Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 11
BOB GIBSON EB KOMINN AFTOR Lærisveinar Gibsons: Joan Baez, Bob Dylan, James íaylor, Joni Mitchell, Paul Simon. Hann er nefndur um leið og Woody Guthrie og Peter Seeger. Enginn maður hefur átt meiri þátt í að endurvekja þjóðlagatónlist- ina. Nú, eftir 8 ára fjarveru, er BobGibson byrjaður aftur. Árið 1957, þegar Joan Baez var 15 ára stelpukrakki, Bob Dylan gegndi ennþá nafninu Zimmerman, Pete Seeger var bannaður í sjónvarpi í Banda- ríkjunum vegna stjórnmála- skoðana sinna og rokk og roll táknaði öskur og andspyrnu frá eldri kynslóðinni, var þjóðlaga- tónlist nokkuð sem enginn hlust aði á nema fólkið í Appalachia (fátækt fjallasvæði í austan- verðum Bandaríkjunum „hill- billy country") og nokkrir rót- tækir karakterar sem lifðu ennþá í minningunni um árin upp úr 1930, þegar Woody Gut- hrie, Seeger og the Weavers voru upp á sitt bezta. Nokkrir grúskarar gengu um landið og leituðu uppi gömul þjóðlög sem áttu að varpa nýju ljósi á söguna, en enginn vildi taka gítarinn sinn með sér á kaffihúsin og syngja, allra sízt imga fólkið. Til þess voru stjörnudýrkimin og Elvis Pres- ley of áhrifamikil öfl. En þetta sama ár (1957) byrj- aði Bob Gibson að breyta tón- listarþróuninni. Hann „upp- götvaði" þjóðlaga- og vísna- tónlist, fylgdi uppgötvun sinni eftir, dró hana út úr myrkrinu og kynnti hana almenningi — sem beið eftir „einhverju“. f sex ár gat enginn þjóðlaga- söngvari komið fram án þess að vera með lag sem Bob Gib- son hafði útsett eða grafið, upp og í 6 ár stormaði sá sami Gib- son um landið (USA), söng í klúbbum og á þjóðlagahátíðum og færði fólkinu aftur tónlist- ina sem því tilheyrði. Vagg og velta (rock & roll) nútímans á tilveru sína jafn mikið að þakka þjóðlagatón- listinni og blues-num. En þrátt fyrir að margir tónlistarmenn séu gjarnir á að viðurkenna að þeir hafi orðið fyrir áhrifum af mönnum eins og Blind Lem- on Jefferson og Robert John- son, eru fáir þeirra tilbúnir til að viðurkenna að þeir hafi orð- ið fyrir áhrifum af þjóðlaga- tónlist (folk-music). Samt er það víst, að stjörnur eins og James Taylor, Joni Mitchell, Crosby, Stills, Nash & Young, Framháld á bls. 44. SKALIIEROA BEZTUR Einar Vilberg Hjartarson var algjörlega óþekktur fyrir ári síSan. Nú vita allir hver hann er - en HVERNIG er hann? Brot af honum er í þessu viðtali. Við Einar Vilberg mæltum okkur mót fyrir framan Bern- höftstorfuna, sem nú er að verða einn helzti samkomustað- ur ungs fólks í Reykjavík — auk fjölda ferðamanna sem hér koma og finnst gott að sleikja sólskinið þar á túninu. Það eina sem spillir fyrir ánægjunni þar, er hversu húsin — sjálf Bernhöftstorfan — eru ljót: „Flikkum upp á draslið“, sagði einhver, „en það verður dýrt ef við þessu vorður hróflað á annan hátt“. Það var kalt þennan dag, svo við flýttum okkur inn á veit- ingahús í Austurstrætinu og fengum okkur kaffi. „Hvað er verið að pæla núna“? spurði ég. Einar dró upp velkta papp- írsörk. „Ég er með svolítið fyndið til að sýna þér“, sagði hann. Þetta var samningur sem hann hafði gert við hljómskífu- gerðina SARAH og ég las hann yfir. „Hvernig datt þér í hug að skrifa undir þetta“? spurði ég svo. Hann glotti: „Ég skal segja þér, að ég var búinn að bíða í mörg ár eftir því að koma mér og mínu efni á framfæri, svo að þegar mér bauðst þetta skrifaði ég undir án þess að hugsa um það. Nú er ég að reyna að slíta þessum samn- ingi og eftir því sem lögfræð- ingar hafa sagt mér, á það ekki að vera neinn vandi þó svo að þessi samningur sé gerð- ur til 5 ára. Þetta gengur allt of mikið á minn hlut“. „En af hverju viltu slíta þess- um samningi"? Frh. á bls. 44. Einar Vilberg. 36. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.