Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 28
það helzta, sem dregur úr möguleikum þess til óperu- flutnings. Hún þyrfti sem sé að vera helmingi stærri til að hægt væri að koma fyrir þeim fjölda hljómsveitarmanna, sem þurfa að vera til staðar, þegar óperur eru fluttar. Mér dettur einnig í hug Leð- urblakan eftir Strauss, af því að það var verið að frumsýna hana í Kassel. sjöunda júlí. Ég syng þar Eisenstein. Leður- blakan var eitt af fyrstu verk- unum, sem Þjóðleikhúsið tók til sýningar. og mér finnst vera kominn tími til að sýna hana aftur. — Þú hefur áhuga á að koma heim. Þýðir það að þú kunnir miður vel við þig í Þýzkalandi? — Nei, því fer víðs fjarri. Möguleikarnir fyrir óperu- söngvara eru hvergi meiri en þar. En sem sagt, römm er sú tau?, eins og skrifað stendur. Eins og fyrr er að vikið var hér stödd ásamt Sigurði eigin- kona hans, frú Sieglinde Björnsson - Kahmann, sem ætt- uð er frá Dresden eða þar i grennd, einu mesta fagur- menningarbóli Þýzkalands um langan aldur. Þau kynntust í „Mig langar alltaf heim, en hvers vegna get ég eiginlega ekki útskýrt . . ." Þrátt fyrir langa dvöl erlendis er Sigurður íslend- ingur og meira að segja Hafn- firðingur i húð og hár, og frú Sieglinde geðj- ast ekki verr af landinu en svo. að hún er reiðu- búin að fylgja manni sínum hingað alkomin, ef af því gaeti orðið. Stuttgart, en Sieglinde var fastráðin söngkona við óper- una þar og hafði áður numið við tónlistaháskólann í borg- inni. Hún söng við Stuttgart- óperuna lengst af tímabilið 1955—1968, en var um eins árs skeið, 1959—1960, við óperuna í Ziirich. Síðan þau hjón fluttu til Kassel hefur frú Sieglinde sungið sem gestur við ýmis óperuhús. Hún hefur komið fram á sviði í flestum stærstu óperuhúsum Þýzkalands, og meðal frægra hlutverka sem hún hefur farið með má nefna Micaelu í Carmen, Cherubino í Brúðkaupi Fígarós og Paminu í Töfraflautunni. Við spurðum frú Sieglinde hvernig henni litist á að flytja til íslands, ef til þess kæmi. nefna að ég er nú að byrja að æfa hlutverk í Don Giovanni, sem verður tekið til sýningar í Kassel 19. sept. í haust. Ég kann ítalska textann, en nú á að syngja verkið á þýzku. í því felst svo mikil breyting, að mér finnst næstum eins og ég sé að læra nýtt hlutverk. — Þú munt hafa farið með hlutverk í mörgum þekktum og vinsælum óperum? :— Ég hef alls sungið nærri hundrað hlutverk, smá og stór. — Þar á meðal einhver hér heima? Þau eru því miður fá. Ég hef haldið hér allmarga kon- serta, og auk þess höfum við hjónin sungið í hljóðvarp og sjónvarp. En á leiksviði hef ég ekki komið fram hérlendis síðan ég söng Indriða á Hóli í Þjóðleikhúsinu 1953. Óperu- hlutverk hef ég ekki farið með á íslenzku sviði nema þegar ég hljóp einu sinni í skarðið í Bajazzo, þegar verið var að flytja það í Þjóðleikhúsinu og Gunnar Kristinsson, sem fór með hlutverk Silvio, veiktist skyndilega. Dr. Urbancic bað mig þá að taka að mér hlut- verkið, og ég lærði það, þótt ckki væru nema tuttugu og fjórir tímar til stefnu. —- Maður skyldi ætla að þá væri tími til kominn að maður fengi að sjá þig aftur á sviði hér heima, eftir að þú hefur um árabil verið þekktur óperu- söngvari í heimsins mesta tón- menntalandi. Þar stendur ekki á mér. Ég vildi ekkert frekar en fá tækifæri til að syngja á sviði hérlendis. Við vorum að minn- ast á Mozart, en hans óperur í hei'.d eru mitt uppáhald og okkar hjóna beggja. Brottnám- ið úr kvennabúrinu er til dæm- is verk, sem ég hefði mjög gaman af að syngja í, ef það skyldi verða fært upp hér, og til þsss finnst mér sannarlega tími til kominn. íslenzkur texti mun vera til við þessa óperu, sem auk þess krefst ekki stórr- ar hljómsveitar. Það er ómet- anlegur kostur fyrir Þjóðleik- húsið, en eins og menn vita er hljómsveitargryfjan þar eitt Sigurður á sviði í Kassel, í hlutverki Taminos í Töfraflautunni. 28 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.