Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 12
CLARK 6ABLE Ástarœvintýriö sem allur heimurinn talaði um Ástarsaga Clark Gables og Carole Lombard, var rómantískasta ástarævintýri fjóröa áratugsins. Þau voru eins umtöluð og Elisabeth Taylor og Richard Burton eru í dag. Þau bjuggu hamingjusöm viö auð og allsnægtir í Hollywood, en endalokin voru harmsaga. Um þaö leyti var Clark Gable kjörinn „konungur Hollywood". Hann var karlmannlegur og glæsilegur og vissi hvernig hann átti aö umgangast konur. Á bak við hinn hamingju- sama Clark Gable voru alltaf konur. Það var Josephine Dill- on, fyrsta eiginkonan, 14 árum eldri en hann, sem leiddi hann að þröskuldi hamingjulandsins. Önnur kona, Minna Wallis kom honum inn í heim stjarnanna. Margir höfðu tekið eftir haefi- leikum hans í fyrstu kvikmynd- inni, þegar hann lék kúreka, sem hafði betra lag á konum en hestum. Það tóku margir eftir úfnum augnabrúnum hans, sterklega nefinu, hlýja, smitandi hlátrin- um og hrukkóttu enninu og ekki sízt liðaða hárinu og sterk- legum líkama hans. Hann var reglulegt karlmenni. í kvik- myndaheiminum var fólk líka orðið hálfþreytt á væmnum manngerðum og Valentino týp- an var ekki lengur íjízku. En það þurfti líka konur til að opná augun á þeim körlum, sem réðu og ríktu í kvik- myndaiðnaðinum. Clark Gable gat því ekki fengið betri tals- mann en Minnu Wallis. Hún var systir þekkts leik- stjóra og þekkti alla, sem áttu eitthvað undir sér. Hún fór til hins mektuga Darryl F. Zan- ucks og bað hann um' að líta á reynslukvikmynd, sem hún hafði grafið upp. Zanuck horfði á myndina í fimm minútur, þá var hann bú- inn að fá nóg af Clark Gable. — Hann hefur allt of stór eyru, andvarpaði Zanuck. — Ég þoli ekki að horfa á hann lengur. — En hann er ágætur leik- ari. Og hann er ljómandi mynd- arlegur, eiginlega líkur Jack Dempsey, andmælti Minna. — Það getur verið, tók Zan- uck fram í fyrir henni. — En eyrun eru allt of stór. Hann gæti flogið á þeim einum hve- nær sem er. Og þar með var Zanuck bú- inn að afgreiða Clark Gable. Þetta var mesta skyssa sem hann gerði og skrítið að hann skyldi ekki vera dómbærari. Minna Wallis lét þetta ekki á sig fá. Hún fór til Irving Thalbergs, sem var hjá Metro- Goldwyn-Mayer. — Láttu þér ekki detta þetta í hug, öskraði Thalberg. — Clark Gable er ómögulegur. É’g hef séð hann. Eyrun á honum eru eins og þokulúðrar! — Hvers konar leikstjóri ertu, sagði Minna, sem vissi vel hvernig átti að umgangast svona menn. — Þú veizt miklu betur en ég hvað hægt er að gera með myndavélunum, það er hægt að gera kraftaverk með réttri lýsingu og réttum fjar- lægðum. Hún hætti ekki fyrr en Thal- berg settist tautandi inn í sal- inn, þar sem reynslukvikmynd- ir eru sýndar. Og þegar mynd- inni lauk, var sigurinn unninn. Thalberg varð að viðurkenna að þessi Clark Gable væri eig- inlega nokkuð góður. Og eyr- un, já, það var þá eitthvað til að spreyta sig á sem leikstjóri. Hann hafði komizt út úr verri klípu. Clark Gable var kallaður til skrifstofu forstjórans. Hann stóð frammi fyrir Thalberg, þráðbeinn, myndarlegur, horfði beint í augu hans með hlátur- mildum augum. Það var ör- yggi yfir allri persónu hans og Thalberg fannst hann mjög glæsilegur, þrátt fyrir eyrun. Hann fékk strax hlutverk á móti Constance Bennet í „Auð- veldasta leiðin“. Og áður en upptakan var hálfnuð, var hon- um boðinn samningur upp á 650 dollara á viku. Sá samn- ingur var undirritaður í janú- ar 1931. Áður en janúarmánuður rann upp næsta ár, hafði hann svo sannarlega unnið fyrir kaupi sínu. Hann lék í tólf kvikmynd- um það árið og jafnvel i tveim- ur í senn. Nú var Hollywood og reynd- ar Ameríka öll búin að eignast kvikmyndahetju, glæsilegan kraftakarl, sem alls ekki var búinn að losa sig við framkomu skógarhöggsmannsins. Þetta var hraustur maður, sem ekki hik- aði við að flengja konurnar og ætlaðist svo til að þær bæðu hann fyrirgefningar. Nú var ekkert lát á bréfum frá aðdáendum. Mestan sigur vann hann í kvikmyndinni „A Free Soul“, þar sem hann lék með Leslie Howard og Normu Shearer. Og samt var árið 1931 ekki á enda. Það voru ekki eingöngu kon- ur, sem hrifnar voru, karlmenn höfðu líka mikið dálæti á hon- um. Þeir gátu lært af honum hvernig bezt var að meðhöndla konur. Hann varð yfirleitt allra eftirlæti. En þegar konur um allan heim óskuðu einskis frekar en að fleygja sér fyrir fætur hans, voru það aðeins tvær, sem áttu einhvern þátt í einkalífi hans. Önnur var fyrsta kona hans. Josephine Dillon. Þegar Clark Gable varð frægur, fylltist leik- skóli hennar í Hollywood. Ung- ir leikarar vildu gjarnan greiða 35 dollara fyrir tímann til að fá kennslu hjá konunni, sem hafði mótað Clark Gable. En á miðju ári 1931, þegar allt gekk sem bezt hjá honum, skrapp Clark Gable til Santa Ana, sem -er rétt sunnan við Hollywood, til að kvænast konu frá Texas, svo lítið bæri á. Það leið ekki á löngu áður en nafn hennar varð kunnugt. Hún hét Marie Langham og hún átti son og dóttur. Þau höfðu reyndar Framhald á bls. 33. 12 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.