Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 24
SAUÐÁRKRÓKUR100 ÁRA LÍriL BROT FRÁ UÐINNITÍÐ Um þessar mundir er öld liðin, síðan búseta hófst á Sauðárkróki, og er afmælisins minnzt með ýmsu móti á staðnum. Vikunni þykir tilhlýðilegt að segja ögn frá kaupstaðnum á þessum tímamótum hans og þá sérstaklega fortíðinni, sent jafnan er girnileg til fróðleiks. Sauðárkrókur er vaxandi bær; bar hefur íbúum fjölgað að undanförnu og eru nú orðnir 1620. Verzlun hefur löng- um verið snar þáttur í atvinnulífi Sauðkrækinga, enda staðurinn miðstöð þjónustu og verzlunar í Skagafirði. — Aðrir atvinnuvegir eru fiskveiðar og iðnaður. Tvö stór Sunnan við L. Popps verzlun. Á myndinni eru Chr. Popp kaup- maður og frú, fröken Hansen kennslukona og sonur hjónanna (á hestinum). Ovíst um nafn mannsins lengst til hægri. togskip eru nú gerð út þaðan, Hegranes, sem er skuttog- ari, og Drangey, auk smærri báta. Tvö frystihús eru starf- rækt á staðnum. Iðnaður stendur með blóma á Sauðár- króki, og eru nýjustu verksmiðjurnar Sokkaverksmiðjan Samverk, sem framleiðir Gleymmérei-sokkabuxur, og sút- unarverksmiðja. Þá mætti nefna minkabúið, sem er nýj- asta fyrirtæki staðarins. Sauðárkrókur vorið 1900. Fiskþvcttur á Sauðárkróki um aldamót. Menningarlíf hefur einnig verið mikið allt frá fornu fari. Leiklist hefur til að mynda verið stunduð þar lengi undir forustu Eyþórs Stefánssonar, tónskálds. Og einn liður í hátíðahöldunum nú er sýning skagfirzkra málara. Kemur þar í ljós, að margir kunnir listmálarar eru frá Króknum, svo sem Jón Stefánsson, Sigurður Sigurðsson, Jóhannes Geir Jónsson, Snorri Sveinn Friðriksson og fleiri. Sauðárkróki nútímans verður ekki lýst nánar á þessum vettvangi, enda hvarflar hugurinn gjarnan meir til iiðinn- ar tíðar á tímamótum sem þessum. Og ekki verður annað sagt en Sauðárkrókur hafi sýnt fortíðinni verðugan sóma, þar sem hann hefur fengiö vandvirkan höfund og ritsnjall- an, Kristmund Bjarnason, til að skrásetja ítarlega sögu staðarins. Fyrsta bindið af „Sögu Sauðárkróks" kom út Stjórnmálafu.-dur við Hótel Tirdastól um aldamót. árið 1969, annað bindið kemur út í haust og hið þriðja og siðasta einhvern tíma á næsta ári. Einn kafli sögunnar fjallar um mótun bæjarlífsins á ár- unum 1872—1880, og er þar víða skemmtilega lýst horfn- um tíma. Hér fara á eftir nokkur brot af þessum frásögn- um, fyrst segir frá bæjarbragnum almennt, sérkennilegum persónuleikum eins og Baldvini skálda og Árna vert og loks er áhrifamikil frásögn af vesturförum: „Sauðárkrókur varð aldrei danskur bær í niðrandi merk- ingu orðsins. Þá nafngift fengu mörg sjávarþorp, þar sem Danir réðu lögum og lofum, hliðruðu sér hjá félagslegu samneyti við íslendinga, hirtu ekki um að kvnnast tungu 24 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.