Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 22
Bam Uosemapy gæti þá sparað sér peningana, sem hann vinnur sér inn í sveita síns andlits. — Það kæmi sér sjálfsagt vel, sagði Guy. En er þá eitthvað athuga- vert við Hill lækni? spurði Ro- semary undrandi. —• Og hvað eigum við að segja honum? —- Það skal ég sjá um, sagði Guy. — Þú skalt engan lækni hafa nema þann bezta. Minnie vildi hringja til Abes Sapirsteins þá þegar um kvöld- ið, og Guy vísaði henni á sím- ann. Þegar hún hafði lokið sím- talinu, kom hún aftur til hinna og sagði Rosemary að Sapir- stein ætlaði að taka hana að sér. Þegar þau háttuðu, var Rose- mary alltof hátt uppi af gleði til að geta sofnað undireins. Hún þreifaði á kviði sér og hugsaði sem svo, að þar væri nú að vaxa það, sem yrði An- drew eða Susan! Guy hreyfði sig í svefninum. Hætturnar sem hún yrði að vara sig á voru margar. Elds- voðar. fallandi hlutir, bílar, hættur sem hún hafði aldrei hugsað um áður. Bara að hún hefði getað beðið! Beðið Guð um að forða henni frá tauga- veiklun og rauðum hundum. En hún hafði engan að snúa sér til. Allt í einu datt henni í hug verndargripurinn, kúlan með tannisrótinni. Hvort sem það var heimskulegt eða ekki, þá vildi hún nú hafa hana — nei, hún þarfnaðist hennar um háls sér. Hún læddist á fætur, tók kúluna uppúr öskjunni og ut- an af henni umslagið. Lyktin hafði breytzt. Hún var sterk ennþá, en ekki beinlínis hræði- leg. Hún lagði keðjuna um háls sér. Kúlan kitlaði hana á milli brjóstanna er hún læddist til- baka í rúmið. Hún breiddi yfir sig og lokaði augunum. Hún dró andann djúpt og sofnaði fljótlega með hendur á kvið, svo sem til að vernda barnið inni í sér. Sapirstein læknir var frá- bær. Hann var hávaxinn, sól- brenndur, með hvítt hár og vöðulslegt yfirskegg hvítt. Henni fannst sem hún hefði séð hann einhvers staðar áður, kannski í sjónvarpinu. — Láttu allar bækur eiga sig, sagði hann. — Hver barns- hafandi kona er fyrirbrigði út af fyrir sig, ólíkt öllum öðrum. Og hlustið ekki heldur á vin- konur yðar. Ef eitthvað ber út af, þá skuluð þér hringja í mig, en ekki til móður yðar eða frænku. Og verið ekkert að taka vítamínpillur. f staðinn skal ég biðja Minnie Castevet að búa til á hverjum degi drykk handa yður úr kryddjurtunum sínum. Hann reynist yður holl- ari og vítamínríkari en allar pillur. Hún átti að koma til hans einu sinni í viku. Allt var eins og það átti að vera, svo bjart og dásamlegt. Hún fékk sér Sasson-klippingu og var harð- ánægð með lífið. Á hverjum morgni klukkan ellefu kom Minnie með eitt- hvað, sem minnti á vatns- kenndan súkkulaðidrykk. Hann var kaldur og súr. — Hvað er í honum? — Neglur og sniglar og blóð- sugur, svaraði Minnie brosandi. Rosemary hló. — Það er ágætt. En ef ég nú vil eignast stúlkú? Viltu það? Þegar Rosemary var búin með drykkinn, spurði hún: — En hvað er í honum í alvöru? — Eitt hrátt egg, matarlím, baunir . . . - - Tannisrót? Svolítið af henni og fleiru. Minnie kom með drykkinn dag hvern í sama blá- og græn- röndótta glasinu og stóð og beið unz Rosemary hafði tæmt þeð. Dag einn varð Rosemary ískyggilega illt. Hún hringdi í Sapirstein