnan að Irene dóttir henn- ar eignaðist systkin. FULLKOMIN SAMVINNA Árið 1898 hafði Pierre, eftir þriggja ára hjónaband, hætt við rannsóknir á krystöllum, sem hann var kominn langt með, til að geta helgað sig rannsóknum konu sinnar. Hann vildi vera henni stoð í því rannsóknarefni, sem hann hafði sjálfur hvatt hana til. Það var eins og hann hefði eitthvert yfirnáttúrlegt hugboð. Hinar geislavirku tilraunir, sem Marie var að rannsaka, ættu eftir að hafa mikil áhrif á allt mannkyn og yrði örugg- lega timamót í sögu vísindanna. Það var skylda hans að hjálpa henni . . . mannslífið var stund- um svo stutt. Tilkoma röntgengeislanna hafði orðið vísindamönnum hvatning til að rannsaka þá nánar. í Frakklandi datt Henri Beccqurel niður á óvænt fyr- irbæri, geisla, sem ekki voru frá neinum þekktum upptök- um geislunar komnir. Marie funaði upp við það, skapgerð hennar var þannig að hún hreifst af öllum nýjungum og tók þetta sem áskorun. —- Hvaða frumefni er þetta og hvað felst í því? Pierre hreifst með af áhuga hennar, þessi spurning lét þau ekki í friði. Þetta varð að leys- ast! Þegar hún, eftir erfiðar og tímafrekar rannsóknir, til- kynnti að hún hefði fundið nýtt steinefni, sem væri mjög geislavirkt, fannst honum að hann þyrfti að ljá henni lið: Sameiginlega yrðu þau að rannsaka þetta steinefni nán- ar, hann varð að hjálpa henni. Og sama árið var hægt að staðfesta að þetta var ekki eitt frumefni, heldur tvö. Nokkru síðar fundu þau það fyrra. Marie kallaði það Polonium eftir Póllandi, hinu elskaða föðurlandi hennar, sem rúss- neska keisaradæmið var eigin- lega að afmá af Evrópukort- inu. VIÐ MUNIJM TRÚA ÞEGAR VIÐ SJÁUM Rétt fyrir aldamótin, 26. des- ember árið 1898, gátu þau lagt fram skýrslur um að þau hefðu Framhald á bls. 36. Marie Curie vildi fá dökkan brúðarkjól, svo hún gæti notað hann líka á rannsóknastofunni. Pierre Curie hætti við sínar eigin rannsóknir, svo hann gæti aðstoðað konu sína. 6 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.