Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 45
— Nei — jafnvel gestsaugað sér engan mun. Upp að vatns- þrónni kemur rymjandi asni til að drekka. Á hausnum hefur hann múl, og á bakinu klifsöð- ul, svo húsbóndi hans er víst ekki langt undan. Hann leggur kollhúfuna meðan hann drekk- ur og lemur geðvonzkulega flugurnar af síðunum með sín- um langa hala. Tötralegur drengur kemur hlaupandi yfir torgið og býður blöð dagsins. Hann hrópar upp fyrirsagnir og fréttaglefsur að hætti blaðadrengja. Þær vekja eftirtekt ferðamannsins; hon- um skilst, að hér hafi einhver verið hengdur í dögim í morg- un. Hann gefur blaðadrengn- um merki, og fær blað. „Voru þið að hengja einhvern í morgun?“ „Já.“ „Hvað gerði sá illt af sér?“ „Hann var ræningi og inn- brotsþjófur. Bölvun veri með honum.“ „Var hann svona illa inn- rættur?“ Drengurinn horfði hikandi á gestinn. „Þér er óhætt að segja mér það, sem þú meinar, drengur minn. Ég er útlendingur og fer héðan í kvöld.“ „Hann var ekki mjög vond- ur.“ „En var hann samt ekki ræn- ingi?“ „Jú, en hann hjálpaði oft þeim, sem áttu bágt.“ „Þekktir þú hann?“ „Já. Hann var bezti maður- inn, sem ég hef þekkt síðan hann pabbi minn varð fyrir slysi í saltvinnslunni og dó.“ Drengurinn brá hendinni snögglega upp að augunum, horfði flóttalega í kring um sig og tók svo til fótanna. Gang- stéttin kvað við undan berum iljum hans. f blaðinu var mynd af stiga- manninum á leið í réttarsalinn milli tveggja lögregluþjóna. Blaðið skýrði frá því með stórri fyrirsögn og feitu letri að af- brotamaðurinn hafi verið hengdur í dögun í morgun á gálgahæðinni, og þar skyldi hann hanga til kvölds öðrum til viðvörunar. Blaðið skýrði einnig frá innbrotum og rán- um, sem hann hafði framið svo að segja við nefið á lögreglunni. Framúrskarandi snarræði og bí- ræfni hafði einkennt vinnu- brögð þessa forherta . stiga- manns. Blaðið hældi du^jnaði lögreglunnar er hún hafðj hendur í hári hans og kvað þungum steini létt af bæjarbú- um, sem nú væru óhultari um eigur sínar og líf. Við fyrstu yfirheyrslu játaði hann undanbragðalaust flest, sem á hann var borið, þar á meðal að hafa orðið banamaður tveggja þekktra borgara, sem veittu honum viðnám er hann brauzt inn í íbúðir þeirra. Nokkrum afbrotum neitaði hann algjörlega og stóð alltaf óhagganlega við fyrsta fram- burð sinn. Fyrir réttinum var hann djarfur og virðulegur, líkari því að hann væri ákærandi en sak- borningur. Hann iðraðist ekki og neitaði prestsþjónustu fyrir aftökuna, bað aðeins þeirrar bónar að til aftökunnar yrði hann leiddur fram hjá kirkju hins heilaga Georgs. Á öðrum stað í blaðinu var skrifað nokkru nánar um stiga- manninn og bíræfnustu afbrot- um hans lýst. Var næstum því hægt að lesa samúð eða hálf- gildings aðdáun á milli línanna. Blaðamaðurinn kvaðst vita að í borginni væri viss hópur manna, sem harmaði aftöku stigamannsins, og ef til vill væri sá hópur stærri en nokk- urn grunaði. f rauninni var þessi frásögn ekki svo frá- brugðin fréttum, sem stundum rná sjá í dagblöðum undir svip- uðum kringumstæðum. Ef það hefði ekki verið á þessum stað þá hefði það ekki á neinn hátt vakið eftirtekt ferðamannsins. En frásögn blaðsins minnti hann á hálf- pleymöa sögu, sem honum var sp«ð hér fyrir átta árum. Nú, á þessari stundu hékk maður á famla gálganum upn á hæðinni. Það var þá ekki til einskis að böðullinn, sem engan hafði hengt, hélt honum vel við. Síðast hékk þar maður, sem í hugarheimi fólksins átti sér ekki ósvipaða sögu og sá, sem í dag var festur upp. Ferðamaðurinn lagði blaðið frá sér á bekkinn og stóð á fæt- ur. Hann barði öskuna úr píp- unni á þróarbarminum og fyllti hana á ný. Eldspýta brann stíllt í logninu og loginn var rauður, næstum dimmur í hinni hvítu sól. Svo rölti hann yfir torgið út á götu stefnulaust. Gamalkunnugt umhverfi rifj- aðist upp fyrir honum. Þarna er sprungni múrveggurinn. Lækurinn seitlaði yfir slímuga steina og húninn vantaði á báða handriðsstólpana. Kirkja hins heilaga Georgs hafði misst eina af sínum máluðu rúðum og fengið ómálaða í staðinn. Og ennþá var litli afgirti kofinn þarna í útjaðrinum. Tveir ves- ældarlegir hundar flatmöguðu í sólskininu, þeir önduðu ótt og títt og rauð tungan lafði út úr þeim. Upp við óræktarlega pálmann reis fótalausi maður- inn upp á endann eins og hann væði jörðina. Kastalavirkið var á sínum stað, þunglamalegt og stolt — og þarna er gálgahæð- in. Ferðamaðurinn hrökk upp úr hugleiðingum sínum, nam stað- ar og starði á þessa gróðurlausu hæð. Hún ein allra hluta þessa staðar hafði breytt um svip. Áður hafði hún aðeins vakið forvitni ferðamannsins og verk- að táknrænt á ímyndunarafl hans. Nú hafði þetta eina tré, sem á hæðinni var, borið ávöxt. Sennilega var það aðeins for- vitni, sem kom ferðamanninum til að leggja leið sína upp hæð- ina. Slíka sjón hafði aldrei bor- ið fyrir augu hans áður. Meðan hann nálgaðist gálg- ann, virti hann hangann fyrir sér. Þetta var ungur maður, frem- ur grannvaxinn, hárið mikið og hrokkið. Hann var allvel klæddur, en fötin líktust þó fremur klæðn- aði trúða á leiksviði en ígangs- fötum venjulegt borgara. Hendurnar voru bundnar á bak aftur. Hálsinn teygðist í óeðlilega lengd undan þungan- um. Höfuðið var nokkuð álútt því kaðallinn dróst í gegnum hnútinn aftan á hálsinum. Skrælnuð tungan lafði út úr öðru munnvikinu, og niður vinstri kinnina kom stór fluga og skreið inn um aðra nösina. Augun voru útstæð og blóð- hlaupin. En neðan við hársrót- ina, beint upp af nefinu, mark- aði greinilega fyrir gömlu hringmynduðu öri. i? NAÐUÐ til að deyja Framhald af bls. 19. að sálarstreita hefur slæm áhrif á krabbameinssjúklinga. — Þér skuluð reyna að njóta lífsins eftir fremstu getu, segja læknarnir við hana. Hún segir: — Þegar ég var látin laus úr fangelsinu langaði mig ekkert til að lifa. En nú, eftir því sem ég hugsa meira um líf mitt, verður það ennþá óskiljanlegra. HÚN SELDI SIG Á GÖTUNNI FYRIR EIGINMANN SINN Dr. Henning Protzen, yfir- læknir við kvensjúkdómadeild- 27. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.