Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 37
Feróa Sjóvá Hvort sem þér farið langt eða skammt — og hvert sem þér farið, til Spánar eða Siglufjarðar, Bandaríkjanna eða Bildudals, þá er ferðaslysatrygging- SJÓVÁ nauðsyn. Ferðaslysatrygrging SJÓVÁ greiðir bætur við dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar bætur, þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss. Ennfremur er hægt að fá viðbótartryggingu, svo að sjúkrahúskostnaður vegna veikinda eða slysa, sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er innifalin i tryggingunni Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er nauðsynleg, ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er tryggur förunautur. Dæmi um iðgjöld af ferðaslysatryggingum SJÓVÁ: (Söluskattiir og stimpilgjöld innifalin). TlMALENGD dAnabbætub ÖKOKKUBÆTUB DAGPENINGAB A VIKU IÐGJAL.D 14 dagar 500.000.— 2-500.— 271,— 17 dagw 500.000.— 2.500.— 293.— 1 mánuður 500.000.— 22100.— 399 — SJÚVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS P INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK UMBOÐSMENN UM LAND ALLT SÍMI 11700 skipti af einkalífi mínu, hveiti- brauðsdögunum mínum. Jó- hann andaði djúpt að sér. — Nú veit ég hvað við skulum gera. Á morgun förum við með áætlunarbílnum niður í þorp- ið — og við komum ekki aft- ur! Þar er ágætt gistihús, þar sem Pilludós læknir borðar stundum. Þar skulum við borða líka, fá okkur heitt bað, sitja fyrir framan eldinn og fá okk- ur eitthvað að drekka í barn- um . . . Ganga í þurrum skóm. Eng- ar sprautur framar. Engin lykt af gólfdúkunum . . . aðeins að liggja í leti og vera saman. — En, Jóhann . . . útgjöldin! — Til fjárans með útgjöldin! Þetta er brúðkaupsferðin okk- ar, ekki satt? Jóhann strauk um hárið á henni. — Kannski Timpson fái kvef og geti flutt rannsóknirnar yfir á sjálfan sig. Gistihúsið hafði allt það til að bera, sem sveitagistihús á að hafa. Barinn var skuggaleg- ur, en eldurinn varpaði bjarma á hluti úr eik og kopar, á fægð glösin, og hæddist að rigning- unni úti fyrir. Þarna gátu þau vissulega fengið herbergi, kvöldmat og bað, sagði eigand- inn. Svo þau höfðu dvalizt á Heiði! Gistihúseigandinn hló. Þar var alltaf margt um mann- inn á sumrin, auðvitað var það mest námsfólk, sem sótti um að dvelja þar. Þetta var annars skrýtið. Henni var dálítið órótt. Hún færði sig frá eldinum, og var hálf ónotalegt. Það var hrollur i henni. — Sjáðu hvað er á matseðl- inum í kvöld, sagði Jóhann — þykk tómatasúpa, steiktar nautakótelettur og terta í ábæti . . . Hann þagnaði allt í einu og bætti við: — Það er að verða loftvont hér inni, er það ekki? Mér er hálfkalt. Það er skrít- ið, mér sem var allt of heitt fyrir stuttri stundu. Hann leit á Klöru. — Elskan, þú heldur þó ekki . . . — Ó, Jóhann! Við erum bú- in að fá það. Rétt í því hnerraði Jóhann. Hann flýtti sér að ná í vasa- klútinn sinn og snýtti sér. — Við erum svo sannarlega búin að fá það. Þau störðu hvort á annað. — Jæja, við gerðum þó skyldu okkar, sagði Jóhann svo. — Við erum búin að fá eitt af þessum andstyggilegu kvefum Timp- sons gamla. En við skulum að minnsta kosti njóta þess í friði. Hann brosti til Klöru. — Við verðum hér kyrr, þar sem eng- inn getur ónáðað okkur. — Bara við tvö, sagði Klara. — Bara við tvö! Loksins er- um við í friði. Klara gat varla séð Jóhann fyrir tárum. Hún þreifaði eftir hendi hans, og tók upp vasa- klútinn hans með hinni hend- inni. — Það verður gott. ★ MAÐURINN, SEM SETTI HEIMSMET... Framhald af bls. 17. Borg átti að þreyta keppni við hann. Ferðin til Ástralíu var stórkostleg og tók alls sex vik- ur. Þá voru flugvélarnar ekki komnar til sögunnar. En ekki er hægt að segja, að ferðalag- ið hafi verið heilsusamlegt fyr- ir íþróttamann, sem var á leið til keppni við sinn skæðasta keppinaut. Á leiðinni hafði skipið viðkomu í Port Said og þar gafst Arne óvænt en skemmtilegt tilefni til að reyna sig. Innfæddir syntu út að skip- Framhald á bls. 41. 36. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.