Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 45
kjölinn og leitaði að meining- unni“. Um það leyti var Gib- son að vinna að rannsóknum fyrir forseta enskudeildarinnar við Western Reserve Universi- ty í Ohio og lifði á styrk frá Carnegie stofnuninni. Þegar þjóðlaga-rokk tónlist- in var að ná saman og rokkið kom út sem sterkasta aflið,, var Gibson hvergi í músík. Hann segir nú: „Þá var ég búinn að ná mér upp úr eyturlyfjaneyzl- unni og sá enga ástæðu til að dæma eina eða aðra tónlistar- stefnu. Ég hlusta ennþá á jazz, blues, rock og hvað sem er, en það er allt eins: ef það er gert vel, er það gott. Flestir „þungu“ rokkaranna hafa orðið fyrir áhrifum af þjóðlagatónlistinni. Það er eig- inlega sama á hvern maður hlustar, allir eru að viðurkenna rætur sínar, sem eru — ef mað- ur er hvítur — þjóðlagatón- listin. Rokk nútímans, þetta Ijóðræna og fína, er upprunnið í þjóðlagatónlistinni og þegar Bob Dylan setti gítarinn sinn í samband, fóru allir í rafmagn. En nú er hann að fara aftur út í þetta hefðbundna og þá gera allir það líka“. Svo bætir hann við og er hugsi: „En góð og hrein þjóð- laeatónlist hefur alltaf verið til. Fólk vildi alltaf koma og hlusta á Judy Collins og Joan Baez. Satt að segja veit ég ekki hvað það er sem hefur breytzt. Hver er munurinn á rokksöngvara og þjóðlagasöngvara“? Gibson heldur því fram, að þessi samruni rokks og þjóð- lagatónlistar, hafi drepið hina eiginlegu þjóðlagatónlist. Hann þrætir fyrir að Arlo Guthrie eða Bob Dylan séu talsmenn eða fulltrúar tónskálda nútímans á þessu sviði. Hann heldur því aftur á móti fram, af akadem- ískri rökvísi, að hugtakið „tón- skáld“ geti ekki átt við þegar talað er um þjóðlagatónlist. „Áður fyrr byggðist öll þjóð- lagatónlist á því sem gekk frá manni til manns; það er að segja munnlega. Þá gekk þetta þannig fyrir sig að maður heyrði lag og þurfti svo að kenna einhverjum öðrum það. Ég man til tdæmis að ég fann einu sinni 37 mismunandi út- gáfur af „Lord Randall". í dag er þessi tónlist ekki til lengur. Að vísu reikna ég með að þetta velti á því hvernig maður út- skýrir hugtakið „þjóðlagatón- list“, en samkvæmt gömlu trúnni er þjóðlagatónlist ekki til. Ég man líka eftir því að einu sinni hitti ég fjölskyldu í suð- urhluta Ohio, það voru þrjár kynslóðir — 27 manns — og á þeim slóðum eru barnaþul- urnar vel varð.veittar. Jæja, ég fór þangað með segulbands- tækið mitt til að reyna að gera mér einhverja grein fyrir hin- um mismunandi útgáfum. Við tókum fyrir eitt ákveðið lag, sem þau höfðu öll lært frá langömmunni. Ég spurði þau hvort þau syngi öll lagið á sama hátt og öll sögðu já. Og það er alveg rétt: þau sungu öll eins og langamma hafði kennt þeim, en mismunurinn var ótrúlegur. Vísurnar höfðu breytzt og eiginlega hafði allt breytzt. Meira að segja tempó- ið, en allir fjölskyldumeðlim- irnir voru vfesir um að þeir syngi þetta nákvæmlega eins og langamman hafði kennt þeim“. Sumir hafa haldið fram að Gibson hafi rangt fyrir sér um að þjóðlagatónlistin sé dauð og benda á, að hver söngvari noti sína eigin útgáfu af þeim lög- um sem samin eru í dag. En Gibson vísar þeirri röksemda- færslu á bug og segir slíkt vera „útsetningar“ en ekki breyt- ingar frá munni til munns og manni til manns“. Hann tekur sem dæmi lag Dylans, „A Hard Rain’s A Gonna Fall“, eins og það er flutt af Dylan sjálfum, Joan Baez og Leon Russell: „Lagið er vissulega það sama, hljómarnir eru þeir sömu og textinn nákvæmlega sá sami, svo þetta er ekki þjóðlag. En svo kemur það, að það sem sannar fyrir manni að lag sé gott, eru hinar mismunandi útgáfur af því. Maður heldur siálfan sig vera með hina einu, sönnu útgáfu og svo einn góðan veðurdag heyrir maður eina út- gáfuna enn og þá hugsar mað- ur með sér: „Þetta er einmitt það rétta“! En daginn eftir heyr ir maður enn aðra og þá finnst manni hún vera rétt. Tökum til dæmis Yesterday Bítlanna. Þeir virtust hafa fullkomnað lagið en þá söng Ray Charles það og þá fannst manni það vera miklu betra. Eða „Where Have All the Flowers Gone“? Ég þóttist hafa heyrt allar út- gáfur af því, þegar ég sá frétta- mynd frá Vietnam. Um það bil 40 hermenn sátu niðri í skot- gröf á meðan á óvinaárás stóð og þeir voru að syngja þetta lag. Einhver spilaði á gítar og gerði það illa, en þetta var á- hrifamesta músík sem ég hef í kjörbúðinni . hjá Velti fœst allt mögulegt i Volvoinn (Nœstum allt) Við endurskipulag varahlutaverzlunar Veltis h.f. var reynt að fylgja kröfunr nútíma hagræðingartækni frá Volvo. Þess vegna er mikill hluti Volvo- verzlunarinnar korninn í sjálfsafgreiðslukerfi. Við endurnýjun mikilvægra hluta Volvobifreiðarinnar á eigandinn auðvitað að vera með í ráðum. Það er komið í tízku að fá mikið fyrir peningana! 36. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.