Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 36
heimurinn segirjá BENSONand HEDGES HVEITIBRAUÐS- DAGAR I APRÍL Framhald, af hls. 19. meira, og starfslið hans var önnum kafið. Klara og Jóhann gerðu sér það fljótlega ljóst, að litið var á þau nákvæmlega sömu augum og bólusettu rott- urnar og kanínurnar með ið- andi rauðu nefin í búrunum. Það var enginn garður í kring- um húsið með auðu herbergj- unum og stormasöm heiðin veitti litla afþreyingu. — Við höfum ennþá hvort annað, sögðu þau. Það var líka eins gott. f bragganum var ekkert útvarp, engar bækur, ekkert heitt vatn. Klara var ávituð fyrir að klappa kanínu. Jóhann var beð- inn um að reykja ekki. Fyrsta daginn kvartaði Klara yfir því, að það væri súgur í svefnherberginu þeirra. Að- stoðarmaðurinn kinkaði kolli ánægður á svipinn, og sagði: — Það er súgur í öllum svefn- herbergjunum, frú. Við höfum ákaflega vel útbúinn, vísinda- legan súg. Læknirinn fullviss- ar sig um það sjálfur, áður en gestir koma. Sumir gestanna, — hann lækkaði róminn, eins og hann væri að segja þeim eitthvað í trúnaði, — sumir gestanna hafa troðið í rifurnar. En ég veit að óhætt er að treysta samvinnulipurð ykkar. — Ja, ég ætla ekki- að fá ríg í hálsinn bara vegna einka- leyfis á einhverju meðali, sagði Jóhann við Klöru, þegar hann heyrði þetta. — Og þú ekki heldur, góða mín Sjáðu! Hann tróð peysu inn í stærstu vís- indalegu rifuna. Maturinn var ólystugur. Þau fengu hvorki sykur, grænmeti né mjólk. Þegar þau sáu, að hópur af starfsmönnum við næsta borð fékk smjör, kál og ávexti, kvartaði Jóhann og fékk þetta svar: — Þið eruð á sérstöku fæði. Litið af vítamín-- ríkri fæðu. Engin C og D víta- mín. Þið skiljið það vafalaust. Daginn eftir tilkynnti Klara starfsmanninum sigri hrósandi, að loksins væri hún farin að finna til sjúkleika. Hún væri með hlustaverk! — Eg er hræddur um að við höfum engan áhuga á hlusta- verk, frú, svaraði hann. — Það bendir ekki á kvefsmitun. En þér gætuð auðvitað verið að fá kýli eða verða heyrnarlaus. — Jæja þá, en það veldur mér óþægindum. Gefið mér eitthvað við því. — Því miður gefum við ekki út lyfseðla. Við rannsökum að- eins sjúkdómstilfelli. Þá missti Jóhann stjórn á skapi sínu. — Mér er alveg sama um öll einkenni. Útveg- ið konunni minni undir eins hitapoka. Starfsmaðurinn flýtti sér að hlýða þessu. Klara eyddi deg- inum inni og þrýsti hitapokan- um vesældarlega að eyranu á sér. Jóhann sýndi henni samúð sína, með því að vera hjá henni. Daginn eftir var komin rign- ing. Heiðin var öll sundurgraf- in af vatni og dagblöðin komu ekki. Klöru leið betur í eyranu, en þau gátu ekki farið út. Þau reikuðu um herbergin á neðri hæðinni í húsinu og enginn yrti á þau. Þeim dauðleiddist. Klara starði á regntaumana á glugga- rúðunum. Ef þau. hefðu aðeins haft eitthvert annað fólk til að tala. við, bækur eða einhvern stað til að fara á. Ef Jóhanni leiddist nú eins mikið og henni sjálfri? Ef hon- um leiddist hún, og hann væri henni gramur fyrir að hafa þvingað -hann til að ganga í hjónabandið þetta árið, fyrir þessa heimskulegu brúðkaups- ferð, fyrir hlustaverkinn í gær og tilraunir hennar til að vera glaðleg í dag? Og ef — það sem verra var — einhver af þess- um viðbjóðslegu sýklum hefði nú áhrif og hann yrði veikur? Kannski mjög veikur eða eitt- hvað ennþá verra. í huganum sá Klara fyrir sér nýjan, hvítan stein: TIL MINNINGAR UM JÓ- HANN JÓNSSON, SEM DÓ Á BRÚÐKAUPSFERÐ SINNI OG KLÖRU KONU SINNAR. Nei! Hún brast í grát og grúfði sig upp að öxlinni á Jó- hanni. — Ég ætlaðist ekki til þess að það yrði svona, snökti hún. — Hvað er þetta, elskan? sagði Jóhann. — í öll þau ár, sem ég hef þekkt þig, hef ég aldrei séð þig gráta. — Nei, en ég hélt að þú vær- ir orðinn leiður á mér. — Leiður á þér? Ég skil þig ekki! Ég kvæntist þér, af því að þú ert eina konan, sem mér leiðist aldrei. Þetta er allt þess- um bannsetta stað að kenna. Rigningunni! Vonbrigðunum! Þessari fjárans lykt af gólfdúk- unum. Ég er orðinn þreyttur á að láta stinga sýklum ofan í kverkarnar á mér, mæla í mér hitann og rannsaka vasaklút- inn minn. Ekki af því að ég sé hræddur við að verða veikur, heldur af því að það eru af-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.