Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 20
- Stundum er ég svo þakklát ag ég gæti kysst þau, en stundum hef ég á tilfinningunni að þau séu OF hjálpsöm og vingjarnleg. En hvernig ætti ég að geta kvartað? Manstu þegar rafmagnið fór? FRAMHALDSSAGA 4. HLUTI Páfinn kom inn, haldandi á ferðatösku og með frakkann á handleggnum. — Jackie segir að mús hafi bitið þig, sagði hann. —- Já, sagði Rosemary. — Það var þess vegna að ég kom ekki til að sjá yður. Hún gerði rödd sína dapurlega, svo að hann skyldi ekki renna grun í að hún hafði rétt í þeirri svip- an fengið fullnægingu. — Það er í lagi, sagði hann. — Vér viljum ekki að þú stofnir heilsu þinni í voða. — Er mér þá fyrirgefið, fað- ir? spurði hún. — Alveg ákveðið, sagði hann. Hann rétti henni hönd- ina svo að hún gæti kysst hringinn. Steinninn í hringnum var kúla úr silfurvíravirki, tæplega þumlungur á breidd, og inni í henni var Anna Mar- ia Alberghetti og beið, ósköp lítil. Rosemary kyssti kúluna og páfinn hraðaði sér út til að ná í ílugvélina . . . — Nei, hún er yfir níu, sagði Guy og hristi hana. Hún sló frá sér hönd hans og velti sér á grúfu. — Fimm mínútur, sagði hún niður í koddann. Allt kom til hennar aftur: draumarnir, drykkirnir, súkku- laðimús M.inniear, páfinn og augnablikið hræðilega, þegar hana dreymdi ekki. Hún reis upp á olnboga og leit á Guy. Hann var að kveikja sér í sígarettu. Hann var í náttföt- um. Hún var nakin . . . — Hvenær sofnaði ég? Ro- semary settist upp. — Um hálfníu, sagði Guy. — Og þú sofnaðir ekki, elsk- an. Þú slokknaðir alveg. Frá og með þessum degi færðu hanastél eða vín, ekki hvort- tveggja í einu. — En sá draumur, sagði hún og lokaði augunum. Síðan opn- aði hún þau og sá rispur á vinstra brjóstinu, tvö samhliða rauð strik. — Ekki að rífast, sagði Guy. — ’Ég er þegar búinn að klippa á mér neglurnar. Rosemary leit forviða á hann. — Eg vildi ekki missa af barnsnóttinni, sagði hann. — Þegar ég var alveg — meðvitundarlaus? Hann kinkaði kolli og brosti, en brosið var eilítið þvingað. — Það var einhvern veginn spennandi. Einhvern veginn allt öðruvísi en venjulega. Hún leit undan og dró tepp- ið aftur uppyfir mjaðmir sér. — Mig dreymdi að einhver tæki mig — með valdi. Ég veit ekki hver. Einhver — sem ekki var — manneskja. Ég þakka, sagði Guy. Og þú varst þar og Min- nie og Roman og margir aðr- ir . . . Það var eins konar helgi- athöfn. Ég reyndi að vekja þig, en það var ekki viðlit. Hvað er hlaupið í þig? spurði hann er Rosemary sneri sér undan. — Ekkert. Sennilega það eitt að mér finnst þetta allt saman dálítið undarlegt. Að gera það svona meðan ég var meðvit- undarlaus! Þegar Guy var farinn af stað á æfingu fór Rosemary í steypibað. Hún stóð hreyfing- arlaus undir sturtunni og beið þess að þokan hyrfi úr heilan- um, þannig að hún gæti kom- ið skipulagi á hugsanir sínar og komizt að niðurstöðum. Höfðu atburðir kvöldsins í raun og sannleika verið eins og Guy sagði? Var hún þá með barni? Þótt undarlegt kynni að virðast stóð henni nú á sama. Hún var óhamingjusöm —• hvort sem það nú var heimsku- legt af henni eður ei. Þegar hún renndi huganum yfir síð- astliðið tímabil hafði hún það á tilfinningunni að Guy elsk- aði hana ekki á sama hátt og áður, að það væri hyldýpi milli þess sem hann sagði og þess sem honum fannst. Hann var leikari. Hver vissi hvenær leikari sagði sannleikann og hvenær hann lék? Steypibað dygði áreiðanlega ekki til að losna við þessar hugsanir. Á leiðinni út til að verzla hringdi hún dyrabjöll- unni hjá Castevet-hjónunum og skilaði bollunum undan súkkulaðimúsinni. — Hvernig fannst þér? spurði Minnie. — Það var dásamlegt, sagði Rosemary. — Þú verður að gefa mér uppskriftina . . . Þau Guy höfðu fjarlægzt hvort annað, en hann virtist ekki taka eftir því. Hann hafði mikið að gera og þau borðuðu oftar með vinum og kunningj- um en tvö ein. Þegar þau voru tvö, voru samtöl þeirra eðli- leg á ytra borði en innihalds- laus. Guy leit aldrei á hana, eða það fannst henni. Hann var alltaf að glugga í handrit eða með sjónvarpið opið. Hann háttaði og var sofnaður áður en hún kom inn í svefnher- bergið. Hann heimsótti Caste- vet-hjónin endrum og eins. — Finnst þér ekki við ætt- um að tala um þetta? sagði Rosemary morgun einn. Hún leit á hann en hann virtist ekki skilja. — Um það hvernig við tölum saman, sagði hún. — Um að þú lítur aldrei á mig. — Hvaff ertu að tala um? Víst lít ég á þig. Elskan mín, hvað er að? Hvað hefur kom- ið fyrir? — Ekkert. — Fyrirgefðu mér, elskan. sagði hann. — Ég veit að ég hef verið dálítið upptekinn af hlutverkinu, en það skiptir nú líka svo miklu máli. En það þýðir ekki að ég sé hættur að elska þig. Þú verður líka að hafa hagfræðilegu hliðina í huga. Hann sagði þetta hálf- klaufalega og hrífandi og hreinskilnislega, eins og þegar hann lék kúrekann í Bus Stop. Hún laut framyfir borðið og kyssti hann. 20 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.