Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 24
RÚLLUTERTUR Á VMSA iiegu Vilji maður baka eitthvaS reglulega gott, sem einnig er fljótlegt, þá er rúlluterta lausnin. Hér fara á eftir nokkrar ólíkar rúllu- tertuuppskriftir. Hafið hugfast við bakstur á rúllutertu: Hafið allt tilbúið, sem nota þarf þegar tertan kemur úr ofninum, áður en kakan fer inn í ofninn. Þær þurfa það stutt- an tíma í ofninum, að allt verður að vera tilbúið og við hendina. RÚLLUTERTA ÖMMUNNAR 3 egg IV2 dl sykur 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft Fylling: Jarðarberiasulta Þeytið egg og sykur Ijóst og létt. Blandið hveiti og lyftidufti saman og sáldrið því útí eggja- hræruna. Breiðið deigið út í rúllutertuform eða pappírsform, vel smurt, stærð ca. 30x40 cm. Bakið við 250° í ca. 4—5 mín. Hvolfið síðan kökunni á sykri stráðan pappír, breiðið sultuna yfir og rúllið upp. Rúllið upp á langhliðina, ef þið viljið fá fleiri og minni sneiðar en á breiddina ef sne.iðarnar eiga að vera stærri. ' SÚKKULAÐIRÚLLU- TERTA MEÐ HESLIHNETU- SMJÖRI 3 egg IV2 dl sykur % dl kartöflumiöl 2 msk. kakó 1 tsk. lyftiduft Fylling: 150 gr smjör eða smjörlíki 2'/2 dl flórsykur 2 dl saxaðir heslihnetukjarnar 1 eggjarauða safi úr einni appelsínu rifið hýði af 1 appelsínu og V2 sítrónu Skreyting: það sem eftir er af heslihnetu- smjörinu og gróft saxaðir hesli- hnetukjarnar. Þeytið egg og sykur Ijóst og létt. Blandið saman hveiti, kakó og lyftidufti og sáldrið saman við eggjahræruna. Breiðið út í smurt smjörpappírsform 30x40 cm. Bakið við 250° í ca. 5 mín. Hvolfið kökunni á sykri stráðan smjörpappír og látið hana kólna og gott er þá að hvolfa yfir hana ofnskúffunni, ef kakan er ekki bökuð í rúllutertuformi. — Hrærið kremið og bragðið til. Breiðið síðan kremið á kökuna og rúllið henni upp. Breiðið því sem eftir verður af hnetusmjör- inu utan á kökuna og stráið gróftsöxuðum hnetukjörnum ut- an á. APRIKÖSU- RÚLLUTERTA 2 egg 1 dl sykur 1 V2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft Fylling: Aprikósumauk (fæst t. d. sem barnamatur á glösum, 200 gr) 1 dl saxaðar heslihnetukjarnar flórsykur Þeytið egg og sykur Ijóst og létt. Sáldrið hveitinu og lyftiduftinu saman við. Bakið í smurðu smjörpappírsmóti. Bakið við 250° í ca. 5 mínútur. Hvolfið síðan á sykri stráðan smjörpapp- !r. Aprikósumaukið sett á og söxuðum hnetukjörnunum stráð yfir. Rúllið saman. Sáldrið síðan flórsykri yfir. 24 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.