Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 34

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 34
í ævi Clarks Gable. Frægð hans varð ótrúleg. „Á hverfanda hveli“ fór sigurför um heim- inn. Hann undirritaði nýjan samning, sem tryggði honum 5.000 dollara á viku. Svo var hann krýndur opinberlega „konungur Hollywood" af sjálfum Spencer Tracy. En ofar öllu var hjónabands- sæla hans. Carole Lombard var fast ákveðin í því að vera hon- um góð kona. Hún lærði að sitja hest, að veiða bæði villidýr og fisk, hún vílaði ekki fyrir sér að sofa í tjaldi eða á jörðinni og hún fylgdi honum á löngum veiði- ferðum, þar sem hún bjó til matinn yfir opnum eldi og var kátust af öllum. Og Clark Gab- le elskaði hana. Þetta var ham- ingjutímabil, sem alltaf hafði upp á eitthvað nýtt að bjóða. En það fékk skjótan og sorg- legan endi. 7. desember 1941 var ráðizt á Pearl Harbour og Bandarík- in fóru í stríðið. Carole Lom- bard og Clark Gable sneru sér beint til Franklins D. Roose- velt, sem þau þekktu vel. því að þau höfðu oft verið gestir í Hvíta húsinu, og spurðu hann hvað þau gætu bezt gert fyrir föðurlandið. Þau fengu skjót svör: -— Haldið áfram að skemmta fólkinu. Carole ákvað að fara í ferða- lag um Bandaríkin og safna peningum fyrir varnir lands- ins. — Ó, ef þú gætir nú kom- ið með mér, pabbi, sagði hún við Clark, en hann gat það ekki, hann var bundinn af samningi. Hann kom því þannig fyrir að móðir hennar gat farið með henni og Otto Winkler, sem var blaðafulltrúi hjá Metro og bezti vinur þeirra. í heilan mánuð fór hún um Bandaríkin þver og endilöng og seldi ríkisskuldabréf fyrir tvo milljarða dollara. Svo sendi hún skeyti um að hún kæmi flugleiðis heim. Clark fyllti húsið af blómum og bjó allt undir stórkostlega móttökuhátíð. hún átti að fá þær hlýjustu móttökur sem hún hafði nokkurn tíma upplifað. En tíminn leið og hann beið. En svo komu skilaboð gegnum sima. Flugvélin hafði hrapað úr 3.000 feta hæð, rétt utan við Las Vegas. Hann leigði sér strax flug- vél og flaug með nokkrum vin- um sínum til Las Vegas. Það var rétt svo að hægt var að hafa hann ofan af því að fara með leitarleiðangrinum upp í fjöllin. Eftir þrjá daga fékk hann þær fréttir að allir far- þegar vélarinnar hefðu látizt. Clark Gable sagði ekkert, hann grét ekki heldur. Hann sat í marga klukkutíma yfir sundurbrenndum líkama henn- ar, svo breiddi hann blíðlega yfir hana og gekk einn út í myrkrið. Hann fékk símskeyti frá Las Vegas, símskeyti sem hann geymdi alla ævi. í því stóð: „Carole var vinur okkar, gest- ur okkar á hamingjudögum. Hún færði öllum sem þekktu hana gleði og líka þeim millj- ónum, sem þekktu hana aðeins sem mikla listakonu. Hún var óeigingjörn og miðlaði óspart tíma sínum og hæfileikum fyr- ir föðurlandið. Hún elskaði föðurland sitt. Hún er og mun alltaf vera stór stjarna, sem við aldrei gleymum og verðum ávallt í þakkarskuld við. Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur mínar“ Undirskriftin var Fran- klin D. Roosevelt. Clark gat ekki gleymt sorg sinni. Hann fór aftur til Holly- wood og lauk við töku kvik- myndarinnar sem hann lék í þá stundina. En hann fann eng- an frið í sálinni. Að lokum, eftir margra mán- aða óþreyju, greip hann sím- ann og hringdi til góðkunn- ingja síns, „Hap“ Arnolds, hers- höfðingja. — Hap, sagði hann. — Ég vil fara í stríðið sem sjálfboðaliði. o—o í næstu viku: Allt sitt líf hafði Clark Gable þráð það að verða faðir. Þegar hann var 59 ára átti hann von á að sá draumur hans rættist. Fimmta konan hans, Kay, átti von á barni. En það barn fékk Clark aldrei að sjá . . . ☆ EFTIRIÆTI RÍKA FÓLKSINS... Framhald. af bls. 15. leitað árangurslaust að. Þetta var tvítug stúlka, Terry Frank að nafni, og Murphy hafði svo sannarlega tekizt að rugla hana í ríminu og svipta hana allri skynsemi. Hún var gift ágsgt- um manni, en hljópst á brott frá honum til að starfa fyrir Murphy og fór nú huldu höfði ásamt vinkonu sinni, Annalie Mohn, en það var hin stúlkan, sem hafði tekið þátt í þjófnað- inum og lögreglan leitaði einn- ig að. En þrátt fyrir þetta skorti enn allar sannanir gegn Mur- phy. Hann lifði lúxuslífi