Vikan


Vikan - 28.10.1971, Side 50

Vikan - 28.10.1971, Side 50
reglunnar, þar eð við erum hvítir. Við ætlum að skilja bif- hjólin eftir við landamærin og fara yfir þau fótgangandi. Þá eigum við aðra eins leið eftir til Beira, en þaðan ætlum við að reyna að komast sjóleiðis. Ferð- in frá landamærunum til Beira getur orðið erfið, þar eð yfir- völdin í Mósambik eru ródes- ísku stjórninni mjög vinsamleg. Svo rekur allt í einu að því, sem við helst vildum forðast. Rauð og hvít ljós sjást fram- undan á veginum. Eftirlitsstöð! Við höfðum áður komið okkur saman um, hvað gera skyldi undir þeim kringumstæðum. Við hemlum báðir. Mark stekkur af. Lee losar töskuna hans af sínu hjóli. — Good luck! hrópa ég til Marks og hann tekur upp tösk- una og hverfur út í landslagið. Lögreglumennirnir gefa okkur stanzmerki. Einn þeirra kemur til okkar og heilsar að her- mannasið. Jafnskjótt og hann hefur gengið úr skugga um að við erum hvítir, sleppir hann okkur framhjá. — Have a nice trip! Good night! Við stönsum í tæplega kíló- meters fjarlægð frá eftirlits- stöðinni. Fljótlega kemur Mark hlaupandi. Hann stekkur upp á hjólið á bakvið mig og við þjótum aftur af stað. Eftir nokkurra tíma akstur fer sverta næturinnar að grána og svo verður allt í einu bjart, það tekur aldrei langa stund svo nærri miðjarðarlínu. Þá er komið að öðrum þætti flótta- áætlunar okkar. Það væri hreint brjálæði að aka nær landamærunum með negra fyr- ir aftan sig. Við stönsum. Við verðum sammála um að landamærin hljóti að vera mjög nærri nú. Við ökum út af veg- inum. Jörðin er grýtt og óslétt, svo að okkur miðar illa. Sólin mjakast upp fyrir sjóndeildar- hring. Og eftir stundarfjórðung bilar bifhjólið mitt — það hef- ur ekki þolað alla þessi hnykki og hoss. Við Mark setjumst báðir fyrir aftan Lee. Það er þröngt um okkur, en það verð- ur að hafa það. Það gengur líka — en aðeins um stund. Þá er bifhjóli Lees einnig nóg boðið. Við stígum af því, teygjum úr löppunum og leggjum svo af stað fótgang- andi til landamæranna. Landið þarna er grýtt og eyðimerkur- kennt. Við göngum dágóða í næsta blaði hleypum við af stokk- unum nýjung, sem áreiðanlega verð- ur vinsæl meðal allra húsmæðra. Við birtum smátt og smátt heila mat- reiðslubók. Húsmæður geta safnað úrvals uppskriftum í fallega möppu, sem Vikan hefur látið útbúa og kost- ar aðeins 100 krónur. 1 næsta blaði prentum við átta litprentaðar upp- skriftir, en síðan koma fjórar í öðru hverju blaði. Uppskriftirnar eru mjög vel flokkaðar í súpur, fiskrétti, kjöt- rétti og svo framvegis. Það verður mikill kostur við MATREIÐSLUBÖK VIKUNNAR, að húsmæður verða fljót- ar að finna þá rétti, sem þær ætla að nota hverju sinni. Við skýrum nánar frá þessari skemmtilegu nýjung í næsta blaði. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyr- ir húsmæður. Þær geta eignast smátt og smátt fallega og aðgengilega mat- reiðslubók - fyrir aðeins hundrað krónur. / nœstu stund, en setjumst síðan í laut og fáum okkur að borða af nestinu. Við erum með lítinn áttavita, og getum því haldið nokkurn- veginn réttri stefnu. Við erum sveittir af sólinni og erfiðinu og förum úr öllum þyngri klæð- um. Þegar við höfum gengið lengi lengi förum við að spyrja hver annan hvort við séum nú ekki þegar komnir inn í Mó- sambik. En það er sjálfsagt of, gott til að geta verið satt. Enda líður ekki á löngu áð- ur en við fóum úr tþví skorið að við erum ennþá á ródesísku landi. Við erum á leið upp brattan hól, þegar við allt í einu heyrum raddir handan hans. Við hlaupum í skjól við klett tíu metra frá, köstum okkur þar flötum. Ekkert skeður. Lee missir um síðir þolin- mæðina. — Fjandinn, segir hann. — Hvaða mannskapur getur verið þarna hinumegin? — Stilltu þig! hvæsir Mark. — Slakaðu! En forvitni Lees er vakin. Hann lyftir höfðinu varlega og gægist upp fyrir klettinn. — Nothing! hvíslar hann. — Ég fer! Við Lee horfumst í augu, ypptum svo öxlum. Lee er þeg- ar byrjaður að mjaka sér upp klettinn. Ég gægist upp fyrir og sé að Lee hefur lagst á mag- ann og mjakar sér nú síðustu metrana upp á hólinn. Hann lyftir höfðinu, gægist upp fyrir hólinn en dregur sig svo í snatri tilbaka. Kemur þjótandi til okkar hálfboginn. — Fuck it! Það er landa- mæralögregla! Þrír með riffla og vélbyssur og guð veit hvað! En það versta eru þó þrír gríð- arstórir hundvargar, sem líta út fyrir að vera lífshættulegir. Við ákveðum að hörfa. Það er þá sem við heyrum hundgána í fyrsta sinn ... Og nú stöndum við sem sagt, 'Mark og ég, frammi fyrir landamæralögreglunni og risið er ekki ýkja hátt á okkur. Ég segi hvað ég heiti. Er orðinn leiður á djobbinu í Ródesíu, segi ég. Mark gefur upp nafnið, sem stendur í falska vegabréf- inu hans. Lögregluforinginn þuklar okkur frá hvirfli til ilja. Hann brosir undarlegá er hann skipar mönnum sínum að stinga föggum okkar aftur nið- ur í töskurnar. Framhald í nœsta blaði. 50 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.