Vikan


Vikan - 16.03.1972, Page 5

Vikan - 16.03.1972, Page 5
komast hjá því að nota allar verjur. Að lokum, er það satt að Pósturinn sé farinn að hringja til þeirra sem skrifa honum, ef svo er, þá viljum við biðja þig að hringja á milli fjögur og fimm. Við vonum svo Póstur góður að þú svarir skýrt og skil- merkilega og þá helzt í næsta blaði. Tvær í óvissu. P.S. Hvað lestu úr skriftinni og hvernig er hún? \r-------------^ Engin tímabil eru algerlega ör- U99/ þótt ekki sé alltaf jafnmik- il hætta á að verða bomm. Ef þið viljið forðast allar getnaðar- varnir, ættuð þið því að bíða eitthvað með að láta undan strákunum, því að ekki nær það neinni átt að verða ófrískur á þessum aldri. (Hvers konar drengir eru þetta annars eigin- lega, komnir undir tvítugt og eru þó að stritast við að fá krakkakvikindi eins og ykkur, sem ekki eruð einu sinni orðnar sextán, í rúmið með sér?). Á það má benda að eitthvað af nokkuð fróðlegum bókum um kynferðismál hefur verið gefið út á íslenzku, og væri ykkur ráð að verða ykkur úti um þá lesn- ingu, svo fremi þið getið ekki leitað upplýsinga hjá kennurum eða foreldrum, eins og eðlileg- ast og sjálfsagðast væri. Varð- andi hvers konar varnir og verj- ur er það að segja, að fráieitt er að láta sér detta í hug að nota nokkuð svoleiðis nema að læknisráði. Nei, Pósturinn hefur enga síma- þjónustu. Skriftin er skýr og heldur hrein- leg, ber vott um reglusemi en nokkuð viðkvæmt hugarfar. Love Story Góði bezti Póstur! Þetta hljómar eins og neyðaróp! En ég er í vanda stödd. Ég er nemandi í kunnum gagnfræða'- skóla hér í borg. Og ég er með strák í sama skóla. En í skólan- um er gert mikið gys að okkur, og erum við kölluð Love Story- parið í skólanum. Ég fæ ekkert við þessu gert. En ástæðuna fyrir þessu tel ég vera, að við erum alltaf að kyssast á göng- unum, en samt er það ekki af mínum völdum, sem þetta skeð- ur. Hann er alltaf að kyssa mig á móti vilja mínum, en ég hef sagt þetta við hann, en hann segir að honum komi ekkert við hvað aðrir segja. Segðu mér Póstur, hvað get ég gert? Ég skrifa í fullri alvöru vegna þess að ég veit að þið hafið sérfróða menn í þessum efnum. Ég er ekki vön að taka mér stílvopn I hönd og skrifa en ég lét þó verða af því og hér með þakka ég þér allt gamalt og gott. Virðingarfyllst, F. Ó. P.S. Lestu eitthvað úr skriftinni? Ég vona að þetta bréf lendi ekki ásamt öðrum í ruslakörfunni. — Með mikilli fyrirfram þökk fyr- ir birtingu. Það mælir heldur en hitt með drengnum að hann skuli láta sem vind um eyru þjóta hva'ð pakkið er að skensast við ykk- ur. Hins vegar nær auðvitað engri átt að hann sé hálft í hvoru að nauðga þér þarna á göngun- um, ef þér er þá svo leitt sem þú lætur. Segðu honum bara i fullri alvöru að þú viljir ekki hafa svona nokkuð, og hótaðu að segja honum upp, ef ekki hjálpar annað. Skriftin bendir til að þú sért ekki sem öruggust með sjálfa þig. W /l/WWxírW í Ml SKARTGRIPIR T=l 1 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR OG PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 l-BUSLOÐ TáningasettiS Anno Framleitt í mörgum litum Bl Js L 0 Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520 — Þú verður fljót að venjast hengikoju! 11. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.