Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 4
Wiithtr bríhiíl Þríhjólin vinsælu alltaf fyrirliggjandi. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. önhi Spítalastfg 8 — Sími 14661 — Pósthólf 671 L KOLÐU R,c\jal búðingarnir ERU BRAGÐGOÐIR MATREI88 LAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Súkkulaði Vanillu Kaiamallu Hindberja Til aðlu I flestum matvöruvorzlunum landsina P0STURINN I Evuklæðum einum Kæri Póstur! Ég vil byrja á að þakka þér fyr- ir allt gamalt og gott. Ég kaupi Vikuna í lausasölu og hef gert það í nokkurn tíma. Það er margt gott í Vikunni og annað sem er ekki gott. En mér finnst framhaldssögu’rnar beztar og vil þakka þér sérstaklega fyrir sög- urnar Gleymdu ef þú getur og Þar til augu þín opnast. Svo er margt annað sem er gott, eins og myndasögurnar. En þá er bezt að snúa sér að efninu sjálfu. Ég les gamlar Vikur og í Viku frá 1970 sá ég auglýsta bók, sem hét A Evuklæðum ein- um. Var pöntunarseðill með- fylgjandi. Mig langar að biðja þig að gefa mér upplýsingar um það hvar þessi bók fæst, ef hún er til sölu, og hvort pönt- unarseðillinn sé í gildi. Með fyrirfram þökk. Armann Jónsson. P.S. Hvað lestu úr skriftinni, ef þú getur lesið hana? _ r~---------A——-H Pöntunarseðillinn, sem þú skrif- ar um og sendir, mun ekki leng- ur í gildi. Ef einhver ein- tök af bókinni skyldu enn vera á lausum kili, mundi þeirra helzt að leita hjá fornsölum. Skriftin bendir á samvizkusemi og vandvirkni. Joseph Kennedy Kæri Póstur! I Morgunblaðinu um daginn kom mynd af Joseph Kennedy, syni Roberts Kennedy, mig langar að fá að vita aðeins meira um hann en að hann sé mikill siglingakappi, til dæmis hvenær hann er fæddur og hvort hann sé lofaður. Svo þakka ég Vikunni fyrir allt gamalt og gott og vona að hún verði alltaf jafn skemmtileg. Ein áhugasöm. P.S. Hvað lest þú úr skriftinni? Fæðingardag Kennedys þessa höfum við ekki getað grafið upp, en hann mun vera um tví- tugt. Eftir því sem við vitum bezt er hann engri heitinn. Fyr- ir skömmu hlaut hann dóm fyrir að reykja hass og vakti það nokkra athygli, sem undarlegt má heita, því að í Bandaríkjun- um er fyrir löngu hætt að telja hassneyzlu til tíðinda. Skriftin ber vott um skapfestu og reglusemi. Hæsti foss á landinu Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Ég les alltaf Vikuna og mér finnst hún skemmtileg. Ég vona að þú leysir úr þessu fyrir mig. Það hafa risið deilur milli mín og pabba um hvaða foss sé hæstur á landinu. Ég held því fram að það sé Háifoss en pabbi segir að það sé Glymur. Viltu leysa úr þessu fyrir mig? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. IG. BR. Okkur er sagt af fróðu fólki að Glymur sé hæstur. Ef maður hefur gert eitthvað Ijótt Kæri elskaði og dýrkaði Póstur! Mig hefur lengi langað til að skrifa þér en ekki orðið af því fyrr en nú. Það sem ég hef að segja er ekki mikið, en það er þetta: Er hægt að verða ófrískur áður en maður hefur byrjað á túr í fyrsta sinn, ef maður hefur gert eitthvað Ijótt. Ef ekki, eru til einhver tilfelli. Vonast eftir svari fljótt. Ein sem veit þetta ekki. P.S. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu að ég sé gömul? Nei, Pósturinn veit ekki um nein „tilfelli" þess að stúlkur, sem ekki eru byrjaðar að hafa á klæðum, hafi orðið ófriskar. Úr skriftinni er ekkert lesandi, nema hvað Ijóst er af henni og bréfinu að þú ert mikið barn. 4 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.