Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 10
„Ég er fædd Norma Jeane Mortenson á sjúkrahúsi í Los Angeles,“ sagði Marilyn, „og það var lagt í frá, að. ég fædd- ist með silfurskeið í munni. Mér var sagt, að faðir minn hefði látizt í bílslysi skömmu áður en ég fæddist, og í mörg ár vissi ég ekki, að móðir mín væri á lífi. Ég minntist hennar aðeins sem fallegrar konu f#;m kom við og við til að fara með mig í gönguferðir og bíltúra á meðan ég bjó hjá fósturfor- eldrum. Fjölskyldan sem ég bjó hjá þá sagði mér með mikilli al- vöru, að móðir mín væri mjög veik og að ég gæti ekki heim- sótt hana lengi lengi. Ég hugs- aði mikið um það sjálf og komst að þeirri niðurstöðu, að sennilega væri hún dáin.“ En staðreyndin er sú, að þeg- ar Marilyn var að hugsa um móður sína, Gladys Monroe Baker, var hún á lífi, hún var sjúklingur á geðveikrahæli Kaliforniu-ríkis. Hún hafði véikzt þegar Marilyn var að- eins þriggja ára gömul. Það hafði byrjað fljótlega eftir að Marilyn fæddist — löng þung- lyndisköst, margra vikna lang- ar þagnir, tómlegt gláp út í loftið og lystarleysi. Gladys vildi ekki tala við nokkurn mann nema eina konu. Það var Grace MvKee, sem þá var safnvörður í filmusafni Columbia Studios. Grace var bezta vinkona Gladys og þeg- ar hún gerði sér grein fyrir því, að Gladys var að verða veik, ákvað hún að koma vinkonu sinni t.il sálfræðings. Sú heim- sókn endaði á geðveikrahælinu. Það er ekki ljóst hvað það var sem reið Gladys að fullu; ann- aðhvort var það dauði Morten- sons eða þá sú staðreynd, að hann yfirgaf hana, skömmu áð- ur en hann dó. Það þykir fullsannað, að Gladys hafi aldrei verið gift Mortenson, heldur hafi þau bú- ið saman sem hjón. Marilyn sá föður sinn aldrei eins og gefur að skilja og vissi ákaflega lítið um hann. Hún vissi ekki einu sinni hvar hann var fæddur, en eftir því sem næst verður komizt var hann noorskur og kom til Banda- ríkjanna árið 1923 eftir að hafa hlaupið frá konu og þremur börnum. Marilyn hélt því allt- af fram, að hún vissi ekkert um þetta. Móðir hennar, sem var fædd Gladys Monroe í Mexíkó, var afkomandi James Monroe, for- seta Bandaríkjanna. Hún gift- ist í Mexíkó þegar hún var að- eins fjórtán ára gömul, manni að nafni Baker. Því hefur verið haldið fram að þau hafi átt tvö börn, en eftir því sem Marilyn s’álfri tókst að komast að, var það ekki rétt. En það var ekki fyrr en hún var orðin táningur að hún vissi að hún ætti hálf- systur, og nokkrum árum síðar tókst Marilyn að hafa upp á henni o gkynnast þessari systur sinni og eina ættingja. Þá var systirin búsett í Florida, ham- ingjusamlega gift og átti eina dóttur sem v£ir mikill aðdáandi Marilyn Monroe eins og flestar stúlkur á þeim tíma. Marilyn þrætti alltaf fyrir, að hún ætti bróður eða hálfbróð- ur. Frá Mexíkó flutti Baker- fjölskyldan til Los Angeles snemma á þriðja áratugnum, en leystist upp eftir það. Baker fór með dóttur sína og Gladys var ein eftir. Hún fékk þó vinnu við þá deild kvikmyndaiðnað- arins sem gerir eftirtökur af kvikmyndum og síðar fékk hún vinnu hjá RKO við að klippa myndir. Það var þá sem hún kynnt- ist Mortenson, varð ástfangin af honum og síðan barnshafandi, þó án þess að hafa gert það opinbert fyrir guði og mönnum með giftingu. Það var árið 1925. 10 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.