Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 8
ÁTTUNDI HLUTI ROBERT Ég er ekki tilfinningamaður. Það er að segja, ég er ekki nein smáskel, sem lætur hrekj- ast á ölduróti óviðráðanlegra tilfinninga. Já, ég get siglt eft- ir vindi, hversu mikill sem hann er og ég kæri mig ekki um að hafa það öðruvísi. En fram að þessu hef ég verið hreykinn af því að geta alltaf stjórnað geði mínu, ef þess ger- ist þörf, eða, í versta falli, skipt fimlega um stöðu, jafnvel fært mér æstar öldur í nyt. Sjaldan hef ég þurft að leita hafnar mér til bjargar. En nú . . . ? Ja, því er ekki að leyna að nú er ég ekki alveg viss. Það eina sem mér er ljóst er, að þetta er í fyrsta skipti á ævinni, sem ég hef kynnzt af eigin raun því sem Ijóðskáld liðna tím- ans kölluðu ,,sálarangist“. Já, frá því ég skildi við Candice á veitingahúsinu, þar sem hún sat ein eftir, yfir leifunum af afpiæliskökunni, og þangað til nú, þegar ég upplifi þessar ynd- islegu stundir minninganna í hinu kunna andrúmslofti í Amsterdam, hef ég fundið þessa angist. Amsterdam hafði mikil áhrif á mig. Það var hvasst og vindurinn blés öllu, Candice líka, burt, og ég naut innilegra samverustunda með konunni minni. Já, ég varð ást- fanginn af henni aftur, féll fyr- ir henni, en það varð samt mýkra fall en áður, mýkra vegna hinna mörgu ára sem ég hef notið ástar hennar (þótt ég hafi nú samt leitað ásta annars staðar). Já, Catherine var yndisleg. En rétt skal vera rétt, ég veit að það var ekki á nokk- urn hátt henni að kenna að þessar skemmtilegu samveru- stundir okkar tóku breyting- um. Eg sá líka hve innilega hún lagði sig fram. Til dæmis, var henni vel ljóst að afmæl- isgjöfin, sem hún hafði haft svo mikið fyrir, þessi hræði- lega afmæliskaka, var algert glappaskot. Og ég veit líka að þessi mistök voru aðeins slysni, frekar en að hún hafi ætlað að töfra mig með kökunni. Hvern- ig átti hún að vita um tilvist Candice. Þegar ég lagði í að borða þessa hræðilegu köku, sór ég með sjálfum mér að gera það án þess að blikna; þetta var, þegar allt kom til alls, að- eins kaka . . . þótt ýmislegt lægi þar á bak við. En angistin er sterk, eins og hreinn vínandi, og ég gat ekki gert að því að ég fann stöðugt lyktina af henni. Ég er líklega ekki eins hraustur og ég hef haldið fram að þessu, fram að kökunni. Ég veit ekki hvers vegna þetta var svo mikilvægt. Ég veit að- eins að hvert blóðkorn, hver vöðvi, hver taug í mér þráði Candiee fram að þessu, — ja, — en svo varð ég á einhvern hátt rólegri. Og þess vegna varð það að daginn eftir var ég næstum eins og töfraður af minning- unum um liðna tímann og konan mín Catherine varð aft- ur eins og smástelpa, fersk, yndisleg, full af fjöri og ást- ríki og þessum ákafa, sem ég var alltaf svo hrifinn af. Og þessi tilfinning hélzt allan dag- Catherine varð aftur eins og smástelpa, fersk, yndisleg, full af fjöri og ástríki og ákafanum, sem ég var alltaf svo hrifinn af.. inn. Fram á kvöld. Það getur hafa orsakað einhverja breyt- ingu hvernig kertaljósin skinu á miðdegisverðarborðinu, eða að ég tók eftir því, þegar Cath- erine tók upp munnþurrkuna sína, að hendur hennar höfðu breytzt, frá því að vera mjúk- ar og stinnar, eins og þær voru áður, en voru nú með þessum ákveðnu línum, sem eftir nokk- ur ár yrðu að hrukkóttum og æðaberum höndum, því sem kallað er gamlar hendur. En þegar ég horfði á þessa ást- ríku ásjónu (sem ég elskaði), þá hvarflaði hugur minn til hinnar fögru Candice og mér fannst allt óbærilegt. Þegar við fórum upp í „sama herbergið", var ég ekki ein- göngu óþreyjufullur, heldur í sárri þörf til að breyta þessu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.