Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 46
RaSsett, sem má breyta eftir aöstæðum. FRAMLEIÐANDI OG SELJANDI: Bólstririn Hverfisgötu 74 - Sími 15102 nokkurn tíma heyrt. Þeir vissu um hvað þeir voru að syngja — sprengjurnar féllu allt í kringum þá, og þótt þeir syngju hvorki vel né fallega, sungu þeir af því að þeir meintu það. Það var dásamlegt"! Bob Gibson er núna lagður af stað til að syngja í litlu kaffihúsunum, eins og hann gerði í eina tíð. Hann ætlar að leita að nýjum áheyrendum og finna aftur gömlu vinina sína. Hann viðurkennir að hafa orð- ið hálfhræddur í stúdíóinu en áskorunin heillar hann. „Síð- ast þegar ég tók upp plötu“, segir hann og hláer dátt, „var nýbúið að finna upp eitthvað sem kallað var stereo. En þá var allt á einni rás. Nú kem ég inn í stúdíó allt í einu og þá eru rásirnar hvorki meira né minna en 16. En mér finnst vænt um að vera byrjaður aftur í músík. Það er eiginlega það eina sem ég kann. Og auk þess“, segir hann eins og við sjálfan sig, „er músík ekki vinna í mínum augum . . enda leiðist mér að vinna“. Bob Gibson er kominn aftur og hefur sannað að hringrás tónlistarinnar er óendanleg. ★ BUFFY OG INDÍÁNA- VANDAMÁLIÐ Framhald af hls. 10. fyrstu landnemarnir voru að koma til Nýja heimsins. Hún bjargaði enskum aðalsmanni og skipstjóra, John Smith frá dauðadómi kynbræðra sinna og kom hvítum mönnum til hjálp- ar að minnsta kosti einu sinni eftir það. Hún giftist síðar hvít- um manni, John Rolfe og rekja margar „fínustu“ fjölskyldur Virginíu ættir sínar til þeirra hjóna. Pocahontas varð fljót- lega eftir dauða sinn — og jafn- vel í lifanda lífi — einskonar þjóðsagnapersóna í Englandi, þar sem almenningur, og þó ekki sízt aðallinn, skelfdist indiánana og grimmd þeirra.) Ef ég leik í kvikmynd, vil ég leika Jackie Kennedy, Betsy Ross eða Dolly Madison. í þeim kvikmyndum sem mér hefur verið boðið að leika í, til dæm- is „A Man Called Horse“, „Mc- Kenna’s Gold“ og „Tell Willie Boy Is Here“, hefur ekkert ver- ið hentugt handa mér — né nokkrum Indíána yfirleitt". Indíánarnir í Bandaríkjunum eru mjög hrjáðir, eins og kem- ur fram í frásögn Buffy hér á eftir. Nokkrir róttækir Indíánar eignuðu sér þá eyju úti fyrir strönd San Francisco, og hafði sú eyja, Alcatraz, áður verið í eigu Sioux-indíána. En ein- hverntíma komst bandariska stjórnin að þeirri niðurstöðu að upplagt væri að nota eyna und- ir fangelsi, svo það var gert og Indíánunum gefnar nokkrar lit- aðar glerperlur fyrir. Töluverð- ur styr stóð um þetta mál þeg- ar hætt var að nota eyna og Indíánarnir fluttu þangað, en ráðuneyti það sem fer með mál Indíána vestur þar, hefur gert allt sem í þess valdi hefur stað- ið til að koma í veg fyrir að pressan gefi málinu gaum. Buffy var nýlega spurð um Al- catraz og hvort hún teldi það gott fyrir málstað Indíána þeg- ar persónur eins og Jane Fonda kæmu til hjálpar. Hún hikaði við að svara: „Við notum mikinn tíma til að reyna að gera fólki málstað okkar ljósan og þá kemur ein- hver — í ákaflega góðri trú — til að hjálpa, en oft fer það þannig að myndavélunum er snúið frá málstaðnum og að frægu fígúrunum. Þannig lend- ir málstaðurinn í öðru sæti. Alcatraz’ er ekki mótmæla- aðgerðir. Stjórnin hefur beint athygli pressunnar frá þessu atviki og síðan hefur fólk ekki fengið tækifæri til að átta sig á því sem er í rauninni að ske. Alcatraz er eign Indíánanna og hefur alltaf verið. Einu sinni viðurkenndu stjórnvöld það, meira að segja. En einhverntíma datt þeim í hug að taka Alcatraz af okk- ur, svo þeir gerðu það og þeg- ar þeir voru búnir að komast að því að það var ekki hægt að búa þar, fengum við eyna aftur. „Skítt með það“, sögðum við, „það er allavega betra að vera þar en á einhverju „vernd- arsvæði". Það er ekkert vatn þar, stjórnin skrúfaði fyrir það þegar íbúarnir fluttu þangað. Ég hef hingað til borgað sjálf fyrir það vatn sem er flutt þangað, en við höfum ekkert rafmagn, bara lélega smáraf- stöð, sem sífellt er að bila. Við Indíánarnir búum við stöðugt neyðarástand. Indíáni getur ekki búist við að lifa nema í 43 ár og það er hættu- legra að vera Indíáni undir átján ára aldri en hermaður í Vietnam, enda fæðast 10 sinn- um fleiri börn — hlutfallslega — en hjá hvíta manninum, og síðastliðin 5 ár hafa fleiri börn dáið úr ýmsum sjúkdómum, mörgum smávægilegum, en her- menn í stríðinu. Langflest hvít börn þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af kvefi og mislingum, en fyrir Indíána er það sama og dauðadómur. Á „verndarsvæð- unum“ eru engir læknar og engin lyf. Indíánabörnum er kennt í ríkisskólunum en áður en Kól- umbus fann Ameríku hafi Indí- ánarnir ráfað hér um eins og skepnur í einhverskonar blekktri tilveru og síðan öskrað eins og villidýr og flegið höf- uðleðrið af litlu, sætu frum- byggjabörnunum. Ó, þessir elskulegu landnámsmenn! Blökkumennirnir í þessu landi vita meira um Indíánana en hvítu mennirnir, en bæði hvít- ir og svartir vita meira um Indíánana en Indíánarnir sjálf- ir. Blökkumennirnir hafa Af- rííku til að horfa til, og það er allavega eitthvað, en við höfum ekki neitt. Það hafa verið gerðar vís- indalegar rannsóknir á fornum minjum í indíánabyggðum og þar hefur sannast að við lifð- um jafn vel og lengi og hver annar hefði gert undir sömu kringumstæðum. Mataræði okk ar var mjög gott, heilsusamlegt og gott. Nú lifum við á baun- um og súpu einstaka sinnum. Yfirleitt er sú súpa sett sam- 46 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.