Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 14
-tno vmnur aO LP. Mjög stutt spjall við Ágúst Atlason Ömar Valdimarsson heyra má Það var gaman að hitta Ágúst aftur. Því settumst við saman, spiluð.um plötur og rifjuðum upp gamlar endurminningar frá þeim tíma að hann var einn „grísanna minna“, og við vorum saman í skóla... hrekkja stelp- urnar í bekknum. Inn í milli sagði hann mér upp og ofan af áformum þeirra félaga í Ríó-tríóinu. „Við erum bara að bíða eftir því að kom- ast inn í stúdió til að taka nýja LP-plötu,“ sagði Ágúst, um leið og hann setti á nýjustu plötu þeirra írsku Dubliners, „Revo- lution“. „Við erum með allt efnið til- búið, svo það eina sem á eftir að gera er að fínisera það og spila það inn. Gunnar Þórðar- son verður sjálfsagt með .okkur á þessari plötu eins og þessari síðustu (Sittlítið af hvurju) og eins var hann með okkur í sjónvarpsþætti sem við tókum upp um daginn.“ „Aíiícið frumsamið á þessari nýju plötu?“ „Já, allavega helmingurinn, bæði eftir okkur í sameiningu og svo sitt í hverju lagi. Nokk- ur laganna hafa orðið til á æf- ingum nýlega, en svo eru þarna allavega tvö lög sem áttu 'að fsira á síðustu plötu, þá sem var tekin í Háskólabíói, en því miður þá misheppnuðust þau í upptökunni, svo við ákváðum að láta þau bíða þar til síðar.“- „Voruð þið sjálfir ánœgðir með „Sittlítið af hvurju“?“ „Já, svona miðað við aðstæð- ur og þá staðreynd að þetta var fyrst og fremst tilraun, þá vor- um við ánægðir, þótt alltaf megi gera betur, eins og þar stendur. Við stefnum sem sé að því að gera betur núna ...“ „Er eitthvað hæft í þeim orð- rómi að þið séuð að hugsa um að hœtta í haust?“ „f augnablikinu finnst mér það heldur ólíklegt, en maður veit aldrei hvað skeður. Ég reikna þó síður með því, en það hefur oft komið til tals hjá okkur að minnka eitthyað við okkur spileríið; vinna heldur meira að ákveðnum verkefnum sem ekki hefur verið tími fyrir hingað til. Eftir meira en 5 ár eru menn náttúrlega orðnir þreyttir.“ „Nokkuð stór á döfinni — til dæmis utanlandsferðir?" „Ekkert ákveðið, en það er alltaf gaman að koma til út- landa ekki sízt til að spila. Helgi er þó nýlega farinn (fór fyrir tveimur vikum, 21. fyrra mán- aðar) til Evrópu, sem hann ætl- ar að keyra í gegnum ásamt gömlum skólafélögum sínum. Annað er ekki ákveðið.“ ☆ Ágútt Atlaton með skeggið mikla. Ríó-tríó: Ágúst, Helgi og Ólafur. (Ljósm. Þórir). 14 VIKAN 27.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.