Vikan


Vikan - 16.03.1972, Side 20

Vikan - 16.03.1972, Side 20
Kona u*n Framhaldssaga eftir K.R. Butler Það hefði öliu átt að vera lokið, sú varð samt ekki raunin. Jonathan gat ekki viðurkennt ósigur sinn, jafnvel þótt áform hans hefðu brugðizt... b orb Mig sveið í augun, þegar ég starði á ljóspunktinn þarna langt úti í sortanum. Þetta hlaut að benda til þess að áætl- un Jonathans hafði staðizt; — að David Farelly var að sigla Convenant upp að klettunum á Kumul og ég varð að aðstoða við þetta án þess að segja nokk- urt orð. Þá sá ég allt í einu annan ljósdepil, svolítið frá hinum fyrri. Það var svo langt á milli þessara ljósa að þau gátu ekki bæði verið frá sama báti. Ég þorði varla að vona, en eftir stundarkorn var ég viss, þetta voru ekki ljós, heldur stjörn- ur, sem glitti í gegnum rifur í skýjaþykkninu. Mér létti óendanlega mikið. Hættan var þá hjáliðin þessa stundina. David Farelly var úr hættu í bráð. En svo varð mér ljóst að þetta var allt óbreytt, Convenant gat komið á hverri stundu út úr myrkrinu. Ég varð að gera eitthvað! Ég gat ekki einfaldlega staðið þarna og hækkað og lækkað skerminn, vitandi vits að með hverju ljósmerki leiddi ég lif- andi mann skrefi nær dauðan- um. Eg mátti ekki hætta á neitt sem gat orðið Jacky að fjörtjóni, en samt varð ég að gera eitthvað! í örvæntingu minni sneri ég mér að Moon- ey, en það var lítillar hjálpar að vænta úr þeirri átt. Hann var jafn dauðþreyttur og ég, eftir að hafa staðið í rúma tvo klukkutíma við að skýla Ijós- inu með kápunni. Ég leit aftur út á hafið. Önn- ur stjarnan var horfin, en hin skein, björt og skær. Örlítill Ijósglampi, varla stærri en títuprjónshöfuð, en samt svo skær í þessu bleksvarta myrkri Og þá kom mér skyndilega nokkuð í hug: svona hlægilega lítill ljósglampi gat lýst langt, ef hann var aðeins einn . . . Ég leit í skyndi niður að skýlinu, þar sem Jonathan sat með byssuna til að hafa gætur á mér og hafði ekki augun af ljósinu. Hann hlaut að blind- ast við að stara svona látlaust á ljósið. Það hlaut að taka svo- litla stund að jafna sig, þegar ég birgði fyrir ljósið. En hve langa stund? Eg varð að reyna það á sjálf- um mér. Ég beindi augunum beint í ljósið og þegar ég skaut skerminum fyrir leit ég strax í áttina til stjörnunnar. Ég sá hana ekki. Þar liðu þrjár sek- úndur þar til ég koma auga á hana aftur. Þrjár sekúndur átti ég þá að hafa til að fara á bak við Jonathan. Ég ýtti varlega við olnbog- anum á Mooney og gaf honum merki um að lána mér vasa- hníf, sem ég vissi að hann hafði í vasanum. Það tók hann svo- litla stund að skilja hvað ég átti við. Ég opnaði minnsta blaðið. I hverju hléi reyndi ég svo að koma gati á skerminn. Hnífs- oddurinn flaug auðveldlega gegnum svarta plastið, en það var erfiðara að fást við papp- ann. En mér tókst það samt, gatið var lítið en greinilegt. Ég gat semsagt reiknað með að Jonathan blindaðist í þrjár sekúndur. Þá gat ég látið ljósið skína gegnum gatið í þrjár sekúndur í hvert sinn sem ég skaut skerminum fyrir. f hvert sinn átti ég von á öskri frá Jonathan, öskri, sem kannski yrði fylgt eftir með skoti. En ekkert skeði. Ég hætti á að stækka gatið svolítið. Moon- ey skildi nú hvað ég var að bauka við og glotti ánægju- lega. Jonathan varð ekki var við neitt ennþá. Skyldi David Farelly gera það? Ég starði stöðugt út í myrkr- ið. Hve lengi höfðum við stað- ið þarna uppi? Það var orðið svolítið lygnara og það var líka hætt að rigna. — Sést ekkert ennþá? Það var Jonathan sem spurði. — Nei, ég sé ekki neitt. Hvað gat klukkan verið? Nóttin virtist óendanleg. Hreyf- ingar mínar voru nú orðnar vélrænar: ég lyfti skerminum og lét hann falla, lyfti skerm- inum og lét höndina við gatið og tók hana frá aftur . . . Ekkert sást til Convenant. Hafði Farelly getað siglt fram- hjá, án þess að ég tæki eftir honum? Hafði hann valið aðra stefnu en þá sem hann upphaf- lega hafði ætlað sér? Ég var ekki viss um nokkurn hlut lengur. Ég gat aðeins vonað það bezta. Mooney bauðst nú til að hvíla mig, en ég þáði það ekki. Mér fannst ég skyldugur til að halda þetta út. Alla nóttina, hugsaði ég. AUa nóttina, ef þess þyrfti með, ég óskaði að- eins að ég losnaði við að sjá ljósin frá Convenant. En það var ekki komin dög- un, þegar Jonathan gafst upp. Hann ýtti Jacky á undan sér inn í skýlið og eftir andartak kom Querol út með Ijóskerið í hendinni. Hann kallaði til okk- ar: — Þið getið komið niður. Takið lampann með ykkur. Ég lét Mooney fara á undan niður þrepin. Við vorum báðir jafn stirðir og gegnkaldir, en samt held ég að Querol hafi verið ennþá þreytulegri. Hann sagði ekkert, en tók í arm mér og þrýsti hann — hvort það var gert í samúðarskyni eða til uppörvunar, var mér ekki ljóst. enda var ég of þreyttur til að beita huganum. — Hvað er klukkan? spurði ég. — Næstum þrjú. — Er allt í lagi með Jacky? — Já. Að minnsta kosti lík- amlega. Ég veit ekki hvaða eftirköst þessi nótt kann að hafa fyrir hana. — Hvers vegna lét Jonathan okkur koma niður? Heldur hann að . . . að Convenant liggi þarna við klettana á Kumul? — Hann veit það ekki. Þar sem þú ekki sást nein siglinga- ljós, þá hlýtur hann að draga það í efa. Því það er þá satf að þú hafir ekkert séð? — Já. — Hann heldur kannski að Convenant hafi farið framhjá fyrr, eða hafi seinkað vegna veðurs. En ég er undrandi . . . já, það er undarlegt að skútan skuli ekki hafa komið í ljós ... — Það getur verið að mér hafi tekizt að vara Farelly við, sagði ég. Ég sagði honum frá því sem ég hafði gert og ég heyrði að Querol dró andann léttar. — Hamingjan sanna, drengur minn! Þú hefur kann- ski bjargað lífi hans! í þ'etta sinn var það greini- lega viðurkenning, sem merkja mátti af rödd hans, en ég var svo sljór að það hafði varla áhrif á mig. — Hvað eigum við nú að gera? spurði ég. Querol yppti öxlum. — Jona- than var eitthvað að tauta um að fara yfir til Kumul um dag- mál. Ég horfði bjánalega á hann. — Hvers vegna? Ætlar hann að koma vitanum þar í lag aftur? Það getur ekki skipt hann máli! — Nei, það held ég ekki. En það getur verið að hann von- ist til að bragð hans hafi heppn- azt. Convenant í spón við kletta 20 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.