Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 12
Smásaga eftir Sigurð M. Brynjölfsson GO Gesturinn beygði upp á gálgahæðina og drengurinn á eftir. Hann var þróttlítill og dróst aftur úr á brattanum. Hæðin var grýtt og sólbrunnin. Neðantil á móti norðvestri óx lítill runni kræklóttra kastaníutrjáa, annars var hún gróðurlaus. Þarna reis þetta ævaforna tákn mannlegs réttlætis ... Á þessum afskekkta stað virðist gamansamur galdrakarl einhverntíma fyrir langa löngu hafa sett spýtu í hjól tímans, svo að það hefir stöðvazt að fullu og öllu. Allt er hér fornfálegt og til- hejTÍr frekar löngu liðnum tíma. Hús og götur, samgöngu- og flutningatæki, að svo miklu leyti sem þau eru til, vinnutæki og aðferðir, klæðnaður, siðir og hættir. Bátskriflin, sem kúra hér á víð og dreif um breiða sandfjöru víkurinnar líkjast tæplega neinu því, sem í dag eru nefnd skip. Jafnvel betl- ararnir eru hér öðruvísi en títt er um það fólk. f látbragði þeirra er eitthvað, sem minnir á austurlenzka þolinmæði og ró — jafnvel tao. Á torginu neðan við aðal veitingahúsið situr maður á fornfálegum steinbekk. Bak bekkjarins er ein hlið á vatns- þró þar sem lítill gosbrunnur í kostulegri ófreskjumynd ýrir vatninu í allar áttir. Á um- hverfinu má sjá að hér er hús- dýrum brynnt. Maðurinn lítur ókunnuglega út í þessu umhverfi. Bæjarbú- um dylst ekki að hér er gestur á ferð og að líkindum útlend- ingur. Þeir líta til hans undan hálfluktum augnalokunum, svipurinn getur tæplega dulið þá spurn, sem er þeim efst í huga, en ævaforn stoltiblandin háttvísi leyfði ekki að kæmi fram á varirnar. Hvaðan kom þessi maður, og hvað vildi hann hingað? Ekki var hægt að segja, að gesturinn svalaði forvitni bæj- arbúa með framkomu sinni, fremur mátti segja að hann yki hana, þó ekki væri það ætlun hans. Hann virtist einkum sækjast eftir að skoða það, sem bæjarbúum fannst einna minnst um vert, eða jafnvel óskuðu að ekki væri til. Hann hafði fyrst sézt í bæn- um seinnipartinn í gær, og var þá að skoða kofa verkamann- anna, sem unnu við saltvinnsl- una .Ekki þótti samt líklegt að hann væri að hugsa um að setj- ast þar að. Engu var líkara en að þessi mjög svo sæmilega klæddi gestur hefði eitthvert auka skilningarvit, sem vísaði honum á þá staði, sem örbirgð- in átti öðru fremur heima og hafði sett mark sitt á fólk og umhverfi. Betlarar og vafa- samar konur voru þeir einu borgarar, ef borgara skyldi kalla, sem hann hafði sézt ávarpa. Nú sat hann hér á bekknum, tottaði klunnalega pípu, sem úr lagði ókunna reykjarlykt, og virti fyrir sér umhverfið athugulu gestsauga. Einhver annarlegur — allt að því óhugnanlegur drungi hvíldi yfir fólki og umhverfi þessa staðar. Gestinum fannst hann skyndilega vera kominn nokkr- ar aldir aftur fyrir samtíð sína. Gróðurlítil og sólbrunnin strönd, hafnlaus ef frá er talin sandfjara víkurinnar, en hand- an hennar titraði lágur kletta- höfði í hita-tíbrá morgunsins. Upp við garðshorn veitinga- hússins, skammt frá bekknum, staðnæmdist gömul kona tötr- Framhald á hls. 40. 12 VIKAN 27.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.