Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 27
Hjónin ásamt börnunum á heimili foreldra Sigurðar í Hafnarfirði. — Þú hefur að sjálfsögðu sungið með mörgum þekktum óperusöngvurum? — Jú, þeir eru orðnir all- margir. Ég get til dæmis nefnt Irmgard Seefried, Elizabeth Schwarzkopf, Sena Jurenac, Mario del Monaco, Wolfgang Windgassen, Fritz Wunderlich. Þá hef ég sungið undir stjórn hins fræga hljómsveitarstjóra Karls Böhm, sem flestir tón- listarunnendur munu þekkja til. Auðvitað var lærdómsríkt og ánægjulegt að kynnast og vinna með þessu fólki öllu, en ég held helzt að Wunderlich sé mér minnisstæðastur af þeim öllum. Við vorum góðjr kunn- ingjar. Hann lézt af slysförum 1967. —• Þú minntist á Mozart. Menn eru stundum hissa á því, að hann skrifaði óperur sínar við ítalska texta. — Hann mun hafa verið hvað fyrstur þýzkumælandi manna til að semja óperur, svó að ekki er víst að þýzkir text- ar hafi legið á lausu. Þar að auki hafa margir fyrir satt að ítalska sé flestum málum bet- ur fallið til söngs. Fjöldi og tíðni hljóðstafa í því máli ræð- ur hér miklu. Sem dæmi. má — Starf þitt hefur samt sem áður ekki eingöngu verið bund- ið við Kassel? — Nei, langt í frá. Ég hef sungið sem gestur víða síðan ég flutti þangað, í Miinchen, Frankfurt am Main, Stuttgart, Lubeck og víðar. í Lúbeck söng ég með Ólafi Þ. Jónssyni sem þar starfaði, en er nú kominn að óperunni í Mainz. Það bar þannig til að ég var nýkominn frá Austurríki heim til Kassel og var að syngja þar í Cosi fan tutti. f hléinu var hringt í mig frá Lúbeck og ég beðinn að syngja þar daginn eftir í óper- unni Zár und Zimmermann eftir Lortzing, sem kallaður hefur verið Mozart Þýzkalands. Mozart var jú ekki Þjóðverji, heldur Austurríkismaður. — Er ekki erfitt að taka þannig við hlutverkum undir- búningslaust? — Jú, maður verður að vera aðgætinn, þegar maður kemur inn á sviðið, sjáandi þá kann- ski mótleikarana og hljómsveit- arstjórann í fyrsta sinn. í þessu tilfelli spurði ég stúlkuna, sem hringdi í mig frá Lúbeck, hvort textinn væri sá venjulegi, en í Þýzkalandi er algengt að leik- húsin og óperurnar breyti hon- um eitthvað, hvert fyrir sig, eins og þau telja henta. Nei, hún sagði að breytingarnar væru sama sem engar. Þar eð ég kunni venjulega textann, taldi ég ekkert að óttast og féllst á að koma. Ég ók til Lú- beck frá Kassel og var kominn þangað klukkan hálfsjö, en sýn- ingin átti að byrja klukkan átta. En þá sýndi sig að heil- miklar breytingar höfðu verið gerðar á textanum, gagnstætt því sem mér hafði verið sagt, og ég hafði aðeins hálfan ann- an tíma til að læra textann með breytingunum, fyrir utan svo það að búa mig. En þá var ég kominn of langt til að aftur yrði snúið. — Og hvernig gekk? — Þetta tókst ágætlega. Ég hafði það af að læra breyting- arnar á þessari smástund, sem var til stefnu, en hvort ég mundi þær lengi á eftir, það er annað mál. Nú fer ( hönd sýning á Don Giovanni í Kassel, og mun Sigurður syngja aðaltenórhlutverkið, Ottavio. Hann er þegar farinn að búa sig undir það, hér heima í stofu foreldra sinna. 36. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.