Vikan


Vikan - 16.03.1972, Síða 18

Vikan - 16.03.1972, Síða 18
Gullplata á salemisskálina Poppstjarna heimsins árið 1971, Rod Stewart, opinberar sjálfan sig. Nod”s As Good As A Wink To A Blind Horse, hvergi komizt á blað, enda er nafnið það bezta við hana: Nú á dögum dettur yfirleitt engum poppara annað i hug en að klæðast gallabuxum og að sjá til þess að ímynd sín sé álíka_snjáð og tilfallandi og þær sömu, gömlu gallabuxur. Poppstjörnur árið 1971 (enn er ekki vitað hvað þeim dettur í hug í ár) reyndu að láta svo líta út, sem þeir vildu ekki skera sig úr frá fjöldanum og voru notuð til þess ýmis brögð, Rod Stewart gerði samt akkúrat það gagnstæða. Hann íklæðist ekki öðru en æpandi klæðnaði úr silki og satíni. Hann keyrir um í Rolls Royce, á höll i Southgate (sem kostaði 90.000 pund, eða rúmar 20 milljónir íslenzkar) og segist vera öðru- vísi en fjöldinn. A sviði er hann æstur og íjörugur, stekkur í allar áttir og tætingslegt hárið flagsast til og frá þar sem hann hendir hljóðnemanum í allar áttir, dill- ar sér eins og virðuleg starfs- , stúlka i St. Pauli og syngur með sérstæðustu rödd sem heyrzt hefur síðan Joe Cocker kom fyrst fram á sjónarsviðið. Það eina sem hann hefur áhuga á fyrir utan músík er fótbolti, sem hann spilar um helgar með liði sínu, Highgate Redwings. Frægð hans virðist þó ætla að verða honum dulít- ið vandamál; ekki alls fyrii' löngu sparkaði markmaður and- stæðinganna í hann þegar Stew- art ætlaði að skalla boltann og þar sem poppstjarnan lá stynj- andi á vellinum sagði mark- maðurinn snúðugur: „Þú ættir að halda þig að söngnum, lagsi!'1 Uppáhaldsfótboltaspilari Stew- arts er Dennis Law, sem leikur með Manchester United. Áður en Stewart fór út í músík — og knattspyrnu — stundaði hann nám við lista- skóla og ánægjulegustu minn- ingar hans þaðan eru frá því að leika knattspyrnu með Ray Davies, aðalsprautunni í Kinks, en hann er sagður nokkuð góð- ur knattspyrnumaður. Áður fyrr bjó Rod, sem þá kallaði sig „bítnik" (fyrst voru það bóhemarnir, síðan bítnik- ar, þá hippar og nú er það Jesúfólk), ásamt félögum sin- um um borð í gömlum húsbát við Shoreham. íbúar bæjarins mótmæltu þessu „skítuga pakki“. og lögreglan svældi Stewart og hina 19 út með vatnsslöngum. Síðan var bátur- inn dreginn út á haf og sökkt þar. Daily Mirror notaði þetta sem forsíðufrétt. Ekki eru meira en tvö ár síðan að sá, sem haldið hefði því fram að Rod Stewart ætti eftir að senda frá bezta rokk árið 1971, hefði verið álitinn annaðhvort fullur eða vitlaus — nema hvorttveggja væri. Ég hef áður látið þess getið, og geri það aftur hér, að skoðun mín ér sú, að undarlegt sé að eftir því sem Rod Stewart fer fram sem söngvara og músíkant, því ákafar staðna félagar hans í Faces. Gasoline Alley og Ev- ery Picture Tells A Story eru óumdeilanlegar frábærar plöt- ur og þrátt fyrir grunna og ryðgaða rödd er Rod Stewart frábær söngvari, en engin þriggja platna Faces kemst í hálfkvisti við það sem skeður þegar Stewart tekur sjálfur við stjórninni. Hann var um allan heim kjörinn einn af beztu söngvurunum, Melody Maker- lesendur völdu hann bezta söngvara í Bretlandi ’71 og Rolling Stone lýsti hann popp- stjörnu ársins. Á sama tíma hefur nýjasta plata Faces, A PÓSTHÓLF 533 Kæri vinur: í Pósthólfinu þínu þann 17. febrúar varst þú spurður hvort þú vissir hvaða söngvari það væri, sem Robert Plant sagði nauðga áheyrendum með sviðs- framkomu sinni. Þar sem þú manst það ekki, þá var það Jim Morrison, hinn látni söngv- ari DOORS. Virðingarfyllst, Baldur Þorsteinsson, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Takk fyrir bréfið og eins það fyrra. ÞA œtti það sem sé að vera á hreinu. 18 VIKAN 1 1. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.