Vikan - 28.10.1971, Page 9
Tito marskálkur
bauff upp á nýjan
humar og rauövín
frá Króatíu
árgang 1892.
margir séð hann. Þetta var dá-
samlegasta augnablik lífs míns.“
Átta árum síðar giftist hún Tito.
„Skæruliðasamtök þjóðfrels-
ishreyfingarinnar“ urðu, þrátt
fyrir andstöðu Stalin að þjóð-
frelsisher, sem rétti Þjóðverjum
mikil og þung högg í stríðslok;
þessi her var jafnvel viður-
kenndur af Bandamönnum á
sigurráðstefnunni á Jalta. Ní-
undi hver Júgóslavi var þá fall-
inn og 800.000 hús hrunin til
grunna, tveir þriðju af fjár-
stofni landsmanna eyddur og
svo að segja allar verksmiðjur
landsins eyðilagðar. Það sem
eftir var sáu Rússar um, þeir
litu á Júgóslavíu sem herfang.
Jarðeignaskattur var innheimt-
ur frá Sovjet og öll loforð um
endurbyggingu svikin. Árið
1945 sló Tito því föstu að Rúss-
arnir væru ekkert betri en ó-
vinirnir í stríðinu. — Áður voru
það Þjóðverjar, sem stóðu í
vegi fyrir okkur, nú eru það
Rússar.
Svo kom hápunktur togstreit-
unnar milli Moskvu og Belgrad:
Tito neitaði Stalin um undir-
skrift sem átti að tryggja yfir-
ráð Kreml yfir Júgóslavíu.
Stalin ærðist og lýsti „rauða
trúvillinginn“ í bann og hélt
honum væri eins gott að muna
eftir morðinu á Trotsky. Á alls-
herjarþingi í Bukarest voru
myndir af Tito rifnar af veggj-
unum og í Prag hafði Benes
forseti áhyggjur af Júgóslövum:
— Þetta er furðulegt fólk, sagði
hann, — ... það fer alltaf eftir
sínu eigin höfði. Baráttumað-
urinn Tito svaraði með því að
kaupa vopn frá Vesturlöndum.
Hann losaði flokkinn við Stalin-
isma, fékk bændunum aftur
jarðir sínar, sem áður höfðu
verið teknar eignanámi, eftir
skipun frá Moskvu. Júgóslavar
ætla sem sagt að framfylgja
sósíalismanum eftir eigin höfði.
☆
„Þetta er verðmætasta gjöf sem ég hef fengið á ævinni," sagði Liz, þegar Tito gaf henni sígarettumunn-
stykkið, sem alsett er demöntum, en Burton rak upp stór augu.
43. TBL. VIKAN 9