og flestum var ljóst, að hann hlaut að vera riðinn við einhver skuggaleg mál; en hver þau voru tókst ekki að komast að raun um. Hjálparkokkarnir fjórir, sem hann hafði, þegar hann rændi eðalsteinunum, voru komnir á tvist og bast. Hins vegar höfðu nýir félagar komið til sögunnar. Einn þeirra var Paul Griffith, fyrrverandi bankamaður, sem var jafn mik- ill lífsnautnamaður og Murphy. Nú leið og beið, þar til óhugnanlegur atburður gerðist. Hinn 8. desember 1967 fundust í Whiskey-flóanum fyrir utan Miami lík tveggja ungra kvenna. Báðar höfðu verið deyfðar og síðan hafði þeim verið drekkt. Lögreglunni tókst að þekkja líkin og voru þau af Terry Frank og Annelie Mohn - - sem eftirlýstar voru fyrir að hafa stolið hálfri milljón dollara og báðar voru nánar vinkonur Jack Murphys. En Murphy hafði örugga fjarvistarsönnun og harðneit- aði að eiga nokkra sök á dauða stúlknanna. Hann var því lát- inn laus, en í þetta skipti var um skammgóðan vermi að ræða hjá honum. Fjórtán dögum síðar var hann staðinn að verki, þar sem hann var að fremja vopnað rán. Hann hafði brotizt inn á heim- ili ríks manns ásamt tveimur félögum sínum og þvingað húsfreyjuna og átta ára gamla dóttur hennar til að opna pen- ingakassa heimilisins. Hann varaði sig ekki á því, að um leið og það gerðist kviknaði aðvörunarljós hjá lögreglunni, svo að fáum mínútum síðar var húsið umkringt af lög- regluþjónum. Murphy reyndi að sleppa með því að stökkva út um stóra glerrúðu og út í garðinn. En hann skarst svo illa á andliti og höndum, að fara varð með hann rakleitt á fangelsissjúkrahús. Samtímis þessu kom sitthvað fleira í ljós, sem fletti ofan af glaumgosanum. Hann var að siálfsögðu ákærður fyrir vopn- að rán, en einnig var hann ákærður fyrir morð fyrir öðr- um dómstóli. Eftir umfangs- mikla leit hafði tekizt að hafa upp á tveimur vitnum, sem höfðu séð Paul Griffith og Jack Murphy í fylgd með myrtu stúlkunum tveimur. Vitnin höfðu séð þau öll fjög- ur um borð í báti, sem þau höfðu tekið á leigu. Og þetta var einmitt sama daginn og lík stúlknanna fundust. Þriðja vitnið, sem hafði áð- ur verið náinn vinur Murphys, en orðið ósáttur við hann, gat sagt frá því, að Murphy hefði trúað honum fyrir raunum sín- um og erfiðleikum. Stúlkurnar tvær væru afbrýðisamar hvor gagnvart annarri; þær vildu báðar hafa hinn eftirsótta glaumgosa fyrir sig. Loks hót- uðu þær að koma upp um Mur- phy og segja frá því. að hann stæði á bak við stórþjófnað- inn í veðlánafyrirtækinu. Mur- phy hafði sagt við þennan vin sinn, að hann ætti ekki um annan kost að velja en að losa sig við stúlkurnar. Nú var loksins úti um þenn- an óvenjulega afbrotamann, sem hafði tekizt að villa á sér heimildir meðal ríka fólksins. Það komst aldrei upp, hvernig morðin á Mohn og Frank gerð- ust, en Murphy var fundinn sekur um hlutdeild í þeim og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Síð- ar var lagsmaður hans, Griff- ith, einnig dæmdur fyrir morð - í 45 ára fangelsi. Enn hefur ekki tekizt að leysa tvær ráðgátur í sambandi við mál Murphys: Hvaða þátt átti hann í dauða fegurðar- drottningarinnar Bonnie Suter- as? Og stóð hann í raun og veru á bak við stórþjófnaðinn í verðbréfafyrirtækinu, sem stúlkurnar tvær voru bendlað- ar við? Murphy steinþagði við yfir- heyrslurnar. Hann fékk ekki málið aftur, fyrr en hann var kominn í fangaklefa sinn. Þá sagði hann í viðtali við blaðamenn, að sér liði vel í fangelsinu. — Hins vegar sakna ég kvenfólksins, bætti hann við. Hann kvaðst ætla að sækja um náðun eftir tíu ár og kvaðst ekki mundu verða í neinum peningavand- ræðum, þegar hann hlyti frelsi á ný! En það líða víst áreiðanlega meira en tíu ár, þangað til Jack Murphy verður látinn laus. Hinn 1. nóvember í fyrra var hann dæmdur í 20 ára fangelsi til viðbótar lífstíðarfangelsinu fyrir vopnuðu árásina, þar sem lögreglan kom að honum. f dómsuppkvaðningu er kom- izt svo að orði, að Jack Mur- phv teljist óforbetranlegur og samvizkulaus afbrotamaður, og til að vernda öryggi þjóðfélags- ins eigi hann að dveliast innan fangelsismúra alla ævi . . . ☆ 34 VIKAN 36.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.