Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 41
inu og farþegarnir hentu ýms- um munum til þeirra og síðan hófst kafsund þeirra eftir þess- um hlutum. Ein af dömunum, sem fylgdist með þessu og Arne Borg hafði kynnzt á leiðinni, horfði kankvís til hans og sagð- ist efa, að hann væri betri sund- maður en þeir sem í sjónum voru. Svar Arne Borg við þess- ari athugasemd dömunnar var rösklegt og vakti svo sannar- lega athygli. Hann stakk sér í sjóinn og reyndi að gera þeim innfæddu það skiljanlegt, að hanp óskaði eftir kappsundi við þá. En þeir skildu ekki neitt. Hann greip þá til þess ráðs að kaffæra einn þeirra það rösk- lega, að þegar hann kom upp á yfirborðið var hann helblár í framan; hófst mikill eltinga- leikUr í kringum skipið. Arne átti ekki í neinum erfiðleikum með að forða sér og þá gáfust þeir innfæddu upp, sem betur fer, sagði Arne á eftir, því að nú fann hann, að úthaldið var ekki nægilegt, eftir nætursvall og dans hvert einasta kvöld á skipinu. Ef eltingaleikurinn hefði staðið lengur er hætt við, að skipshöfnin hefði orðið að draga mig meðvitundarlausan um borð aftur, svo að notuð séu hans eigin orð. — Móttökurn- ar í Ástralíu voru frábærar, þær hefðu tæpast verið betri, þó að sjálfur prinsinn af Wales hefði komið í heimsókn í þenn- an heimshluta. Veizlur og mót- tökur, margar á dag. Arne Borg gat ekki verið þekktur fyrir annað en að þiggja þessi glæsi- legu boð. Með skemmtilegum ræðum á óaðfinnanlegri ensku, þar sem brandararnir fuku, var hann allra eftirlæti og kvenfólkið elti hann, hvert sem hann fór. Því miður hafði þetta ekki heppileg áhrif á afrek hans á sundmótunum og Charlton sigraði glæsilega á öllum mót- unum þremur, sem þeir tóku þátt í. Þegar Arne hafði tapað í fyrstu keppninni vann hann hjörtu allra, er hann tók skektu og reri með sigurvegarann í sundlauginni, og bað alla við- stadda að hilla hann með húrra- hrópum. Arne var ekki fagnað minna en Charlton við afhend- ingu verðlauna. Um kvöldið þekktist hann boð til stærsta leikhúss Sydney og þar afhenti primadonnan, Gladys Mon- creiff, honum fagra perlu sem gjöf í sambandi við frumsýn- ingu á Kátu ekkjunni. En Arne Borg var ekki skap- laus og mitt í allri gleðinni fór hann að þyrsta í hefnd yfir Charlton. Það fór að síga í Arne, þegar Charlton forðaðist að keppa frekar við hann eftir sigrana þrjá, en loksins fannst honum tækifærið koma. Meist- aramót Ástralíu átti að fara fram í New South Wales og Charlton átti að verja titil sinn í enskri mílu. Arne lét skrá sig í sundið, en á keppnisdaginn tilkynnti Charlton, að hann myndi ekki taka þátt í mílu- sundinu. í þess stað tók hann þátt í 500 metra sundi og setti nýtt ástralskt met á vegalengd- inní. En nú náði gremja Arne hámarki og hann logaði af reiði, ef svo má segja. Hann gekk til tímavarðanna og bað þá alla að vera viðstadda og taka löglegan tíma við 500, 1000 og mílu. Síðan hófst sundið. Tímaverðimir héldu að nú væri Svíinn orðinn snarvitlaus, er millitími hans við 500 metra var 11 sekúndum betri en ný- sett met Charltons. Sundið hélt áfram og undrunarkliður fór um áhorfendaskarann, þegar tilkynnt var, að millitími Arne við 1000 metrana hefði verið 24 sekúndum betri en heims- metið og loks þegar sundinu lauk og þulurinn tilkynnti, að Arne Borg hefði bætt 11 ára gamalt heimsmet um 1 mínútu og 5 sekúndur brutust út óstjómleg fagnaðarlæti. Þá má heldur ekki gleyma heimsmeti í 1500 m en millitíminn var einnig betri en gamla heims- metið. Arne Borg hafði talað! Að sundinu loknu bauð einn af aðdáendum hans honum 350 flöskur af beztu víntegundum sínum. Þessar vínbirgðir munu enn vera til staðar í vínkjallar- anum, ef Arne skyldi aftur leggja leið sína til Ástralíu. Að lokinni Ástralíudvölinni, þar sem Arne Borg sló eign sinni á öll heimsmet 1 skrið- sundi var kominn tími til að hefja undirbúning fyrir Olym- píuleikana í París árið 1924. Hann hélt til Bandaríkjanna og jók þar mjög á frægð sína. Hann kom auk þess við á Ho- nolulu og bætti öll hawaiiísk met og nokkur heimsmet. í Bandaríkjunum vann hann mörg afrek, til að byrja með sigraði hann fimm manna boð- sundssveit í 500 jarda skrið- sundi. Þá hélt hann til Chica- go, en þar voru beztu sund- menn Bandaríkjanna staðsettir í þá daga. Bezti sundmaður 36. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.