Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 9
Lifðu lifinu FRAMHALDSSAGA EFTIR ástandi. Þess Vegna sagði ég Catherine að ég þyrfti að segja henni nokkuð sem væri mjög áríðandi. Ég veit ekki hvers vegna ég guggnaði á að segja henni þetta. Hræðslan við að „særa hana“ var gömul hræðsla og ég var orðinn henni svo vanur, eins og hún væri gam- alt ör; ég var líka vanur því að hún gat snúið mér um fing- ur sér og íundið ástæður fyrir öllu. (Hve óondanlega oft hafði hún ekki fundið eðiilegar ástæður fyrir ýmsum ástaræv- intýrum mínum?). Nei, ég hef ekki minnstu hugmynd um hvers vegna ég varð svo meyr, gat ekki sagt henni sannleik- ann: að ég væri ástfanginn .af annarri konu. Á minn hátt. Þetta hafði verið dásamlegur dagur, jafnvel þótt það hafi að- eins verið endurómur frá liðn- um hamingjustundum. Þær stundir voru liðnar — hver ef- aðist um það? En samt var nóg eftir til að vekja þessar til- finningar. Var það ekki eins konar'ást? Ég var ekki í nein- um vafa. Jafnvel þótt sumir staðirnir, sem við fórum til- í þeim tilgangi að minnast gam- alla tíma, og ýmislegt sem við gerðum, færi svolítið í taug- arnar á mér, þá fannst mér það ekki sérstaklega leiðinlegt. En hvers vegna kom þá Can- dice mín, hin freistandi draumadís, fram í huga mínum og truflaði þreytta sál mína, eftir þennan vel heppnaða dag með konu minni? Þetta var ískyggilegt. Þegar ég var lagztur út af í rúmi Napoleons, sem til allrar hamingju var með brík í miðj- unni, sem útilokaði nánari snertingu, sá ég andlit hennar eins greinilega og ég sá andlit konunnar minnar, sem lá við hlið mér; ég fann fyrir henni; Já. bað er dagsatt. Og viðbrögð mín gagnvart þessari ímynd hugans urðu þau að hversu innilega sem mér þótti vænt um Catherine, þá var það ,Can- dice sem ég elskaði og þráði. H. SHEFFIELD — Ég þarf að segja þér nokk- uð mjög mikilvægt, sagði ég. Ó, hve einfaldur ég var! Ég hefði mátt vita að mín snjalla Catherine fyndi strax leið til að feykja burt gráum skýjum samvizku minnar. Hve oft hafa ekki veiklundaðir eiginmenn orðið að hætta við hálfvoigar syndajátningar, vegna þess að varkárar konur þeirra hafa ekki viljað hlusta á þær? Og mér var ljóst að Catherine þráði það ákaft að verða ekki sett til hliðar og þar sem ég var ákveðinn í að gera það, þá varð ég að beita hörku. En vei mér aumum, ég hafði ekki löngun til að taka afstöðu, hvorki með henni né móti. Ó, ef við hefðum verið Austur- landabúar og búið í þeim hluta heimsins, sem hægt var að hafa samkomulag um þessa hluti; þar sem fyrsta konan tekur virðulega á móti annarri konu og þær geta svo búið í sátt og samlyndi! En þótt bæði ég og Catherine gætum kyngt þess- um austurlenzku siðum, ég var viss um að hún hefði tekið Candice eins og öllum hinum, þá myndi Candice aldrei taka það í mál. Allt eða ekkert. Hún hafði gefið mér það fullkom- lsva í skyn.- Sannleikurinn er nú reyndar sá að flestar segja þær það sama, en færri meina það. En ég vissi að Candice var ákveðin, og tilfinningar mínar til hennar voru það sterkar að ég fann að ég mátti ekki hætta á neitt. Ég varð að fá hana og ég varð að ganga að skilmálum hennar. En ég varð að taka á þessu máli með ýtrustu varúð, en hraða því samt, því að mér var ljóst að Candice var ekki þannig skapi farin að hún gæti beðið lengi. Þannig var þetta ferðalag, ..önnur brúðkaupsferðin" með Catherine, burt frá Paris og ástinni minni, sannarlega regluleg guðsgjöf. Hérna í Amsterdam, jafnvel á meðan við Catherine röltum um göt- urnar og minntumst fyrri tíma, þá gafst mér svolítill tími til að hugsa það út hvernig ég ætti að leysa þetta vandamál. Þótt ég elskaði konuna mína, gat hún ekki komið blóðinu til að renna hraðar í æðum mér, þetta yrði því eingöngu andleg raun, en ég varð að horfast í augu við það. Annar dagurinn var líkur þeim fyrri; regluleg hvíld fyr- ir okkur bæði, þótt það væri sarnt sitt með hvoru móti. Ég skeytti því jafnvel ekki þótt ég hsfði skilið Michael einan eftir með alltof mikla vinnu. Þetta var góð mynd, það var ég viss um, og hún átti eftir að orsaka mikið umtal, þegar við sendum hana frá okkur. Ég get ekki sagt að ég hafi ekki „hugsað“ um Can- dice. eða þráð hana, ég hafði okki áhvggiur af henni eða framtíð okkar, ég vissi að þess yrði ekki langt að bíða að við gætum verið saman, svo ég kom mér fyrir i þægilegri for- tíðinni og var ánægður yfir því að bæði ég og Catherine nut- um tilverunnar. Við höfðum sofið fram eftir um morguninn og vöknuðum hress og úthvíld. Ég var sér- staklega hress (Catherine er það alltaf, að minnsta kosti alltaf, þegar hún er með mér), og það var ég sem stakk upp á því að við færum að skoða hina skemmtilegu næturklúbba borgarinnar um kvöldið. — Ó. það er dásamlegt, ástin mín! hrópaði Catherine og ljómaði í framan. Við bo>-ðum þá snemma hé>- á hótelinu, barþjónninn stakk því að mér að maturinn væri óveniu góður hér núna, ekki eins og hann var forðum — Ágætt! svaraði hún. Stundum finnst mér leiðin- legt að Catherine samþykkir allt sem ég segi og geri, hvað sem það er, en í þetta sinn varð ég glaður. Við — það er að segja ég — ákvað, að þar sem við ætluð- um að borða svona snemma, þá væri bezt að skipta ekki um föt fyrr en eftir mat. Það gaf mér tíma til að fá mér blund, svo ég gæti búið mig undir næturröltið. Við vorum rétt sezt við borð- ið okkar og Catherine var að skoða vínkortið og spyrja um þessa og hina víntegundina, þegar mér varð litið upp og fram í móttökusalinn. Ég sá að það var nýr gestur að koma, sem talaði glaðlega við létta- drenginn, sem bar farangurinn. Þetta var einkennileg tilviljun, hún var svo lík Candice, þegar hún brosti til piltsins. En svo sneri hún sér við og horfði inn í matsalinn. Já, það var Can- dice . . . Framhald í næsta blaði. 36. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.