lækni, sem bað hana líta við hjá sér. Þegar hann hafði rannsakað hana sagði hann að hún þyrfti eng- ar áhyggiur að hafa. Verkirnir myndu hverfa að nokkrum dögum liðnum, og hún gæti sem bezt tekið inn nokkrar aspirínpillur til að draga úr þeim. En verkirnir hurfu ekki. Hún vandi sig á að búa við þá, svaf aðeins nokkrar stundir hverja nótt og tók inn aspirín annað veifið. Auðvitað kom ekki til greina að fara út með vinkon- unum, á skúlptúrnámskeiðið eða í búðir. Hún pantaði mat í síma og var sjálf kyrr heima. Hún hafði hugsað sér að bjóða nokkrum kunningjum í mið- Framháld á bls. 47. VIKAN kynnir fyrstu- deildarlið í knattspyrnu AKUREYRI ÍBA (íþróttabandalag Akureyrar) AAikill knattspyrnuáhugi er á Akureyri og alltaf fiölmenni á þeim leikjum, sem þar eru haldnir. ÍBA er úrval úr tveimur knattspyrnu- félögum á staðnum, Knattspyrnufélagi Akureyrar og íþróttafélag- inu Þór. Liðið komst fyrst í fyrstu deildina árið 1957, en féll sama ár aftur niður í 2. deild. Árið 1960 komst liðið svo aftur í fyrstu deild og hefur verið þar óslitið síðan að einu ári undanskildu. Árið 1969 varð ÍBA bikarmeistari KSÍ. Búningur liðsins er hvít peysa, bláar buxur og hvítir sokkar. Formaður íþróttabandalags Akureyrar er Hermann Stefánsson, en formaður Knattspyrnuráðs Akureyrar er Páll Jónsson. Lið ÍBA í fyrstu deild 1971: Fremri röð, talið frá vinstri: Sigbjörn Gunnarsson, Aðalsteinn Sig- urgeirsson, Ragnar Þorvaldsson, Eyjólfur Ágústsson, Árni Stefáns- son, Sigurður Víglundsson og Kári Árnason. — Aftari röð, talið frá vinstri: Guttormur Olafsson, þjálfari, Gunnar Austfjörð, Steinþór Þórarinsson, Viðar Þorsteinsson, Magnús Jónatansson, Þormóður Einarsson, Skúli Ágústsson og Sigurður Lárusson. KEFLAVÍK ÍBK (Íþróttabandalag Keflavíkur) Og ekki er knattspyrnuáhuginn síðri í Keflavík, enda hefur lið þeirra hlotið fslandsmeistaratitilinn tvívegis, 1964 og 1969. ÍBK var stofnað árið 1956 úr tveimur félögum, sem starfandi eru á staðnum, Knattspyrnufélagi Keflavíkur og Ungmennafélagi Kefl'a- víkur. Liðið komst upp í fyrstu deild strax árið 1958 og tókst að halda sæti sínu þar í þrjú ár. Þeir léku í annarri deild 1961 og '62, en komust upp í fyrstu deild aftur 1963 og hafa verið þar síðan og jafnap verið í fremstu röð. Búningur liðsins er svört peysa með hvítu hálsmáli og ermafit, hvítar buxur og hvítir sokkar. Formaður íþróttabandalags Keflavíkur er Hafsteinn Guðmundsson, en for- maður Knattspyrnuráðs Keflavíkur er Árni Þ. Þorgrímsson. Lið ÍBK í fyrstu deild 1971: Fremri röð, talið frá vinstri: Birgir Einarsson, Vilhjálmur Ketilsson, Hörður Ragnarsson, Reynir Oskarsson, Þorsteinn Olafsson, Ingi- mundur Hilmarsson, Ástráður Gunnarsson, Friðrik Ragnarsson. — Aftari röð, talið frá vinstri: Einar Helgason, þjálfari, Grétar Magnús- son, Gísli Torfason, Jón Olafur Jónsson, Guðni Kjartansson, fyrirliði, Olafur Júllusson, Magnús Torfason, Einar Gunnarsson og Gunnar Sigtryggsson. Tveir fastir menn í liðinu voru forfallaðir, þegar myndin var tekin: Steinar Jóhannsson, sem ef til vill verður marka- kóngur I ár, og Karl Hermannsson. 22 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.