Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 48

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 48
hérna, Hutch. Hún rétti kúluna að honum. — Það tekur dá- litla stund að venjast lyktinni. Hutch þefaði, gretti sig og færði sig undan. — Það er víst mála sannast, sagði hann. — Þetta lítur ekki út eins og nokkurs konar rót, heldur miklu fremur sem mygla eða sveppamyndun. Hann leit á Roman. — Heitir það ekkert annað? — Ekki svo ég viti, svaraði Roman. — Þér og kona yðar virðast annast Rosemary betur en for- eldrar hennar gerðu, sagði Hutch við Roman þegar sá síð- arnefndi stóð upp til að fara. Rosemary fylgdi honum til dyra. Hún sá að hann var líka með gat á hægra eyra og fjölda af smáörum á hálsinum. — Þau eru svo sannarlega ótrúlega góðir grannar, sagði Rosemary við Hutch þegar þau voru orðin ein. — Þau myndu koma og taka til ef ég bara leyfði þeim það. Guy líkar ákaf- lega vel við þau. Þau hafa ver- ið honum sem foreldrar. — En hvernig líkar þér við þau? — Ég er ekki viss. Stundum er ég þeim svo þakklát að ég gæti kysst þau, en annað veif- ið fæ ég kæfandi tilfinningu fyrir því að þau séu of hjálp- söm. En hvernig ætti ég að geta kvartað? Manstu um dag- inn þegar rafmagnið fór? — Hvort ég man. — Við Guy sátum þá hér inni, og tveimur mínútum eftir að ljósin fóru kom Minnie með kertaljós. — Eru það þessi hérna? spurði Hutch. Hann benti á tvo kertastjaka úr tini með svörtum kertisstubbum, tíu sentimetra löngum. — Voru þau öll svört? — Já, og hvað með það? — Ég bara spurði. Rosemary bauð Hutch kaffi, og hann var rétt á förum þeg- ar Guy kom heim. Hutch ósk- aði honum til hamingju, og þau töluðu um barnið. Þegar Hutch var að fara þreifaði hann í vasana eftir hönzkum sínum, en fann aðeins annan. Þau leit- uðu um allt, en án árangurs. — Fjandans ástand. Ég hef sjálfsagt gleymt honum í ein- hverri búð á leiðinni. Fimm mínútum eftir að Hutch var farinn fór Guy í frakka og sagðist ætla út til að kaupa blað. Síminn hringdi hálfellefu um kvöldið. Rosemary hafði lagt sig fyrir til að lesa, og Guy, sem sat uppi og horfði á sjón- varpið, svaraði. Það var Huteh og hann vildi tala við Rosema- ry. Guy bar símann inn í svefn- herbergið. Ég þarf að tala við þig um dálítið, sagði Hutch. - Get- um við hitzt á morgun klukk- an ellefu fyrir framan Sea- gram Building? — Mjög svo gjarnan. Og hvað er þér á höndum? Get- urðu ekki sagt það? — Helzt ekki. Það er ekkert mikilvægt, svo að þú skalt ekki véra óróleg. - Ókei. Það verður gaman að sjá þig. Bless! Hún lagði á. — Hvað var það? spurði Guy. — Hutch vill hitta mig á morgun, segist þurfa að segja mér nokkuð. — Svoleiðis. Ég gæti trúað að þessar strákabækur hans væru íarnar að fara á heilann á honum. Hann fór með sím- ann fram og sagðist ætla út til að kaupa gler. Rosemary lá og hugleiddi hvað Hutch gæti viljað henni. Langt í burtu heyrði hún dyra- bjöllu Castevets hringt stuttri hringingu. Það var sjálfsagt Guy að spyrja gömlu hjónin hvort þau vantaði ekki gler eða eitthvað annað. Fallegt af hon- um. Hún kipptist við er verkur- inn beit hana innvortis. Hún kom að Seagram Build- ing stundarfjórðungi of snemma. Hún sá Hutch ekki, svo að hún settist á lága stall- inn fyrir framan húsið, fann sólina framan í sér og hlust- aði ánægð á hratt fótatak fólksins umhverfis. Hún hlakk- aði til að hitta Hutch. Klukkan ellefu var hann ekki kominn enn. Fimm mín- útur liðu og tíu mínútur og ekki kom Hutch. Þegar stund- arfjórðungur var liðinn fram- yfir fór hún inn í húsið. Hún hélt að hún hefði kannski tek- ið vitlaust eftir, er hann til- nefndi mótstað þeirra., Þegar hún kom aftur út, settist hún aftur á stallinn og sat þar þang- að til klukkuna vantaði tutt- ugu mínútur í tólf. En Hutch birtist ekki. Konur og karlar hröðuðu sér framhjá. Hún gekk aftur inn, fann símklefa og hringdi í númer Hutchs. Óróleg kvenrödd svaraði: — Halló, hver er það? Rosemary sagði: — Nafn mitt er Rosemary Woodhouse. Ég átti að hitta herra Hutch klukkan ellefu, en hann er ókominn enn. Vitið þér kann- ski hvort hann kemur eða ekki? Nú varð löng þögn. — Halló? sagði Rosemary. — Hutch sagði mér frá yð- ur, sagði konan. — Ég er Grace Cardiff. Hann veiktist í gær- kvöldi. Eða sne'mma í morgun réttara sagt. — Veiktist? Hann iiggur í djúpum dvala. Læknarnir eru ekki enn- þá vissir um orsökina . . . Framhald í næsta blaði. TREYSTIRÐU EKKI KONUNNI ÞINNI? Framhald aj bIs. 7. vera sá fyrsti, sem skýrði yður frá því, að maður yðar er nú á leið heim. Ég veit, hversu gjarnan þér viljið taka á móti honum. íburður í mat þekkist að vísu ekki hjá okkur á þess- um tímum, en við svona tæki- færi . . „Því getið þér trúað, herra borgarstjóri. Renaud skal svo sannarlega finna, að hann er velkominn. Sögðuð þér þann 20.? Um hvert leyti dags hald- ið þér, að hann komi?“ ,,í fyrsta lagi um hádegis- bil.“ „Þér getið reitt yður á, að hann fær góðan hádegisverð, herra borgarstjóri, — kærar, kærar þakkir fyrir komuna.“ Að morgni hins 20. fór Hel- ena á fætur klukkan sex. Henni hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina. Daginn áð- ur hafði hún gert allt húsið hreint, þvegið og lakkað gólf- in, svo að það glampaði á þau og sett upp ný gluggatjöld. Hún hafði tekið fram öll undirföt sín, og með léttum roða valdi hún silkiundirföt, sem legið höfðu óhreyfð í skúffunni all- an þann tíma, er hún hafði ver- ið ein. Hvaða kjól ætti hún að fara í. Sá, sem hún hafði haft mest dálæti á í gamla daga, var með bláu og hvítu munstri. En þegar hún mátaði hann, sá hún sér til gremju, að hann var alltof víður um mittið. Svona var hún orðin grönn eftir öll þessi ár. Nei, hún ætlaði að fara í svartan kjól, sem hún Framhald á bls. 50. 48 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.